Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur félagar hans látnir. Fjölskyldur þeirra eru einnig búnar að stefna Princess Cruises. Þrír farþegar Star Princess, sem voru við fuglaskoðun, sáu til Adrian í vélavana bátnum Fifty Cents og létu skipverja á farþegaskipinu vita af því. Sá skipverji lét brúna vita en ekki var brugðist við ábendingunum vegna sam- skiptamistaka á stjórnpallinum. Samkvæmt bandarískum lögum á ekki að vera hægt að gera útgerð skips ábyrga fyrir mistökum um að skip þeirra veiti ekki aðstoð við skip eða sjómenn í háska og á þeim forsendum reyndi útgerðin að fá málinu vísað frá dómi en dómarinn hafnaði. Þá hefur útgerðin bent á að sjó- maðurinn geti kennt sjálfum sér um að hafa farið á sjó án þess að hafa talstöð, neyðarflugelda eða nokkuð annað tæki til neyðarsendinga. Nú er að sjá hvernig þessu máli reiðir af. Svartlistaðir Meira en 100 indverskir sjómenn sem áður störfuðu hjá breska skipafélaginu P&O Cruises hafa verið settir á svartan lista fyrir að hafa tekið þátt í verkfalli um borð í skipi sínu. Þeir voru skipverjar á skemmtiferðaskipinu Arcadia, sem er tíður gestur á Íslandi yfir sumarmánuðina; en 150 skipverjar lögðu niður störf í 90 mínútur eftir að breytingar höfðu verið gerðar á vinnulagi um borð. Um var að ræða breytingar á þjórfé sem áður hafði verið greitt til skipverjanna en nú skyldi það greiðast í gegnum reikning og þar með vera árangursbónus fyrir skipverjanna. Þeir skipverjar sem voru settir á svartan lista voru að fá laun sem námu 146 krónum á tímann en bresk lágmarkslaun fyrir þessi störf eru 1200 krónur á tímann. Útgerðin gaf yfirlýsingu um að þeir litu á verkfallið sem alvarlega aðgerð þar sem eng- inn viðvörun var gefin um þeir myndu leggja niður störf. Þá var bent á að ekki hefði verið beitt refsiaðgerðum gagnvart skip- verjunum en þeir fengu leyfi til að klára samninginn sinn sem ekki var endurnýjaður. Mönnunarskrifstofan sem útvegaði þeim störfin hjá P&O upplýsti einnig að hún myndi ekki bjóða þessum starfsmönnum atvinnu í framtíðinni. Aðvara AGS International Chamber of Shipping, sem eru útgerðarsamtök kaupskipa, vöruðu nýlega Alþjóðagaldeyrissjóðinn (AGS) við því að tillögur hans um gjöld á útblástur frá skipum myndi skaða mest þau ríki sem hafa litlar tekjur. Bendir formaður samtakanna á að miklar áhyggjur séu af þessu í skipaheiminum. Áætlanir eru uppi um að árið 2020 muni verða innheimtir 25 milljarðar dollara vegna skipa og flugvéla. Sagði hann jafnframt að tveir þriðju hlutar allra skipa væru skráð í ríkjum Kyoto samkomulagsins sem hefðu litla afkomu þannig að AGS væri sannarlega að koma þeim ríkjum í þá aðstöðu að túlka þessi gjöld sem aukna skatta á flutninga þeirra þjóða sem að miklu eða öllu leyti reiða sig á sjó- og loftflutninga. Þá benti hann á að gjaldtakan væri ósanngjörn þar sem einungis 3% koltvísýr- ingsmengunar í heiminum kæmi frá skipum. Skipum þessara þjóðríkja verður því væntanlega flaggað út og þau sett undir fána ríkja sem ekki hafa gengist við Kyoto samkomulaginu. Tölvan breytti lífinu Nýlega var 63 ára gamall skipstjóri dæmdur í sex mánaða stofu- fangelsi fyrir að stranda dráttarbát árið 2009. Orsök strandsins var sú að hann var upptekinn við að spila bridge við tölvuna í brúnni ásamt því að vera að fylgjast með tölvupóstinum sín- um í stað þess að fylgjast með sjókortinu og siglingunni. Við strandið láku út um 25 þúsund lítrar af olíu. Mengunin varð umtalsverðr. Nú getur skipstjórinn notað mánuðina sem hann er í stofufangelsinu til spilamennsku og kannski þarf hann að skipta yfir í póker til að eiga fyrir skuldinni sem hann er kom- inn í við ríkið en hann hlaut sekt upp á 35 þúsund dollara (4,2 milljónir) auk þess að þurfa að vinna 50 klukkustundir í sam- félagsþjónustu að stofufangelsinu loknu. Nýtt heimsmet Nýlega var nýju heimsmeti náð í meðförum frífallandi lífbáta þegar Schat-Harding Equipment í Noregi gerði prófun á nýjum 70 manna bát. Það er ekki ólagengt að fallæð frífallandi lífbáta á flutningaskipum sé á bilinu 10 til 20 metrar. Það eru reyndar borpallar sem hafa meiri fallhæð og það er markaður sem fram- leiðendur horfa alltaf mikið til. Nýja metið var að láta nýja líf- bátinn falla 60 metra í sjó. Í bátnum var þungi upp á 7 tonn en það er ígildi þess að hver farþegi sé 100 kg að þyngd. Nú er þessi nýji lífbátur vottaður fyrir mestu fallhæð sem sögur fara af. Ný vá frá sjóræningjum Bandaríski flotinn hefur sent út viðvörun til skipa sem sigla um sjóræningasvæði í kjölfar sérkennilegrar uppákomu nýlega. Skip sem var á siglingu um hafsvæðið var kallað upp af nefndu skipi sem óskaði eftir að þeir sýndu á sér deili auk þess að upp- lýsa um fyrirætlun þeirra, samsetningu áhafnar og nafn skip- stjóra. Önnur verndarskip á svæðinu könnuðust ekki við að nefnda skipið ætti að vera á svæðinu og við nánari könnun kom í ljós að skipið var í raun statt hinum megin á hnettinum víðsfjarri þessu svæði. Tókst að aðvara skipið sem átti að gera grein fyrir sér í tíma. Er talið að þarna hafi verið á ferðinni sjó- ræningjar að fiska mikilvægar upplýsingar um væntanlegt fórn- arlamb. Er jafnvel álitið að talstöðin sem kallið kom frá hafi verið á landi. Aðferðafræði sjóræningjanna breytist stöðugt og eru þeir mun betur búnir en áður var auk þess að beita meiri herkænsku. Utan úr heimi Um borð í Arcadia var mönnum ekki refsað fyrir verkfall. Þeir fá bara ekki að vinna lengur á skipinu. Varnir áhafnar Leopards brustu með þeim afleiðingum að þeir eru enn, einu og hálfu ári síðar, í haldi sjóræningja.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.