Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 24
24 – Sjómannablaðið Víkingur Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum Frá goslokum hafa verið haldnar 38 róðrakeppnir milli vélstjóra, háseta og skipstjóra í Eyjum.  Yfi rburðir skipstjóra eru afgerandi og hafa þeir unnið 32 sigra af 38. Sveit Skipstjóra-og stýrimannafélagsins Verðandi skipuðu í ár eldri skipstjórar, á fi mmtugs og sextugs aldri.  Sveitin frá vinstri: Jón Logason, skipstjóri á Smáey, Sigurjón Ingvars- son, skipstjóri á Sigurði, Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Ísleifi , Hilmar Kristjánsson, skipstjóri hjá Ribsafari, Þorbjörn Víglundsson, stýrimaður á Álsey, Ólafur Einarsson, skipstjóri á Heimaey, og Einar Sigþórsson, stýrimaður á Ísleifi . Meðalaldur róðrasveitarinnar er 46 ár. Baldur Bragason, skipstjóri á Stíganda, og Magnús Guðmundsson, skipstjóri á Kristbjörgu, að lokinni hátíðarmessu í Landakirkju með Verðandi fánann. Rikki, kokkur á Bergey og einn aðalmanna í Sjómannadagsráði, ásamt Birgi Þór Sverrissyni, skipstjóra á Vestmannaey, í hátíðarskapi í blíðunni á sjómannadeginum. Afl akóngurinn Sigurður Georgsson var heiðraður af Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi fyrir góð og gjöful störf til sjós.  Sig- urður var afl akóngur Vestmannaeyja 1984-1985-1986 og 1988 á Heimaey. Við hlið hans stendur eiginkona hans, frú Fríða Einarsdóttir.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.