Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur Nokkrir hafa haft samband við mig, eftir að greinin mín kom Víkingn- um (Safnað í reynslubankann, 1. tbl. 2012) og vilja að ég segi meira frá bátn- um Dux, ekki síst vegna þess að í ann- ars frábærum bókum Jóns Björnssonar, Íslensk skip, er leiðinda villa. Þar er bátur sagður vera Dux, en hét Anglea þegar hann kom til landsins og síðan Þristur og var frá Reykjavík. Hann var keyptur til Keflavíkur einhvern tíma rétt eftir 1950 og fékk þá nafnið Dux. Ég er búinn að leita mikið af mynd af rétta bátnum og loksins datt mér í hug að taka mynd af málverki, sem var í káetu bátsins og bjargaðist þegar hann strandaði. Dux Dux var að mörgu leyti sérstakur bátur, sænsku bræðurnir, sem létu byggja hann, fengu styrk frá sænska ríkinu til að láta hanna bát, bæði fyrir gang og sjóhæfni, enda með ólíkindum hvað hann gat gengið með aðeins 150 ha. Bolinder glóðarhaus vél, fór á tíundu mílu í góðu veðri. Ég hitti þá bræðurna sumarið 1950, en þá komu þeir um borð í bátinn, en við vorum á síldveiðum fyrir Norður- landi og lágum inni á Siglufirði í brælu og þeir voru með bát á reknetaveiðum og ætluðu líka að kaupa síld af íslensk- um bátum. Þeir sögðust sjá mjög eftir bátnum. Grímur Karlsson fyrrverandi skipstjóri og bátasmiður smíðaði mjög fallegt líkan af bátnum. Hann hefur einnig miklar upplýsingar um marga sænsku bátana, til dæmis Duxinn og annan bát, sem hét Rex og var í eigu sömu bræðra, hann var 72 tonn. Hann fékk nafnið Nanna og síðan Rex RE 9, var keyptur til Keflavíkur og fékk nafnið Faxavík KE 65. Þessir bátar báðir voru í flutningum á ísuðum makríl og brislingi úr Oslóarfirðinum og Skagerak fyrir Þjóð- verja allt stríðið, Svíarnir alltaf samir við sig. Við erum bara tveir eftir lifandi, sem vorum á Duxinum og síðan Svaninum þessa vertíð 1948, Hermann Helgason og Arnbjörn H. Óskarsson sÓtt Í reynslubankann Fyrsti hluti

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.