Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2012, Blaðsíða 25
Sjómannablaðið Víkingur – 25
Þær voru fallegar
Guðmundur: Þegar ég kom fyrst til
Þýzkalands, 1953, voru stór svæði í
Bremerhaven eins auð og flugvöllurinn
hérna. Þeir voru búnir að ryðja burtu
rústunum og slétta, tilbúnir til að byggja
aftur. Eitt uppistandandi hús var kannski
sjáanlegt, þar var hægt að fá sér eitthvað.
Seinna furðaði ég mig á því, hvað hús-
in voru gömul. Byggðu þeir upp eftir
gömlum teikningum eins og í Póllandi.
Lassenstrasse, Buchtklaus, Sternestrasse,
Mousetrap, Regina, þau voru í Bremer-
haven. Bankaði upp á í Sternestrasse 3.
Stytzt að fara þangað. Gömul kona kom
til dyra og spurði, frá hvaða landi maður
væri. Hún bauð manni inn. Maður settist
við glas af bjór. Einhver falleg kom, og
með henni var farið upp. Fyrst hélt ég,
að allar mellur væru ljótar. En þær voru
fallegar og elskulegar. Voru að prjóna,
Ursula, Anselinke. Skakka loftið var í
Cuxhaven.
Svo kom næsti túr
eins og venjulega
Eitt sinn vorum við á Grænlandi á veið-
um nálægt Júlí. Þeir voru að hífa, og við
vorum að toga, samskipa. Við heyrðum
öskrin í Þórði, skipstjóra, hann öskraði
svona mikið, var kominn með hausinn
og meira út um gluggann. Djöfulsins
hávaði var þetta. Þetta var í eina skiptið,
sem ég sá hann. Var mikið í nösunum á
honum, held ég. Þeir voru hættir að
heyra það, þessir, sem höfðu verið lengi
með honum. Allt annar maður í landi.
Góður félagi, ábyggilegur, og þannig
voru þeir margir. Stressið að vera með
skip og verða að láta túrinn heppnast.
Hann ætlaði sér alltaf mikið. Júlí aflaði
mikið og var afbragðs sjóskip. Selbytog-
ararnir voru þannig. En það hefði mátt
vera betra í þeim stálið.
Ingvar: Ólaf Snorrason, háseta á Júlí,
þekkti ég. Hann var mest á bátum, en ég
var með honum á togara. Foreldrar hans,
fósturforeldrar, bjuggu um tíma á Brekku
Ólafur Grímur Björnsson
Grængolandi kjaftur
Rætt við Guðmund Heimi Pálmason, togarasjómann
– III –
Aðrir þátttakendur: Árni Jón Konráðsson, Eymundur Lúthersson, Guðbrandur Geirsson,
Guðlaugur Guðlaugsson, Ingvar Guðmundsson, Ólafur Gr. Björnsson, Pétur Geirsson, Stefán
Finnbogi Siggeirsson og Örn Hjörleifsson1.
B.v. Júní GK 345 í Færeyingahöfn á Vestur-Grænlandi síðla sumars 1961. Við skipið standa (frá vinstri), Bennó, Halldór Halldórsson, skipstjóri, og 2. meistari.
Mynd: Árni Einarsson