Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur
Ýkjusögur þessa tíma
Ýmsar sögur kviknuðu um nytsemi
spegilsins. Ein er á þá leið að geislar
hans hafi verið svo máttugir að nota
mátti þá til að kveikja í óvinaskipum.
Önnur frásögn segir að hægt hafi verið
með geislum vitans að lýsa upp borgina
Konstantínópel, er stóð í órafjarlægð
hinu megin hafsins, svo vel að um
dimma nótt var þar jafn bjart og best
gerðist á sólríkum degi. Báðar þessar
sögur eiga sér trúlega ekki stoð í raun-
veruleikanum en eru engu að síður
nokkuð góðar. Þær segja okkur að sú
árátta margra manna að eiga erfitt með
að segja alveg rétt frá atburðum var ekki
að verða til í dag eða gær heldur búin að
fylgja mannkyninu frá upphafi.
Engu að síður eru útfærslurnar býsna
misjafnar. Ein er eitthvað á þá leið, sem
ég held að sé ung með þjóðinni, að við-
komandi hefur ætíð mál sitt með því að
lýsa því yfir að hann sé að segja alveg
satt; þetta gerir hann alveg upp úr þurru
án þess að nokkur maður hafi haft uppi
efasemdir um sannleiksgildi orða hans.
Síðan beinir hann öðru auganu til him-
ins en hinu til jarðar og drepur mikið af
tittlingum þegar hann fellur í þennan
trans til réttlætingar orða sinna og ef ein-
hver í hlustendahópnum lætur það eftir
sér að hvá eða hósta heyrist jafnskjótt frá
þessum boðbera sannleikans: „Hólmer
reiknaði þetta út. Hólmer sagði þetta.“
Þar með er búið að taka af allan vafa um
sannleiksgildið meira þarf ekki að nefna
til sögu. Hafi einhver uppi efasemdir um
að rétt sé garfað fyllist ásjóna boðbera
réttlætisins slíkri réttlætiskennd að aug-
un skjóta gneistum af vanþóknun yfir
því að einhver skuli leifa sér að efast um
álit Hólmers.
Ögn um útlit byggingarinnar
og endalok
Hér var um örlítinn útúrdúr að ræða en
byggingin var skreytt með höggmyndum
og á hverju horni hennar var guðalík-
neski. Nýlegar fornminjar sem bjargað
var úr sjó virðast styðja þessa tilgátu.
Þessi bygging dró að sér ferðamenn, á
þaki lægstu byggingarinnar voru bornar
fram veitingar fyrir ferðamenn. Af svöl-
unum á toppi átthyrndu byggingarinnar
var þeim ferðamönnum, sem voru til-
búnir að leggja á sig aukið klifur, boðið
að njóta útsýnisins af svölum sem voru
Fyrsti ljósvitinn við strendur Íslands var
byggður á Valahnúki á Reykjanesi árið
1878. Ljós hans var fyrst tendrað þann
fyrsta desember sama ár.
Vorið 1877 tilnefndi danska flotamála-
ráðuneytið Alexander Rothe, danskan
verkfræðing, til að undirbúa byggingu
vitans. Sagnir herma að hann hafi þá um
sumarið farið til Íslands og síðan í tvær
rannsóknarferðir á Reykjanesið áður en
hann afhenti tillögu sína að vita og vita-
varðarbústað ásamt hlöðnum brunni á
Reykjanesi. Bæði Alþingi og danska þingið
samþykktu fjárframlög til verksins og
samið var við Rothe um byggingu stein-
hlaðins vita og vitavarðarbústað.
Hafist var handa við verkið í júní 1878.
Með verkfræðingnum kom danskur múr-
arameistari, Lüders að nafni, en hann hafði
m.a. annast byggingu Hegningarhússins
við Skólavörðustíg á árinu 1872, en aðrir
starfsmenn voru Íslendingar. Rothe gerði ráð fyrir að nota
hraungrjótið sem þarna er, en Lüders leist ekki vel á það.
