Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur halda utan um allt þetta ríki til lengdar. Ótalin eru þá umsvif portúgalskra landvinningamanna í Vesturheimi, þar sem þeir lögðu undir sig landsvæði, sem fljótlega hlaut heitið Brasilía. Saga þeirrar nýlendu verður ekki rakin hér, en landið var brotið undan stjórn Portúgala með uppreisn á árunum 1822-1825. Síðan hefur gengið á ýmsu um stjórn Brasilíu, en nú búa um 190 milljón íbúar á liðlega 8,5 milljón ferkílómetra svæði við lýð- ræðisstjórn í þessu stærsta og fjölmenn- asta ríki Suður-Ameríku. Hvergi í heimi tala fleiri menn portú- gölsku en í Brasilíu, og megnið af bók- menntum, kvikmyndum og öðru menn- ingar- og afþreyingarefni á þeirri tungu verður til vestanhafs. 1 „Duarte“ er portúgalska myndin af Edward, sem er algengt nafn á æðri mönnum sem lægri meðal enskumælandi þjóða. Upphafleg mynd þess í fornensku er „Eadweard“, eigin- lega „Auðvörður“, sá sem stendur vörð um auð eða verðmæti. Tvær myndir orðsins eru varðveittar í íslensku: Annars vegar er Ját- varður, sem þekkist víst vart nema sem þýð- ing á heiti konunga eða aðalsmanna. Hins vegar eru mörg íslensk sveinbörn skírð Eð- varð eða Edvarð. 2 Sæfari frá Karþagó, Hannó, mun hafa siglt langt suður með Afríkuströnd um 2000 árum fyrr, en það var víst öllum löngu gleymt, enda þótti margt í lýsingu hans á ferðinni of reyfara- kennt til að mark væri á því takandi, svo sem það að sólin hefði gengið öfugan hring á himni. Einmitt þetta þykir nú staðfesta að Hannó hafi komist suður fyrir miðbaug. 3 John the Priest/Priesterkönig Johannes/ Johannes Prästen . Stytta af Hinrik sæfara í Lagos á Sagres-skaga í Algarve, reist árið 1960, þegar fi mm aldir voru liðnar frá andláti Hinriks. Þar bjó hann mestan hluta ævinnar og lagði grunninn að sjóveldi Portúgala á landa- fundaöld á þekkingarsetri, sem nefnt hefur verið „fyrsta siglingaakademía heims“. Pólitíkusar taka til máls „Þeir Kveldúlfssynir ... „ Jónas frá Hriflu í mikilli æsinga- ræðu í útvarpi þegar hann vék tali sínu að Thorsfeðgum. * „Aðeins eitt get ég upplýst. Og það er það að formaður Frjáls- lynda flokksins mun leiða fram- boð Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðarkjördæmi. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, á blaða- mannafundi í Rúgbrauðsgerðinni í marsbyrjun 1999. * „Ég get náttúrlega ekki endur- tekið annað, en það sem ég hef áður sagt.“ Steingrímur Hermannsson, framsóknarmaður og þáverandi forsætisráðherra, í blaðavið- tali. * „Það er gott glerið hérna. Birtan fer í gegnum það.“ Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra þungt hugsi, þegar hann virti fyrir sér voldugan loftgluggga í þjónustubyggingu aldraðra á Kirkjubæjarklaustri. * „Kæru Dýrfirðingar!“ Vilmundur Gylfason við Patreks- firðinga í alþingiskosningunum 1974. * Þegar sjálfstæðismaðurinn Matthías Á. Mathiesen var fjár- málaráðherra 1974-78 urðu honum einhverju sinni á þau málglöp í útvarpaðri þingræðu að segja „fés“ í stað „fjár“. Var hann upp frá því nefndur „fésmálaráðherrann“. * „Ég kaus nafna minn Finn, en Siv er líka afskaplega aðlaðandi kona.“ Finnur Þór Magnússon, for- maður Sambands ungra framsóknarmanna, í útvarps- viðtali 1998. * „Í dag er 1. maí um allt land.“ Þórður Þórðarson, framfærslu- fulltrúi og bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði, í ræðu á hátíðisdegi verka- lýðsins. * „Að lokum verður farið í stór- gripasláturhúsið og þar verður forsetinn kvaddur.“ Úr hátíðartexta vegna heim- sóknar Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, í Suður- landskjördæmi fyrir nokkrum árum. ... Siv er líka afskaplega aðlaðandi kona.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.