Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
Hann lagðist undan vindi og fór að taka inn sjó til hlés. Nú varð að
ausa hvað sem það kostaði en ekkert var um borð til að ausa með.
Aðeins eitt var í boði og það var að fara úr stígvélunum og ausa
með þeim. Austurinn gekk bæði hægt og illa því að með vaxandi
vindi tók báturinn meiri og meiri sjó inn á sig. Haft er eftir skip-
stjóranum að grængolandi sjórinn hafi fossað inn á hléborða og
svo djúpt hafi báturinn stundum gengið undir að hvað eftir annað
hafi allir um borð haldið að nú legðist hann alveg á hliðina og færi
síðan á hvolf.
Utan á efsta byrðingsborði bátsins voru flotpylsur úr efni sem
kallast „kápokk“ og er ekki nokkur vafi á að pylsurnar gerðu gæfu-
muninn við að rétta bátinn af trekk í trekk og að halda honum á
floti. Mörgum sinnum fyllti bátinn nánast alveg en ekki hvolfdi
honum.
Þegar nokkuð var liðið á mánudagskvöldið var veðrið orðið
slíkt að sigling var útilokuð. Seglið var fellt, árar settar út og bátn-
um snúið í veðrið. Enginn möguleiki var á að ráða einu eða neinu
um stefnuna. Nú gilti það eitt að halda bátnum beint upp í vind og
sjóa og reyna að verja hann áföllum. Erfitt var það því vindstyrkur
var um 8 vindstig en 12 stig mæla fárviðri. Nóttin var erfið og
silaðist áfram klukkustund eftir klukkustund. Tvö skip sáust í
fjarska en engin neyðarblys voru tiltæk. Engin var olían og enginn
eldsmatur um borð. Skorið var utan af flotpilsum undir þóftum, og
efni innan úr þeim vafið um ár og reynt að kveikja eld.
Í efninu kviknaði að vísu en áður en árin komst á loft var hann
slokknaður. Reynt var nokkrum sinnum en með sama árangursleysi.
Helkuldi nísti mennina. Sitjandi verjulausir holdblautir í bátn-
um. Einn þeirra var að vísu í sjóstakk og annar í blautum yfir-
frakka. Hinn sjóstakkurinn, sem náðist um borð, áður en skipið
var yfirgefið, var vafinn utan um sjókort og því varð að halda
þurru hvað sem það kostaði.
Í bjargbátnum voru nokkur lífbelti og var efnið í þeim „ká-
pokk“ eins og í flothylkjunum. Þetta efni skáru mennirnir innan úr
líf-beltunum og tróðu á sig innan klæða. Allir voru þeir sammála
um að þetta hafi bjargað þeim frá því að krókna í hel.
Þegar allt kom til alls var það lán í óláni að árarnar voru aðeins
fjórar því að hefðu allir mennirnir getað setið undir árum í einu
hefðu þeir fljótt örmagnast.
Verkaskiptingin var því sú að fjórir reru í einu en þrír hvíldu.
Eðlilega þreyttust ræðararnir fljótt, enda liðnar 30 klukkustundir
frá því að skip þeirra var skotið niður, en höfgi sótti á þá sem
hvíldu og að sofna var dauðadómur. Þeir skiptu því oft um hlut-
verk í því augnamiði að forðast svefninn og ná í sig velgju með
róðrinum.
Allan þennan tíma höfðu mennirnir hvorki fengið vott né þurrt
og þróttur þeirra dvínaði.
Landi náð
Þegar veðrið var sem verst voru líkur á endurfundum við ástvini
afar litlar. Er á nóttina leið dúraði hann ögn og hættu menn þá á
að snúa bátnum undan. Vegna veðurhæðar var enginn möguleiki á
að nota segl. Vitinn var enn í augsýn en eitt var að berjast til lands
en landtakan þar var aftur á móti allt annað mál. Hætt er við að
menn óvanir landtöku á smáeyjum hefðu haldið beint á vitann. En
þessir menn vissu betur. Ákveðið var að taka stefnu öðru megin
við eyjuna og reyna að komast til hlés við hana.