Reyndist það líka, við athugun, vera hið lélegasta byggingar-
efni.
Þá var tekið til þess bragðs að flytja stuðlaberg neðan úr
fjörunni um nokkurn veg. Það, ásamt ýmsum öðrum töfum,
varð til þess að vitabyggingin gekk hægar en Rothe hafði gert
ráð fyrir. Vinnukrafturinn reyndist óáreiðanlegur því karlarnir
áttu það til að þjóta fyrirvaralaust úr steinhögginu í fiskiróður
eða heyskap. Og svo var veðurfarið þarna yst á nesinu bæði
örðugt og óhagstætt um sumarið og haustið.
Rothe tókst þó að ljúka verkefninu um haustið og „var þá
risinn á Valahnúknum steinhlaðinn ljósviti, límdur saman með
steinlími sem í var Esjukalk ásamt húsi fyrir vitavörðinn og
fjölskyldu hans. Á sama tíma sáu þeir félagar Rothe og Lüders
um byggingu á brennsluofni í Reykjavík, þeim sem Kalkofns-
vegur dregur nafn sitt af.
Stutt lýsing
Reykjanesvitinn frá 1878 var áttstrendur,
um 4,5 m í þvermál og 6,2 m á hæð.
Turninn skiptist í tvær hæðir, jarðhæð og
efri hæð þar sem vaktherbergi vitavarð-
arins var. Ljóshúsið var úr steypujárni og
umhverfis það svalagólf sem girt var með
járnhandriði. Ljóstæki vitans var upphaf-
lega 15 olíulampar og að baki hverjum
þeirra var holspegill úr messingi sem
safnaði birtunni í einn geisla. Þremur
lömpum með speglum var bætt í ljóstækið
árið eftir að vitinn var tekinn í notkun til
að auka ljósmagnið. Óbreytt lýsing var í
vitanum fram til ársins 1897, en þá var sett
í hann 500 mm snúningslinsa, sem enn er
til, og steinolíulampi með tveimur hring-
laga kveikjum.“
Vitinn stóð fram til ársins 1908, sem
fyrr segir. Jarðskjálftar og ágangur sjávar á
Valahnúkinn urðu til þess að laska hann
svo og undirstöðu hans að talin var hætta á að hann félli í
hafið. Sömuleiðis lá fyrir að vitavörðurinn neitaði að standa þar
vaktir, að óbreyttu. Nýr viti, sá sem enn stendur, var reistur
veturinn 1907-1908 og þann 16. apríl 1908 var gamli vitinn
felldur með sprengingu.
Fyrsti vitavörðurinn í Vaðnesvita á Reykjanesi, og um leið
fyrsti vitavörðurinn hér á landi, var Arnbjörn Ólafsson. Hann
ásamt eiginkonu sinni, Þórunni Bjarnadóttur, sinntu vitavörsl-
unni til ársins 1884 eða í um sex ár.
Árið 1884 höfðu Arnbjörn og Þórunn fengið nóg, eftir sex
ára dvöl á Reykjanesinu og Arnbjörn sagði upp vitavörslunni.
Nýr viti á Reykjanesi var tekinn í gagnið 16. apríl 1908 og
gamli vitinn felldur með sprengingu eins og áður hefur komið
fram. Það var Pétur Kúld Ingólfsson ásamt eiginkonu sinni
Ástu Hjálmarsdóttur sem síðast sinnti vitavörslu í þeim Reykja-
nesvita sem tók við af þeim sem fyrstur var byggður hér á landi
og áður hefur verið gerð skil. Hann sinnti vitavörslunni á ára-
bilinu frá 1992-1999 en þá var starf vitavarðarins lagt niður.
Fyrsti ljósvitinn á Íslandi
Fyrsti ljósvitinn á Íslandi sem reistur var á Vala-
hnjúk á Reykjanesi árið 1878 var aðeins 26,7 m á
hæð eða 1/5-1/7 af hæð vitans á Pharos