Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 7
Inngangsorð
FÉLAGSMENN Norræna félagsins eru nú farnir að reikna með „Norrænum jólum“
sem sjálfsögðum jólagesti, er þeir flestir myndu sakna, ef hann kæmi ekki. Það hefur
verið allmiklum örðugleikum bundið að gera þcnnan gest úr garði að þessu sinni.
Prentsmiðjan Gutenberg, sem hefur prentað „Norræn jól“ frá upphafi, gat með engu
móti prentað ritið í ár sökum annarra verkefna, er fyrir þurftu að ganga. Fyrir sér-
stakan velvilja forráðamanna Alþýðuprentsmiðjunnar er það mögulcgt að koma „Nor-
rænum jólum“ út að þessu sinni. Leturflötur hverrar síðu hefur verið minnkaður, sökum
þess að ekki eru til setningarvélar í prentsmiðjunni, sem hafa jafnlangar línur og verið
hafa, en letrið er nú smærra, svo að fyllilega jafnmikið lesmál er á hverri síðu og áður
hefur verið.
Hlutverk „Norrænna jóla“ er að flytja lesendunum ritgerðir og skáldverk, er
miða að því að efla kynningu vora á frændþjóðunum og treysta bönd vináttu og frænd-
semi við þær. Þess er jafnan þörf og ekki sízt á þeim tímum haturs og upplausnar, er
vér nú lifum á. Mörg bönd hafa að sjálfsögðu brostið milli hinna fimm norrænu þjóða á
undangengnum ógnarárum. Tvær þjóðirnar hafa verið hernumdar af óvinaþjóð, sú þriðja
af vinveittum þjóðum, en hin fiórða knúin af örlögunum til þess að berjast með kúg-
urum tveggja bræðraþjóðanna. Sú fimmta ein hefur verið frjáls, en hlutlaus í sjálfu
stríðinu. Þessi aðstaða hinna fimm frændþjóða hefur auðvitað oft valdið tortryggni og
misskilningi þeirra á milli. Nú er þetta nokkuð breytt, þar eð allar þjóðirnar berjast í
raun og veru sama megin og allar þrá þær hið sama takmark — frið, frelsi og bræðra-
lag. Hlutverk Norræna félagsins cr og verður að græða þau sár, sem hin norræna
bræðralagshugsjón hefur hlotið á undangengnum hörmunagrárum, og tcngja á ný þau
bönd. scm brostið hafa. og jafnframt að skapa mörg ný og traust vináttubönd. í Svíþjóð
eru nú nm 200 þúsund flóttamanna frá hinum þrem nágrannalöndum. Ekki fer hjá því,
að meðal þessara þúsunda og þeirra, er veitt hafa þeim vernd og hjálp, skapist traust
vinátta. er verði framtíðarsamstarfi þessara þjóða ómetanlegur styrkur.
Á ári því, sem er að líða, hafa hin stjórnmálalegu tengsl milli íslands og Dan-
merkur verið formlega rofin og ísland fengið fullt sjálfstæði, eins og öllum er kunnugt.
Sá eindregni vilji okkar íslcndinga til þess að ganga formlega frá bessum málum á
þessu ári, var af mörgum öðrum Norðurlandabúum misskilinn og túlkaður sem and-
5