Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 19
Sjómannablaðið Víkingur – 19
ég. Við búum undir sama þaki og getum
rifjað upp liðin ár, bæði á sjó og í land-
legum og gerum. Þeir sem eru dánir eru
Guðjón Jóhannsson skipstjóri, Jón Jó-
hannsson vélstjóri, bróðir Guðjóns, Sverr-
ir Jóhannsson, sem var stýrimaður, ætt-
aður úr Svarfaðardal eða af Árskógs-
strönd, hann var 21 árs. Bjó síðan í
Grindavík og var lengi 1. vélstjóri hjá
Þórarni Ólafssyni aflamanni mági mínum
og seinna með afgreiðslu OLÍS í Grinda-
vík.
Háhyrningarnir
Strax eftir heimkomuna úr vélaskiptun-
um á Sæborginni, var farið á reknet.
Mestur krafturinn var liðinn í veiðinni,
en þó fékkst einn og einn góður róður,
ef maður slapp við háhyrninginn, en
þetta var eitt versta haustið, hvað hann
snerti. Það kom fyrir að það var allt að
því helmingurinn af netunum rifin og
eftir því, sem meira var af síld í þeim,
voru þau ver farin. Það var með ólík-
indum hvernig skepnan hagaði sér, hún
gat komið að bátnum, rétt fyrir neðan
rúlluna og glefsað í netin og hrist þau til
Dux GK 86. Varð seinna Svanur KE 6. Líkanið smíðaði hinn snjalli Grímur Karlsson.