Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 39
Norrœn jól
landaþjóðirnar skilja okkur bezt, þekkja okkur bezt, vilja okkur bezt, að öllum
öðrum ólöstuðum. Menn segja, að Norðurlöndin séu lítils megnug, og satt er það,
að fjármagn þeirra og herstyrkur vegur lítið, en hitt er jafnvíst, að til samans
standa þau stórveldunum á sporði um menningu og andleg afrek. Þau eru
andlegt stórveldi, og hvar sem mál eru að lögum sótt, þá er atfylgi þeirra
ótrúlega mikils virði. Því er einnig haldið fram, að Norðurlönd séu sundruð.
Þetta er aðeins rétt að því leyti, sem tekur til hinna ytri forma og stjórnarhátta.
Þau eru menningarleg heild og tengd traustum böndum, þótt ósýnileg séu. Hvað
tengir brezka heimsveldið annað en slík bönd sameiginlegrar menningar? Loks
er þess að geta, að í samvinnu við Norðurlönd þurfum við ekki aðeins að vera
þiggjendur, heldur einnig veitendur. Við höfum gefið þeim hina dýrustu gjöf,
arfleifðina, er við varðveittum í fásinni og fátækt. — Þetta er næsta mikils vert
sjálfsvirðingu okkar, mun meira en margir ætla, að við séum veitandi, því að „viður-
gefendur eru vinir lengst“, og það ljós, sem engum lýsir, er lítils virði. Það þykja
hvarvetna meðmæli að teljast til norrænna þjóða, og í þeirra hópi hygg ég veg
okkar munu mestan verða, en hættuna minnsta frá hálfu þeirra. Sjálfsagt er, að
við reynum að hafa vináttu allra þjóða, en Norðurlandaþjóðunum erum við tengdir
bróðurböndum, sem ekki má slíta heldur treysta, einkum nú, er á reynir.
Og nú skulum við aftur víkja að ævintýrinu um bræðurna fimm. Á örlaga-
stundinni sótti þá svefn, en Velvakandi vakti og sá, er tröllið teygði loppuna inn
um Ijórann, og Velhaldandi tók í hana og hélt meðan Velhöggvandi hjó. Ég þarf
ekki að rekja sögu þessa lengur, nema þeim bræðrunum tókst í sameiningu — og
aðeins þannig — að vinna flögðin og frelsa kóngsdæturnar úr ánauð. — Nú eru
hugsjónir hins norræna manns í hættu fyrir hamslausum tröllum, og sumar kvelj-
ast í dimmum hellum harðstjórnar og ofbeldis. Ég el þann þótta fyrir hönd hinna
norrænu þjóða, að þær megi ekki unna sér hvíldar fyrri en þær hafa frelsað
þessar fögru konungadætur og leitt þær fram fyrir hið einræðisþjakaða mannkyn.
— Við íslendingar erum ekki mikils megnugir að ytri sýn, þó sýnist mér við geta
tekizt á hendur hlutverk Velvakanda, ef við hvikum hvergi, og þetta hlutverk
hefur framvís kona, sagan sjálf, selt okkur í hendur.