Er nær dró sást að ströndin var ekki sérlega vinaleg. Í myrkrinu
birtust grunnbrot við grunnbrot og þau voru bæði stór og kröpp.
Alt valt nú á að halda bátnum fríum frá brotunum. Austanvert við
eyjuna töldu þeir sig sjá rof í brotin og þangað héldu þeir. Annað
hvort var að ná þarna í gegn og fá fast land undir fætur eða farast
þarna í brimgarðinum.
Teningnum var kastað. „Róið nú af öllum kröftum,“ hrópaði
skipstjórinn sem stóð í stafni. „Nú ræðst hvað um okkur verður“.
Á því augnabliki sem báturinn sat í öldufaldinum á flugaferð til
lands óttuðust mennirnir að nú væri komið að leiðarlokum, en
svo fór ekki. Bára fleytti bátnum á mikilli ferð inn á milli tveggja
skerja, til hlés við litla eyju og inn á sléttan sjó.
Þessum hröktu mönnum var borgið í það minnsta í bili.
Þeir sem ekki þekkja sjómannslífið bíður í grun að harðneskja
hafsins hafi gert alla sjómenn að tilfinningalausum verum, sem
mæti skapadægri sínu með jafnaðargeði.
Slíkt er fjarri öllu sanni og í slíkum tilvikum, sem hér hefur
verið lýst, fær orðið lífsgjöf dýpri merkingu. Í vari þessarar litlu
eyjar voru tilfinningar þessara manna blandaðar undrun, gleði og
þakklæti yfir því að hafa sloppið lifandi frá þessum hildarleik.
Landtaka á eynni var ekki álitleg í myrkrinu og því var hætta á
að andæfa þyrfti við hana fram í dagrenningu. Svo fór þó ekki því
landtaka tókst í smá klettaskoru. Fljótt kom í ljós að mjótt sund
aðskildi skipbrotsmenn frá eyjunni, sem vitinn stóð á en nokkuð
vissir voru þeir um að þar væri menn að finna.
Vatn fundu þeir ekki nema í smápollum en það var gjörsamlega
ódrykkjarhæft vegna fugladrits.
Vel sást í brimgarðinn ofan af eyjunni og hefðu þessir menn
verið spurðir hvort bátum væri fært í gegnum hann hefðu þeir allir
sem einn svarað með einu orði. Nei.
Mennirnir leituðu skjóls í hellisskúta og hímdu þar kaldir og
hraktir fram í dagrenningu en þá gátu þeir vakið athygli vitavarð-
arins með hrópum og köllum. Sá sýndi þeim hvar þeir gætu lagt að
eyjunni, sem hann var á. Farið var aftur um borð í bátinn og róið
yfir sundið á milli eyjanna. Lendingin á vitaeyjunni gekk vel en
bátnum urðu þeir að sleppa frá sér því upp brattar klappir eyjar-
innar höfðu þeir enga orku til að koma honum.
Vitaverðirnir á Stornowey voru þrír og tóku þeir vel á móti
mönnunum, færðu þá í þurr föt og gáfu þeim að eta og drekka.
Boð voru send til lands um komu þessara sjóhröktu manna og
kom togari eftir þeim um kvöldið og flutti til lands.
Daginn eftir fóru þeir til Aberdeen og þaðan með skipinu „Vil-
helmiu“ heim til Færeyja. Tómhentir komu þeir til síns heima en
þakklátir fyrir að fá að stíga fæti á fósturjörðina.
Þeir höfðu misst allt en fengið meira. Hver og einn hugsaði svo
með sjálfum sér: „Ég var tíndur en fannst aftur. Ég var dauður en
lifnaði aftur“.
Skútan Union Jack.
Þýskur kafbátur á siglingu.