Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 37
Sjómannablaðið Víkingur – 37 leið framhjá Bojador-höfða. Aðeins fífld- jörfustu sægarpar létu etja sér út í slíkt feigðarflan, og einn þeirra, Gil Eannes, portúgalskur skipstjóri og landkönnuð- ur á snærum Hinriks, áttaði sig að lok- um á eðli þessara hindrana og fann færa leið suður með Afríku árið 1434. Annar frumherji á vegum Hinriks, trúlega Conçalo Velho, fann árið 1427 Asoreyjar í könnunarleiðangri vestur á Atlantshaf. Portúgalir námu eyjarnar brátt og hafa síðan ráðið þeim. Óljós merki benda til fornrar mannabyggðar á Asoreyjum, en þær voru með öllu óbyggðar þegar Portúgalar komu þangað. – Áður, eða 1420, uppgötvaði João Gon- calves Zarco, landkönnuður á vegum Hinriks, eyjar nokkru austar á Atlants- hafi, Madeira, og lagði þær undir Portú- gal. Skipstjórnendur ráða af hæð sólar eða einstakra stjarna hversu norðar- eða sunnarlega siglt er. Pólstjarnan, sem allur stjörnuhiminninn á norðurhveli jarðar virðist snúast um, er beint yfir höfði manns á norðurpólnum en sleikir hafs- brún við sjóndeildarhring á miðbaug. Aðrar stjörnur veita samsvarandi leið- sögn á suðurhveli jarðar. Á dögum Hinriks sæfara kunnu portúgalskir stjarn- fræðingar allgóð skil á stjörnuhimninum og gátu af nokkurri nákvæmni ákvarðað lengd skips, það er fjarlægð þess norður eða suður af miðbaug. Ef marka má sagnir um siglinga- akademíu Hinriks sæfara í Sagres, komu stjarnfræðingar á hans vegum þar við sögu, en engar skráðar heimildir stað- festa það. Eitt af því sem knúði Hinrik til landa- leitar suður með Afríku og austur á bóg- inn var arfsögnin um kristið stórveldi í austri, mitt í heimi heiðingja og villu- trúarmanna. Þar átti að að ráða ríkjum Jón (eða Jóhannes) prestur3, voldugur höfðingi og handgenginn almættinu, jafnvel svo mjög að landamæri ríkis hans lægju að Paradís. Þetta dularfulla ríki taldist á dögum Hinriks vera þar nærri sem nú er Eþíópía eða Abyssinía, en þokaðist austar eftir því sem evrópskir landkönnuðir færðu út mörk hins kunna heims. Með því að kortleggja og tryggja siglingaleið suður og austur fyrir Afríku ætlaði Hinrik að stofna til bandalags við Jón prest svo herir þeirra gætu í sam- einingu snúið íbúum álfunnar frá villu- trú hundtyrkja og kennt þeim guðsótta og góða siði. Mestöll Norður-Afríka var á valdi Araba, og þeir voru því framan af ein- ráðir í verslun með gull og þræla, sem þeir fluttu landleiðis til stranda Mið- jarðarhafs. Annað markmið Hinriks með Afríkuútgerðinni var að komast sjóleiðis framhjá einokun múslíma og versla milli- liðalaust við heimamenn sunnar í álfunni (eða ræna þeim sem þrælum). Leiðang- ursstjórar hans sigldu stöðugt lengra suður með vesturströnd Afríku, kort- lögðu sjóleiðina og sigldu sums staðar inn í víkur og árósa, svo sem mynni Senegalfljóts, sem Eannes kallaði Rio do Oro eða „Gullána“. Aðrir uppgötvuðu eyjar úti á fyrir ströndinni, þar á meðal Grænhöfðaeyjar, nyrst á Gíneuflóa. Hinrik uppálagði leiðangursstjórum sínum að koma vel fram við innfædda Afríkubúa, en slík framkoma samrýmdist ekki alltaf áformum þrælafangara, og margir af mönnum Hinriks féllu í átök- um við heimamenn. Einna versta blóð- takan var árið 1446, þegar svertingjar felldu með eiturörvum fornvin Hinriks, Nuno Tristão, og flesta í áhöfn hans. Þegar Hinrik prins andaðist, hinn 13. nóvember 1460, höfðu könnuðir á hans vegum kannað og mælt strönd Afríku suður að Palmashöfða á norðurströnd Gíneuflóa, þar sem nú koma saman Líbería og Fílabeinsströndin. Arfl eifð Hinriks sæfara Eftir að Hinrik dó tóku aðrir portúgalsk- ir landkönnuðir upp merki hans og sigldu fyrir suðurodda Afríku og þaðan norður eftir austurströnd álfunnar. Síðan sigldu þeir karavellum sínum austur um Indlandshaf, lögðu þar undir sig ýmsar eyjar, ýmist byggðar eða óbyggðar, svo sem Seysjelleyjar, Maskareneyjar og Maldíveyjar, auk þess sem þeir stofnuðu keðju af smánýlendum á ströndum meg- inlands Asíu og nálægra eyríkja, austan frá Nagasaki vestur með Indlandsskaga og öðrum strandsvæðum Suður-Asíu og Afríku alla götu til Lissabon. Sem fyrr segir var það Portúgölum um megn að Eftirmynd af portúgalskri karavellu frá 15. öld, Boa Esperança, í eigu brasilíska fl otans, smíðuð 1989-1990.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.