Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur
smiðjuna og Steini búinn að að raða upp
150 hausum. Hann var líka búinn að
klippa af blóðklepra sem voru á sumum
hausunum. Nú var fínn kraftur í smiðj-
unni og ég afkastaði helmingi meira en
kvöldið áður. Ég tók oftast um það bil
150 hausa frá því kl 16 til 22-23 á kvöld-
in og oft 300 stykki um helgar. Ég var
með 2 hausa í eldinum í einu og kláraði
þá á þremur til fjórum mínútum. Svona
gekk það alla sláturtíðina í um það bil 6
vikur. Að þessari törn lokinni áttum við
6.500 krónur í sjóði en þó notuðum við
talsverða peninga á tímabilum. Konan
mín fór til Árna kaupmanns og sagði
honum að við þyrftum ekki á láninu að
halda en Árni varð hinn versti og sagði:
Loforð er loforð og það stendur sem við
töluðum um.
Í desember vann ég kvöld og kvöld og
stundum um helgar hjá uppeldisbróður
mínum, Guðmundi Hannessyni ljós-
myndara, við að framkalla, kópera og
fleira. Guðmundur var að mig minnir
fyrstur til þess að gefa út jóla- og nýárs-
kort sem voru ljósmyndir límdar á
karton og jóla- og nýárskveðjur prent-
aðar á.
Það má segja að fjárhagurinn hafi
verið góður þrátt fyrir allt. En stundum
var ég hálf slæptur í fyrsta tíma á morgn-
ana.
Á við læri kvenmanns
Veturinn 1960-61 hafði ég sama háttinn
á. Ég sveið líkt og fyrra haustið en var
samt ekki eins grimmur en vann því
meira í ljósmyndunum í jólatörninni.
Áður nefndur fóstri minn, Hannes
Stefánsson – hann hét reyndar Steinþór
Ólafur Geir Hannes fullu nafni og var
áður skútuskipstjóri – var á þessum tíma
með seglaverkstæði fyrir Eimskipafélag
Íslands sem var í Blöndalspakkhúsi en
þar er nú til húsa bjórkráin, Gaukur á
Stöng. Þarna á verkstæðinu var ýmislegt
útbúið sem viðkom skipunum, svo sem
segl yfir lúgur, björgunarbáta, losunar-
net, stroffur og síðast en ekki síst sebar
sem voru úr gríðarsveru grastógi. Ég
man ekki hvað sveru í tommum eða cm
en sverleikinn var ámóta og læri á
meðalfeitum kvenmanni.
Hjá fóstra mínum unnu tveir gamlir
skútujaxlar og sannkallaðir heiðurs-
menn. Sigurður Pétursson var annar,
pabbi Péturs sjómanns og alþingismanns,
og Guðmundur Guðmundsson hinn,
tengdapabbi Ingólfs Stefánssonar sem var
framkvæmdastjóri Farmanna- og fiski-
mannasambands Íslands. Þessar sveru
trossur voru notaðar í springi á skipum
þar sem mikil hreyfing var en þá fóru
skip Eimskipafélagsins á flestar hafnir í
kringum landið og veitti ekki af traustu
haldi. Seinna komu gerviefni í stað þess-
ara sveru trossa. Sökum gildleikans var
erfitt að splæsa á þær augu en þau voru
splæst í kósa sem voru engin smásmíði,
um 8 kíló hvor þeirra.
Fóstra mínum fannst full erfitt fyrir
gömlu mennina að splæsa augu á sebana
og bauð mér að taka það að mér í akk-
orði og sem ég tók fegins hendi. Ég greip
í þetta eftir nýja árið og útbjó nokkrar
trossur (seba) um veturinn. Mig minnir
að ég fengi 200 kr fyrir hvern seba.
Stofa 13
Nú mundi einhver spyrja, hvenær lærðir
þú? Því er til að svara að ég lærði í skól-
anum og las kannski einu sinni yfir þeg-
ar ég var við vinnu á kvöldin fyrri vet-
urinn en seinni veturinn eftir áramót
hafði ég nógan tíma. Konan mín las bæði
siglingafræðina og siglingareglurnar og
ég held hún hafi kunnað betur en ég.
Stundum þegar hún hlýddi mér yfir stóð
ég á gati en hún ekki þótt hún væri ekki
með bókina en oft sofnaði ég þegar hún
var að hlýða mér yfir.
Ég passaði mig á að læra vel öll fall-
fögin en trassaði hin. Ég fór sjaldan í
leikfimi og aldrei í sund utan síðasta
tímann. Mér fannst ég ekki þurfa þess,
við vorum tveir sem fengum 10 í sundi
á Laugarvatni svo ég lét það duga. Ég
skrópaði líka í verklegu, ég splæsti próf-
splæs fyrir þrjá félaga mína en fékk lægra
en þeir í verklegu, sennilega vegna
slæmrar mætingar.
Ég lenti í stofu 13 í skólanum. Sumir
segja að talan 13 sé óhappatala. Það fór
eftir hér. Hafliði Stefánsson, borðfélagi
minn, fórst með b/v Júlí í Nýfundna-
landsveðrinu mikla í febrúar 1959.
Guðmund Helgason tók út af b/v Fylki
14. desember 1951, en báturinn var þá
staddur út af Vestfjörðum, og Sigurður
Jónsson, sem var með m/B Val frá Akra-
nesi, fórst nóttina 5.- 6. janúar 1952.
Það var mikill missir að þessum góðu
félögum. Við Hafliði vorum skólafélagar
frá Laugarvatni og eins og að framan
getur var hann borðfélagi minn í Stýri-
mannaskólanum. Hann var 1. stýrimaður
á Júlí. Guðmundur Helgason hafði verið
skipsfélagi minn eitt og hálft ár á Ingólfi
Arnarsyni.
Ég man ekki eftir að aðrir úr stofu
13 hafi orðið Ægi að bráð.
Að skólanum loknum fór ég háseti á
b/v Þorstein Ingólfsson en Hannes Páls-
son var skipstjóri. Síðar fór ég með
Hannesi Pálssyni á b/v Þorkel Mána og
var þá orðinn 2. stýrimaður og fór minn
fyrsta túr sem 1. stýrimaður á Mánanum
á saltfiskveiðar á Vestur-Grænlandsmið
(en af þeim túr hef ég sagt í fyrri þátt-
um). Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa
lent hjá Hannesi Pálssyni, hann var
mikill heiðursmaður.