Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur Fyrst stuttur formáli. Bjarni Ingimarsson frá Hnífsdal er án efa mesti togaraskipstjóri allra tíma og er þá ekki hallað á neinn. Mesta afrek Bjarna held ég að sé þegar hann bjargaði áhöfninni af Elliða 10. febrúar 1962 í foráttuveðri undan Jökli. Ég var aldrei með Bjarna á Júpiter en seinna á Úranusi og Neptúnus. Á Júpiter var bátsmaður sem hét Jón Helgason og af því hann var alnafni biskupsins var hann líka kallaður Skubbi svona manna á milli. Einhverntíma voru þeir að slóa á Júpiter í vondu veðri, myrkri og hríðarbyl. Þá kallar Bjarni á Jón og segir honum að hann ætli að leggja sig smá stund. Þú heldur þig hjá hinum skipunum á meðan, segir Bjarni. Þegar hann kemur upp aftur var ekkert skip sjáanlegt. Þá orti Bjössi í Gröf, bróðir Binna í Vestmannaeyjum, þessa vísu: Skubbi gáði að skipunum í Skubba er lítill styrkur. Skubba óx í augunum ósjór, hríð og myrkur.  Svo slysalega vildi til að hinn 15. desember 1948 kviknaði í Neptúnus þegar hann var að landa í Grimsby og skemmdist hann mikið. Honum var svo slefað til Aberdeen í Skotlandi til viðgerðar. Svo kom Úranus til landsins nýr í apríl 1949. Tók Bjarni við honum og mest öll gamla skipshöfnin af Neptúnus. Ekki man ég neitt sérstakt sem kom fyrir á Úranusi nema það fiskaðist mikið. Einu sinni fyrir vestan fengum við í einu holi 18 poka eða yfir 40 tonn. Ég man að ég var alveg orðinn upp- gefinn þegar ég hnýtti fyrir síðasta pokann. Á þessum tíma voru víst samningar um það að menn fengju sem svaraði 30 sterlingspundum þegar siglt var en eitthvað hefur verið lítið um þýsku mörkin því við fengum bara 40 mörk í túr, en svo átti að bæta upp mismuninn þegar siglt var næst til Englands. Stundum komum við með farþega heim. Það voru þýskar stúlkur sem höfðu ráðið sig í vist eða kaupavinnu á Íslandi. Einu sinni á heimleið frá Þýskalandi heyrði ég þar sem ég stóð við stýrið að vaktfélagi minn var að hnoða saman vísu Ég lét hann fara með hana svo ég gæti lært vísuna. Hún var svona: Við austan kalda og eilíft pus yfir báru falda áfram stefnir Úranus upp til landsins kalda.  Bjarni var með Úranus í fjóra mánuði eða þangað til viðgerð lauk á Neptúnus í ágúst 1949. Þá fór skipshöfnin öll út til Glasgow með flugvél og þaðan með járnbraut þvert yfir Skot- land til Aberdeen. Þar fengum við gistingu og fæði í nokkra daga meðan við vorum að ganga frá veiðarfærum því það var farið beint á veiðar frá Aberdeen. Ég minnist þess hvað fæðið var lélegt á sjómannaheimilinu, mest kál og grænmeti, svo við fórum oft í sjoppu skammt frá og fengum okkur Fish and chips. Þegar allt var klárt var haldið frá Aberdeen til veiða á karfa fyrir Þýskalandsmarkað. Mig minnir að við höfum verið að veiðum við austurland þegar fiskað var fyrir Englands- markað. Ef karfi var í aflanum var haus og kviður skorinn af en fiskurinn látinn ósnertur ef fiskað var fyrir Þýskaland. Þá var alltaf hærra verð fyrir karfa í Þýskalandi en Englandi. Við fórum þarna nokkra karfatúra án þess að koma heim, alltaf siglt beint til Þýskalands, tókum olíu og vistir, og beint á veiðar aftur. Þá var vanalega komið inn seinnipart dags, landað á nóttunni og farið út aftur næsta morgun. Þetta var ósköp tilbreytingarlítið frá einum túr til annars. Þó er mér einn túr minnisstæður. Það var siður á síðutogurunum að pokamaðurinn fór aftur á til að taka í blökkina þegar búið var kasta. Ég var pokamaður á Neptúnus og fór því aftur gang- inn meðan verið var að slaka út. Stoppaði ég þá alltaf við kýr- augað í eldhúsinu til að fá vatnskönnu hjá Jóni kokki að skola saltbragðið úr munninum. Í þetta skiptið sá ég stafla af pönnu- kökum á borðinu innan við kýraugað. Ég teygði mig inn og náði í nokkrar pönnukökur og fór með þær inn í grútarhús sem var þarna í keisnum fyrir aftan eldhúsið. Þar borðaði ég pönnu- kökurnar í góðu yfirlæti á meðan slakað var út. Þegar ég kem út úr grútarhúsinu til að taka í blökkina gengur stýrimaðurinn, sem verið hafði við spilið, aftur eftir til að athuga hvort allt væri í lagi en með því að halda annarri hendi um vírana gat vanur maður fundið af titringi þeirra hvort trollið og hlerarnir sætu rétt í botni. Nú kom stýrimaðurinn aftur eftir og lítur eins B.v. Neptúnus RE 361 í viðgerð í Aberdeen eftir stórbruna í kyndistöð togarans skömmu fyrir jól árið 1948. Myndin er án efa tekin árið 1949. Mynd: Jens Hinriksson Gunnar Guðmundsson Þegar ég var með Bjarna

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.