Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur Þegar ég settist á skólabekk í Stýri- mannaskólanum í Reykjavík árið 1975 kynntist ég í fyrsta sinn samlíki þar sem hægt var að líkja eftir siglingu skips. Við strákarnir stóðum við ratsjár og fengum lærdóm í að sigla bæði við strandlengju Íslands sem og á Thamesá. Þarna stóðum við frammi fyrir nýjasta tækniundri skipstjórnarkennslunnar. Ekki höfðu við þó neitt annað en ratsjármynd og urðum því að ímynda okkur hvað við hefðum hugsanlega geta séð á sigling- unni. Ekki skal ég þó látið þess ógetið að plássið sem tölvan tók, sem stjórnaði öll- um ósköpunum, var gríðarlegt í saman- burði við nútíma tölvutækni. Það var svo 14 árum síðar, þegar ég gekk inn í kennslu fyrir hafnsögumenn á Thames- ánni í Warsash Maritime Academy sjó- mannaskólanum í Warsash í Bretlandi, að ég sá í fyrsta sinn samlíki með brúar- gluggum og lifandi mynd af því sem var að gerast fyrir utan brúna. Ég var ekki búinn að fylgjast lengi með þeim sigla þegar ég fór að sjá myndina sem ég hafði gert mér í hugarlund á siglingum mínum í samlíkinum heima. Lóðsarnir voru nefnilega að sigla niður Thamesána sem ég hafði svo oft áður farið í skólastofunni heima. Meðan á dvöl minni í Warsash stóð þá var mér sagt að skól- inn væri með mjög sérstakan samlíki, sem reyndar var staðsett- ur talsvert frá skólanum, sem notaður væri til að kenna mönn- um meðhöndlun skipa. Ég hafði aldrei átt þess kost að sjá þennan hluta skólans en ég var þó staðráðinn í því að komast þangað einn daginn og bera þennan sérstaka samlíki augum. Síðan þetta gerðist hef ég margan samlíkinn skoðað, allt frá einföldum og upp í gífurlega flókna með raunverulegum hreyf- ingum, og alltaf heillast ég af þessum ótrúlega skemmtilegu og nákvæmu hermum. Sem formaður Alþjóðasamtaka öryggis- og sjóbjörgunarskóla (IASST) í tæp 9 ár hefur leið mín legið í marga skóla um allan heim og ég hef meðal annars fengið þann heiður að opna formlega nýjan samlíki í Mumbai á Indlandi. Aldrei hafði ég orðið þess aðnjótandi að rekast á samlíki í með- höndlun skipa eins og mér hafði verið sagt frá. Það áttu þó eftir að líða tveir áratugir, frá fyrstu komu minni í Warsash Maritime Academy, þar til draumur minn varð að veruleika að eiga þess kost að komast í tæri við þann samlíki. Félagi minn og með- stjórnandi í IASST, Russell Gray, hefur um árabil stjórnað þessum hluta skólans og í byrjun maí s.l. bauð hann mér að líta við enda átti ég leið í næsta nágrenni. En hverskonar samlíkir er það sem heillaði mig svona að ég væri staðráðinn í að skoða hann einn daginn? Jú hér er um að ræða einn af fáum sambærilegum sam- líkjum í heiminum en þar hafa menn smíðað líkön af skipum í hlutföllum við raunveruleg skip sem nemendur síðan sigla á vatni til að æfa sig í stjórntökum. Siglt á Progress Það var að morgni 2. maí s.l. sem ég tók mér far frá Southampton til Timsbury sem er um 14 km norðnorðvestur frá borginni. Þegar ég mætti á staðinn voru þar aðeins kennararnir, Gordan Maxvell, Peter Barber og Kevin Earl en þeir eiga það allir sam- eiginlegt að hafa verið til margra ára starf- Hilmar Snorrason, skipstjóri Stórskipasiglingar Greinahöfundur situr ánægður við stýrið á 60.000 tonna stórfl utningaskipi, Progress. Bandarísku hafnsögumannanemarnir Kris Baymount og Greg Walson við stjórnvölinn á Diligence, tilbúnir að draga uppi skipið sem ég var við stjórn á.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.