Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 28
28 – Sjómannablaðið Víkingur
Sigli Þórður saltan mar,
sífellt vantar gæja.
Adlon ryður allan bar,
ætti það að nægja.
Adlonbar var Langibar í Aðalstræti.5
Bátsmenn voru klárustu mennirnir um
borð í togara; sáu um allt viðkomandi
veiðunum. Þannig var það á bv. Geir. Ég
var kokkur og lítið á dekki, en sló eitt
sinn úr blökkinni og gleymdi að taka
keðjuna af, græjuna; kallað að slá í græj-
una. Vírarnir lentu í henni. Það varð að
setja messiserakrókinn á aftur og taka í
blökkina. Skammaðist mín, en Gunnar
Auðuns sagði ekkert. Þetta getur alltaf
komið fyrir. Þannig var Gunnar.
Eymundur: Björn Marinó Heiðar Þor-
steinsson vann í Límonaðinu hjá Eggerti
Einarssyni á Strandgötunni, þegar hann
var unglingur eða þar til að hann fór á
sjóinn innan við tvítugt. Á Akureyri
kom stórt kolaskip, Costa Rica. Vantaði
menn í áhöfnina, auglýstu eftir mönnum,
nokkrir fóru og skiluðu sér heim aftur
með tíð og tíma nema Björn Heiðar.
Hann var í siglingum á norskum frökt-
urum mörg næstu árin. En eftir að hann
kom heim, var hann á bátum og togur-
um, ýmist heima á Akureyri eða fyrir
sunnan eða annars staðar. Orðinn norsk-
ur í máli og var kallaður „Jaggasú“. Ég
var með honum á Kaldbaki 2–3 salttúra,
þegar Gunnar Auðunsson var með Kald-
bak. Einn var á Austur-Grænland og tók
tvo mánuði, lönduðum í Esbjerg. Ég
þekkti Björn, frá því að við vorum
strákar, vorum báðir af Eyrinni, Odd-
eyrinni. Hann synti svona í gegnum
þetta, var þaulvanur sjómaður, en ekki
togaramaður, var þá í vaskinu. Alltaf
eins, ljúflingsmaður, sem gerði ekki á
hlut annarra, en fannst gott að fá sér
neðan í því, þegar hann var í landi, en
ekkert meira en gerðist og talaði þá sjó-
aranorsku, sem við skildum ekki. Þess
vegna fékk hann viðurnefnið. Kannski
að einhverjum hafi heyrzt hann segja
þetta oft. Þeir þekktu hann ekki fyrir
sunnan. Þetta var hans fyrsti eða annar
túr á Júlí. Bræður hans voru Jón, sem var
mjög lengi á togurum hérna og Ottó,
múrari, báðir látnir, en Rafn býr enn á
Akureyri.
Guðlaugur: Vorum saman á Norðlend-
ingi; Jaggasú var bræðslumaður. Hægur
eins og reyndir sjómenn verða. Prýðisvel
liðinn, en hann var óvanur togurum. Við
skildum ekki hrognamálið hans, þegar
hann var í því. Ég þekkti Hemma frosk,
Hermann Jónsson. Hann fór ekki á sjó-
inn, jú, hann fór einu sinni, og sat á
kamrinum allan tíman. Eitt sinn ætlaði
bátsmaðurinn að rífa hann upp af
klósettinu, en Hemmi náði að sturta
niður áður og sagði: „Það er farið.“ Tókst
sem sé ekki að sýna fram á, að hann
hefði ekki látið neitt í klósettið í það
skiptið, frekar en oftast endranær.
Hemmi var sendur niður á Hreyfil eftir
einum potti af brennivíni. Þegar hann
kom til baka, var hann aðeins með 3
pela. Aðspurður, hvers vegna hann kæmi
ekki með pott eins og um var talað, svar-
aði hann: „Ég tróð því í flöskurnar.“
Alltaf vel til fara. Þegar Karmíel átti
afmæli, keypti hann blómvönd, og
Lillý, sem afgreiddi þar líka, setti hann
á innsta borðið á Langabar.
Var búinn að fá nóg
Guðmundur: Ég var kallaður Gvendur
grandari, Gvendur mislangur og Lilli, var
191 sentimetra hár. Guðmundur stofn-
auki? Hann var nú lítið til sjós, Stofn-
aukinn. Skúli dauðaleggur var á öðrum
skipum en ég. Hemmi froskur átti 9
brennivínssektir. Þá fékk hann tilboð:
„Ef þú ferð einn salttúr á Grænland, þá
færðu þær allar uppgefnar.“ „Æ, ég verð
frekar í landi,“ sagði froskurinn. Her-
mann froskur sat innarlega á Langabar,
við fremsta borðið þar, upp við vegginn;
þá sá hann yfir plássið. Sigldi til Múr-
mansk í stríðinu í skipalest, sem fór
hroðalega út úr því. Varð þá innlyksa í
Múrmansk í 5 mánuði og hafði nóg að
drekka. Var búinn að fá nóg.
Árni baby doll, Árni Einarsson, var á
Júní og seinna á stóra Maí með Dóra
Amalíu. Dóri setti ótal sölumet á Maí.
Tók við Júní af Benna Ögmunds eða Jóa
Sveins og svo líklegast við Maí af Benna,
þegar Benni hætti til sjós. Árni fékk
upphaflega engan almennilegan sjóstakk,
stakkurinn var of stuttur og fékk viður-
nefnið Baby doll. Það festist við hann,
þurfti ekki meira.
Grængolandi kjaftur
Var á Júní í Asíuinflúenzunni 1957-´58.
Flest allir lögðust á skipinu, já, nema ég
og loftskeytamaðurinn; hann var nógu
klár til þess að navigera. Þá varð Benni
æstur. Svavar, sonur hans, var toppsjó-
maður, passaði vel uppá brotin, varaði
mannskapinn við, hálsaði öldurnar, fór
einhvern veginn á ská í þær, snillingur.
Ég var á stýrisvakt, og stýrimaðurinn var
nýkominn úr skólanum. Við vorum í
slæmu veðri. Ég spurði hann, hvort ekki
ætti að slá af. Hann þorði það ekki.
Hann yrði að spyrja skipstjórann. Þegar
Svavar kom upp á vaktaskiptunum, sló
hann strax af á telegrafinu. Ég var á út-
kikki, og Svavar var rétt búinn að klifra
upp í stólinn. Þá kom þetta brot. Græn-
golandi kjaftur, á við nokkurra hæða
hús, sjórinn snerist innan í honum eins
og hvirfilbylur, skrúfaðist inni í kjaft-
inum. Við litum hvor á annan. Ég fleygði
mér á gólfið. Svavar sat rólegur í stóln-
um. Brotið stoppaði kannski tvo metra
frá brúnni, braut þó einn glugga, og
rekkverkið og brimbrjóturinn beyglaðist
allt í hlykki. Þetta var á Gunnsteini frá
Grindavík, pólskum skuttogara. Á
þýzkum togara lenti svona hnútur ofan
á brúnni. Braut hana niður, flatti hana
út, drap 4, sem voru þar inni. Hann
kom hingað inn á höfnina. Sá, þegar
verið var að logskera og ná þeim dauðu
út.
Á Jón Þorláksson kom brot. Kallinn
varaði við. Þeir voru við netabætingar.
Fiskur var á dekki, þeir voru enn að veiða, þegar veðrið skall á, skipverjarnir á Júlí. Mynd: Ásgrímur Ágústsson