Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 36
36 – Sjómannablaðið Víkingur
garve, syðsta hluta Portúgals við strönd
Miðjarðarhafs. Þar settist hann að á
Sagres, skaga skammt austan við Gíbralt-
ar, og stofnaði þar að sögn þéttbýlis-
kjarna eða þorp, Terçanabal, sem síðan
var við hann kennt og kallað Vila do
Infante (en Infante, „barnið“, er á port-
úgölsku titill konungssonar sem ekki er
erfingi krúnunnar).
Þar er sagt að Hinrik hafi stofnað
fyrstu siglingaakademíu sögunnar, með
hinum hæfustu stjörnufræðingum, skip-
asmiðum, kortagerðarmönnum og sigl-
ingafræðingum. Engar skráðar heimildir
staðfesta þetta allt, en hvað sem hugtök-
um á borð við „akademíu“ líður, þá er
ljóst að Hinrik safnaði þarna veigamikilli
þekkingu um siglingar og siglingaleiðir.
Þegar fram liðu stundir spunnust um
Hinrik sæfara stórkostlegar þjóðsögur, og
erfitt getur verið að greina sannleika frá
skáldskap. Hér verður hann í sumum til-
vikum látinn njóta vafans. Sjálfur stóð
Hinrik aldrei í siglingum til landaleitar,
en ljóst er að hann skipulagði marga
slíka leiðangra og átti verulegan þátt í
uppgangi Portúgala í úthafssiglingum og
landkönnun á hans dögum – og raunar
síðar.
Karavellan, skip
landkönnuðanna
Fram til þessa sigldu menn um Mið-
jarðarhaf á fremur ótraustum, einmastra
skipum, sem illa voru búin til úthafs-
siglinga. En nú kom í Portúgal fram ný
gerð hafskipa, karavellan, sem lét vel að
stjórn úti á opnu hafi en var jafnframt
nógu lipur og grunnrist til að komast
upp í ósa og inn milli
skerja. Karavellur áttu
meðal annars eftir að
flytja könnuði og kaupa-
héðna með Vasco da
Gama suður fyrir Afríku,
með Magellan umhverfis
hnöttinn og með Kólum-
busi og síðari tíma land-
vinningamönnum til
Vesturheims.
Karavellur minntu um
gerð og seglabúnað tals-
vert á fiskiskip, eins og
þau sem gerð voru út frá
Algarve, en voru mun
stærri og traustbyggðari.
Hönnun þessara úthafs-
skipa hefur verið rakin til
skipasmiða Hinriks sæ-
fara. Aftari hluti skip-
skrokksins var þiljaður
af, lokaður, yfirbyggður
með „turni“ upp úr skutn-
um; stafninn var óþiljað-
ur, opinn. Á dæmigerðri
karavellu voru tvö eða
þrjú siglutré, ýmist með
ferhyrndum seglum, svip-
uðum og á víkingaskipum, eða þríhyrnd-
um, „latneskum“ seglum. Oft voru báð-
ar seglagerðirnar á sama skipinu. Fer-
hyrndu þverseglin gáfust best á siglingu
undan vindi, en latnesku seglin voru lipr-
ari og nýttust vel þegar siglt var beitivind
eða þar sem þurfti að stýra skipinu ná-
kvæmlega, svo sem uppi við strendur
eða í þröngum álum. – Í miðlungskara-
vellu var oft um 20 manna áhöfn.
Strendur Afríku
kannaðar og
kortlagðar
Herleiðangurinn til Ceuta
virðist hafa kveikt áhuga
Hinriks á Afríku, sem
Evrópubúar þekktu þá
lítt til. Hann beitti sér í
fyrstu einkum fyrir því að
leysa úr haldi þræla, sem
Arabar höfðu fangað, og
snúa þeim til kristni. En
trúskiptingarnir urðu að
gjalda eilífa sælu í öðru
lífi þungbærum örlögum
hér á jörð, „í holdsins
hreysi naumu“, svo vitn-
að sé í Passíusálma séra
Hallgríms. Þeir voru
nefnilega seldir mansali
til að standa undir kostn-
aði Hinriks af að leysa þá
úr haldi vantrúaðra áhang-
enda spámannsins
Múhameðs.
Samt virðist fjárskort-
ur aldrei hafa staðið um-
svifum Hinriks sæfara
fyrir þrifum. Hann stjórnaði Algarve í
umboði konungs og hafði af héraðinu
drjúgar skatttekjur. Auk þess var Hinrik
stórmeistari í Reglu Krists (Ordem de
Cristo), auðugri portúgalskri riddara-
reglu, sem styrkti oddvita sinn rausnar-
lega.
Ekki spillti það, að árið 1433 veitti
Portúgalskonungur hinni portúgölsku
Reglu Krists einkarétt á verslun, ekki
aðeins við þau lönd sem stórmeistari
Reglunnar (og sonur konungs), Hinrik
sæfari, hafði komið á kortið, heldur
einnig við þau lönd og svæði sem Reglan
átti eftir að uppgötva. Aðrir menn kristn-
ir þurftu að greiða Reglunni eða stór-
meistara hennar skatt af þeim arði, sem
þeir höfðu af viðskiptum við þjóðir
þessara landa.
Páfi veitti þessum gerðum blessun
kirkjunnar. Raunar virðist Regla Krists
frekar hafa verið virk á sviði hernaðar en
trúboðs, þótt oft færi þetta tvennt saman.
Og páfi létti brátt af reglubræðrum kvöð-
um um einlífi og fátækt, enda féll hvor-
ugt vel að starfsemi þeirra.
Til þessa tíma höfðu Evrópumenn
ekki siglt lengra suður með Afríkuströnd
en að Bojadorhöfða, vestur af Sahara2.
Þar höfðu sviptingar í hafstraumum og
vindum til þessa grandað eða snúið við
öllum skipum sem reynt var að sigla fyr-
ir höfðann, og trú margra var að sæ-
skrímslum væri um að kenna; aðrir töldu
að þar væri komið að enda heimsins.
Hinrik prins gerði út á annan tug
árangurslausra leiðangra í leit að siglinga-
Skjaldarmerki hertogans af Viseu,
Hinriks sæfara.
Fáni Portúgals á dögum Hinriks
sæfara.
Könnunarleiðangrar á vegum Hinriks sæfara suður með Afríkuströnd náðu að Palmashöfða á norðurströnd
Gíneufl óa. Kortið sýnir strandlengjuna þar fyrir sunnan og um leið ríki Presta-Jóns sem hafði þá náttúru að
leita stöðugt undan útsendurum Hinriks.