Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur
komið haust. Það eru bara gæsirnar sem
garga niðri á eyrinni. Og áin syngur
djúpt og endalaust. Ég hlakka til morg-
undagsins.
Og þá byrjar að rigna.
4.
Þegar ég kem heim á Hótel Laugarhól er
komið ausandi slagveður. Varla sést leng-
ur til fjalla. Verstu rokurnar nálgast
sennilega 20 metra á sekúndu og himn-
arnir opnast. Eftir eitt mesta þurrka-
sumar í manna minnum virðist nú allt
ætla á flot.
Í setustofu hótelsins hitti ég vega-
vinnumann sem segir mér að vegurinn
norður við Kaldbakskleif hafi hér um bil
verið kominn í sundur. Rigningarvatnið
hafi streymt niður snarbrattar fjallshlíð-
arnar, safnast í polla og sprænur innan
við veginn sem síðan voru byrjaðar að
grafa sér leið í gegnum hann til hafs. Það
fer um mig hrollur.
Eftir að hafa snætt ljúffenga keilu í
matsalnum fer ég til herbergis míns og
geng til náða. Það er gott að sofna undir
hlýrri sænginni á meðan gjörningaveðrið
geisar úti og regnið bylur á glugganum.
Um nóttina dreymir mig feitar og silfr-
aðar sjóbleikjur.
5.
Morguninn eftir er komið logn. Sólin er
meira að segja farin að skína. Þetta finnst
útlendingum svo skemmtilegt við Ísland:
alls konar veður á stuttum tíma. Eigin-
lega kann ég líka vel við þetta. Ekki er
gaman að hafa alltaf sama veðrið og það
lá við að ég væri orðinn leiður á blíðunni
heima á Akureyri síðasta sumar.
Ég sest út á stétt og geri mig kláran
fyrir veiðina, hnýti flugu á tauminn, treð
mér í vöðlurnar og pússa veiðigleraugun.
Þetta er nú meira blíðskaparveðrið.
- Þú veiðir varla mikið núna, segir
vegavinnumaðurinn hæglætislega þegar
hann kemur út eftir morgunmatinn. Það
er enginn asi á þessum manni.
- Nú? Heldurðu að það sé of gott
veður? spyr ég glettinn.
- Nei, sérðu ekki ána?
Ég lít niður eftir og sé ekki betur en
að allt sé í stakasta lagi.
- Hvað er að henni? spyr ég eins og
álfur út úr hól.
- Hún hefur vaxið um hátt í metra í
nótt, svarar maðurinn.
- Nú jæja?
- Og er skoluð eins og skítug brók,
bætir hann við.
- Ojæja, segi ég annars hugar.
- Þú veður hvergi yfir hana núna.
- Er það ekki?
- Nei, það getur verið hættulegt.
- Finnst þér að ég ætti þá bara að fara
heim?
- Nei, blessaður góði vertu úti og
njóttu veðursins.
6.
Og þannig fer þessi dagur. Auðvitað
reyni ég að veiða. Auðvitað reyni ég að
vaða yfir ána. Hvort tveggja er vitavon-
laust. Yfirborð árinnar hefur hækkað um
hátt í metra á einni nóttu og þetta silfur-
tæra vatn er orðið skolað. Víðast er áin
of stríð og straumhörð til að hægt sé að
veiða hana af einhverju viti. Sums staðar
hefur hún flætt yfir bakka sína þannig að
ég finn varla hinn eiginlega árfarveg.
Fram undir hádegi vandræðast ég upp
og niður, út og suður við ána. Ég reyni
að átta mig á aðstæðum, tek nokkrar
myndir af fallegum haustlitum og kasta
flugunni annað slagið út í flauminn. Um
miðjan daginn sýnist mér vatnið heldur
vera farið að sjatna en þá er úr mér allur
veiðihugur. Ég hugsa með mér að gott
væri að komast tímanlega heim, vera
ekki að þvæla þetta á þjóðvegi eitt með
hauströkkrið yfir sér. Skömmu síðar
pakka ég saman og ek sem leið liggur
yfir Bjarnarfjarðarhálsinn í átt til Hólma-
víkur og áleiðis heim.
Það er erfitt að venjast því að koma
fisklaus heim úr veiðiferð. Maður verður
svo hugsi yfir öllu umstanginu. Flestar
betri matvöruverslanir selja góðan silung
og góðan lax, auk alls kyns annars fisk-
metis. Samt hefur maður unun af því að
eltast við einn fisk eða engan með ærn-
um tilkostnaði og fyrirhöfn. Pakka þarf
öllu dótinu út í bíl og fara í ferðalag.
Kaupa þarf veiðileyfi, gistingu, bensín,
mat.
Enskumælandi menn segja stundum
„It‘s the journey not the destination“ og
kannski er það rétt. Það er einmitt ferða-
lagið, umstangið og upplifunin sem
veitir mesta ánægju, eða hvað? Aflinn
skiptir ekki höfuðmáli, eða hvað?
Og nú stend ég mig að því að láta eins
og refurinn sem náði ekki til vínberjanna
og sagði þá við sjálfan sig afundinn: „Iss,
þau eru örugglega súr!“ Því auðvitað er
fúlt að koma fisklaus heim úr veiði.
Horft upp að Berghyl, efsta veiðistaðnum í Bjarnarfjarðará. Fagrir haustlitir og það er aðeins byrjað að rigna...