Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
Þegar Ingólfur Arnarson kom til
landsins 18. febrúar 1947 réði ég
mig á hann. Við vorum tveir lítt vanir
sem fengum pláss á Ingólfi, hinn var
Grímur Jónsson sem síðar var lengi
stýrimaður hjá Sigurjóni Stefánssyni
en Sigurjón var mágur Gríms. Sennilega
höfum við Grímur notið feðra okkar,
Grímur var sonur Jóns Högnasonar tog-
araskipstjóra er var vinur Hannesar,
en ég sonur Franz Arasonar en hann
var frægur fyrir dugnað á togara-
flotanum.
Þegar ég sótti um plássið sagði Hannes
við mig: Fyrst þú ert sonur Franza þá
ætti að vera óhætt að ráða þig. Aðrir
sem voru ráðnir á Ingólf voru allt gamal-
reyndir togarajaxlar og fengu færri en
sóttu um pláss.
Ég vil í skóla
Ingólfur þótti með afbrigðum flott skip,
hann var fyrsti togarinn með ratsjá en að
öðru leyti hafði hann ekkert fram yfir
gömlu togarana nema stærðina, loftræst-
inguna í lúkar og káetum og síðast en
ekki síst lifrarkarlinn. Með honum var
hægt að skjóta lifrinni aftur í grútarhús.
Það er ekki frá miklu að segja nema
því sem ég hefi áður sagt frá í frásögn-
inni, Oft er stutt milli lífs og dauða.
Árin 1947 og 1948 var gangur mjög
góður á Ingólfi. Það var sama sagan
1949. Góður gangur, góð aflabrögð og
allt lék í lyndi um borð en þá voru orðin
mikil mannaskipti, gömlu togarajaxlarnir
sem byrjuðu á Ingólfi þegar hann kom
nýr dreifðust á togarana sem komu til
landsins nýir á þessum tíma. Nú voru
komnir margir framsæknir ungir menn á
Ingólf. Svo gerist það í ágúst 1949 að ég
heyri á tal manna að þrír af hásetunum
séu að fara í Stýrimannaskólann. Þá fékk
ég heldur en ekki bakþanka. Ég hafði
það framyfir þá að hafa verið pokamaður
í tvö ár og netamaður í eitt ár. Átti ég nú
að láta þessa stráka fara að stjórna mér?
Mér fannst það ekki koma til greina. Ég
fór upp í brú og sendi fóstra mínum sím-
skeyti: Sæktu um í Stýrimannaskólanum
fyrir mig.
Ég fékk svar daginn eftir: Það er of
seint.
Þegar ég kom í land bað ég fóstra
minn, Hannes Stefánsson, að koma með
mér til Friðriks skólastjóra Stýrimanna-
skólans en fóstri minn og Friðrik voru
góðir kunningjar. Þeir voru saman í Dan-
mörku þá ungir menn.
Hannes fóstri minn sagði: Þú hefur
ekkert að gera í Stýrimannaskólann, þú
ert kominn með konu og tvö börn og ert
stórskuldugur.
Ég var þá nýbúinn að kaupa litla
tveggja herbergja risíbúð. Útborgunina
fjármagnaði ég með því að selja bílinn og
veiðigræjur, bæði stengur og haglabyssu,
og dugði það til greiðslu 1/3 af íbúðar-
verðinu sem var 36.000 krónur. Það sem
eftir stóð átti að greiðast upp á tveimur
árum, 1.000 krónur á mánuði, auk vaxta
sem ég man ekki hverjir voru. Ég fór nú
samt upp í skóla og hitti Friðrik skóla-
stjóra að máli en hann sagði: Ég var
búinn að segja Hannesi fóstra þínum að
skólinn væri fullsetinn og að þú yrðir að
bíða til næsta árs.
Með þetta fór ég frá honum. Þetta var
rétt fyrir hádegi en við áttum að fara út
um kvöldið. Um kl 15 gerir Friðrik
skólastjóri mér boð um að hitta sig, ég
fer upp í skóla og hitti hann: Það var
einn piltur að boða forföll svo að þú
færð hans pláss segir Friðrik
Færð eins marga hausa
og þú vilt
Ég var nú heldur betur kátur og flýtti
mér vestur á Hringbraut til Hannesar
skipstjóra og sagði honum hvernig
komið væri, ég þyrfti að fá mig lausan
strax. Þá segir Hannes: Það hittir svo á
að hjá mér er staddur Guðmundur Páls-
son og hann er að fala pláss, svo þetta er
allt í lagi.
Guðmundur þessi hafði verið á
Ingólfi. Hann var hörkuduglegur og vel
liðinn, sonur Páls bónda og hagyrðings á
Hjálmsstöðum í Langadal. Seinna varð
hann bóndi á Húsafelli en sonur hans er
Páll listamaður á Húsafelli – en þetta var
nú útúrdúr.
Ég þakkaði Hannesi, kvaddi hann og
Guðmund og fór.
Ingólfur Arnarson, fyrsti nýsköpunartogarinn. Mynd: Jónas Haraldsson
Ragnar Franzson
Brauðstrit og
Stýrimannaskólinn