Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 14

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 14
Norrœn iól nú viS sama fjandmann og önnur Norðurlönd, og hreysti og föðurlandsást Finna verður ekki dregin í vafa, þó margar misfellur kunni að hafa verið í fari og stjórn einstakra ráðamanna þeirra. Svíar hafa alla stund til þessa komizt hjá ófriðnum, en hafa orðið að leggja mikið í sölurnar til þess að vera viðbúnir að verja hlutleysi sitt. En samtímis hafa þeir rétt hjálparhönd nágrönnum sínum á Norðurlöndum. Og nú standa sakir þannig, að hundruÖ þúsunda flóttamanna, einkum frá Danmörku og Noregi, en þó einnig frá Finnlandi, dvelja í Svíþjóð og njóta þar góðs innis og gestrisni. I þann mund, er telja má eðlilegt að ætla, að Evrópustyrjöldinni sé að lúka, standa sakir svo á Norðurlöndum: Danir, Norðmenn og jafnvel Finnar berjast nú allir, hver á sinn hátt, við hlið hinna sameinuöu þjóða. Islendingar hafa lánað bandamönnum land sitt til ómetanlegra nota í þessari miklu baráttu. Svíar standa utan við, en þar í landi er griðastaður ofsóttra Norðurlandabúa, er flýja hafa orðið lönd sín undan áþján, kúgun og ofbeldi. Norðurlandabúar eru nú í raun og veru allir staddir í sama bátnum. Og allir eiga þeir frelsi og framtíð undir sigri lýðræðisþjóðanna. II. Fimm undanfarin stríðsár hafa mjög reynt á þolgæði og gagnkvæman skilning innbyrðis á Norðurlöndum. Og þrásinnis hefur útlitið ekki verið glæsi- legt. Danir og Norðmenn hafa oft og að vonum litið óhýru auga til Finna, er þeir börðust við hlið Þóðverja. Norðmenn hafa stundum kvartað, bæði leynt og ljóst, undan eftirlátssemi Svía við Þjóðverja. Sú hugsun hefur oft komið upp í hugum aðþrengdra og ofsóttra Norðurlandabúa: Þeir, sem eru ekki með okkur, eru á móti okkur. Allt er þetta mjög skilanlegt og eÖlilegt. Sá, sem á í höggi við harðsvíraðan og örðugan óvin, fyllist beizkju og biturri hugsun, er hann sér gamlan og góðan vin og nágranna álengdar, án þess að blanda sér beinlínis í bar- áttuna, veikum vin til varnar. Og þá verður stundum talið, ýmist með réttu eða röngu, að vinurinn álengdar hjálpi beinlínis árásarmanninum og óvininum. í hita hins harða stríðs fyrir lífi og tilvist er það næsta eðlilegt, að dómarnir verði harðir og þá oft ekki teknar til greina allar aðstæður. Þannig hefur það verið á Norðurlöndum undanfarin stríðsár. Stundum hefur úlfúðin verið talsvert rík og brostið á gagnkvæman skilning. En þegar að er gáð, er það í raun og veru dásamlegt, hvað bætt hefur verið úr því, sem ábóta- 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.