Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 12
12 – Sjómannablaðið Víkingur Þorkell (hákr) mælti: „Hverr er sá inn mikli ok inn feiknligi, ok ganga fjórir menn fyrri, fölleitr ok skarpleitr, ógæfu- samligr og illmannligr?“ Skarphéðinn mælti: „Ek heiti Skarpheðinn, ok er þér skuldlaust at velja mér hæðisyrði, sak- lausum manni. Hefir mik aldri þat hent, at ek hafa kúgat föðr minn ok barizk við hann, sem þú gerðir við þinn föður. Hefir þú ok lítt riðit til alþingis eða starfat í þingdeildum, ok mun þér kringra (auð- veldara) at hafa ljósaverk (mjólkurstörf) at búi þínu at Öxará í fásinninu. Er þér ok skyldara at stanga ór tönnum þér razgarnarendann merarinnar, er þú ázt, áðr þú reitt til þings, ok sá smalamaðr þinn og undraðisk, hví þú gerðir slíka fúlmennsku.“  Því er stundum haldið fram, að ákveðn- um nöfnum fylgi ógæfa. Um það verða sjálfsagt alltaf skiptar skoð- anir. Ekki verður með góðu móti haldið fram, að gæfa hafi fylgt Skarphéðni Njálssyni, nema síður sé. Hann var orðhákur hinn mesti og margoft olli hann samferða- mönnum sínum og vinum veru- legum vandræðum, eins og fram kemur í framanritaðri lýsingu Njálu, þegar félagar hans leituðu sér liðsinnis á alþingi eftir víg Höskuldar Hvítanesgoða. Árið 1884 var tveim skonnortum, sem Ísfirðingar létu smíða í Danmörku, gefið nafnið Skarphéðinn. Bæði voru þessi skip vönduð að allri gerð og miklar vonir bundnar við þau. Það gekk hins vegar ekki eftir. Fyrra skipið fórst við Shetlandseyjar á leiðinni til landsins, en hið síðara í stórviðri þrem árum síðar, sumarmálagarðinum 1887. Ekki er kunnugt, að nokkru ísfirzku skipi hafi síðar verið gefið þetta nafn. Kann það að renna stoðum undir staðhæfinguna um ógæfu nafna.  Ásgeirsverzlun á Ísafirði var stofnsett árið 1852, og stýrði Ásgeir Ásgeirsson skipherra verzluninni meðan hann lifði, en hann féll frá árið 1877. Hafði hann þá rekið verzlun sína og útgerð í aldarfjórð- ung. Hann efnaðist vel á þessum árum, en ekki varð verzlunin sérlega stór um hans daga, ekki miðað við það sem síðar varð. Hann lagði megináherzlu á útflutn- ing íslenzkra afurða, hákarlalýsis og salt- fisks, en verð á þessum afurðum var hátt og markaðir góðir á þessum árum. Þrátt fyrir góða afkomu stækkaði Ásgeir skipa- flota sinn hægt. Hann var að vísu stór- huga maður, en alla tíð gætinn í fjármál- um og sýndi ávallt mikla ráðdeildarsemi. Slík gætni í atvinnurekstri, þrátt fyrir gott markaðsástand, var algerlega í sam- ræmi við tíðarandann á öryggisöldinni. Ásgeir hafði ungur meðtekið trúarjátn- ingu síns tíma: Safety first. Honum var meira í mun að eiga traust fyrirtæki, sem rekið væri fyrir eigið fjármagn. Allur ágóði, sem fenginn var með áhættu, var honum á móti skapi. Þrátt fyrir það auðgaðist hann stöðugt og varð með tím- anum ríkur maður. Hann fylgdi því meg- inmarkmiði, að eyða aðeins litlum hluta teknanna og leggja hitt til hliðar. Árið 1876 átti hann fjögur skip, og varð út- gerð hans ekki stærri um hans daga. Sonur hans, Ásgeir G. Ásgeirsson var fæddur á Ísafirði árið 1856. Hann var hægri hönd föður síns eftir að hann veiktist árið 1874, þrátt fyrir ungan ald- ur. Fyrstu árin eftir lát Ásgeirs skipherra stýrði Ásgeir Guðmundur verzluninni í umboði móður sinnar. Var málum þannig skipað til 1889, en þá gerðu mæðginin með sér hluta- og sameignar- félag um rekstur fyrirtækisins. Eftir það ráku þau fyrirtækið sem sameignarfélag. Ásgeirsverzlun var rekin samkvæmt þessum samningi, unz Ásgeir G. Ásgeirs- son lézt árið 1912. Tímabilið frá því um 1885 og fram yfir aldamót var mesta blómaskeið í sögu Ásgeirsverzlunar. Þá óx útgerð verzlunar- innar hraðast og fiskverkunin færðist mjög í aukana. Eftir 1885 fjölgaði skip- unum ört. Ásgeir G. Ásgeirsson var á ýmsan hátt annarrar gerðar en faðir hans og hafði aðrar áherzlur. Hann lagði mikla áherzlu á að stækka þilskipaflot- ann eftir að hann tók við stjórn verzl- unarinnar og eignaðist einnig hlut í nokkrum skipum, oft með skipstjór- um þeirra. Sumarið 1893 gerði Ás- geirsverzlun út 16 þilskip, og mun floti hennar þá hafa verið í há- marki. Eru þá talin með þau þil- skip, sem hagskýrslur töldu Ás- geir G. Ásgeirsson og Árna Jónsson, mág hans og verzlunar- stjóra Ásgeirsverzlunar, eigendur að.  Árið 1884 lét Ásgeir smíða tvær skonnortur í Danmörku, sem báðar hlutu nafnið Skarphéðinn. Sú hin fyrri var skráð 21. febrúar 1884, 26,24 rúmlestir að stærð, og voru eigendur hennar Ásgeir G. Ás- geirsson að 3/8 hlutum, J.M. Riis, mág- ur hans, að 3/8 hlutum og Magnús Öss- urarson, skipstjóri, að 2/8 hlutum. Magnús Össurarson var ráðinn skip- stjóri á skipið. Hann var Flateyringur og hafði stundað sjómennsku frá blautu barnsbeini. Hann lærði sjómannafræði á unga aldri hjá mági sínum og fóstra, Torfa Halldórssyni á Flateyri. Rúmlega tvítugur hafði hann farið til Danmerkur og tekið þar skipstjórapróf. Var hann talinn afar farsæll skipstjórnarmaður og oftsinnis fenginn til að sigla skipum á milli landa. Magnús tók við Skarphéðni í Dan- mörku ásamt þrem íslenzkum hásetum í byrjun marz og hélt þá af stað áleiðis til Íslands. Sú ferð reyndist örlagarík og H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Jón Páll Halldórsson Skarphéðinn Magnús Össurarson.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.