Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 64
HEIÐRUÐU áheyrendur!
„Danmark dejligst Vang og Vænge“ — eða: „Der er et yndigt Land“, syngja
Danir hrifnum rómi, eins og íslendingar sitt: „Þú bláfjalla geimur með heið-
jökla hring“ — eða: „ísland, farsælda frón“ o. s. frv.
í þessum hendingum og í ljóðum þeim, sem þæi eru úr, speglast að ýmsu
leyti lyndiseinkunn þessara tveggja smáþjóða, Dana og íslendinga, mæta vel, og
viðhorf þeirra til fósturlandsins og einnig, hversu þær eru skyldar, en þó frá-
brugðnar hvor annarri. Og svo fremi sem umhverfið, landið, mótar börn sín, svo
sem ekki er að efa, þá kemur það vissulega fram í slíkum ósjálfráðum ummæl-
um, sem skáldin færa í búning og þjóðirnar aðhyllast og tileinka sér.
Bræðraþjóð og frændþjóð
Svo tala menn hver um annan um Norðurlönd — að íslandi meðtöldu. Og
sannarlega er þetta réttmætt frá fornu fari, eins og menn mæla um þjóðir og
þjóðflokka og skyldleika þeirra, og er þá vitaskuld stiklað á stóru. En eðlisein-
kennin segja og til sín. Þótt vér íslendingar teljumst jafnan „skyldastir“ Norð-
mönnum, af því að land vort byggðist mestmegnis frá Noregi, að því er ætla má,
þá eru þó skyldleikabönd ótvíræð einnig að rekja til annarra þeirra þjóða og ekki
sízt Dana, og það ef til vill meiri en menn hafa þóttzt greina áður. En landið
sjálft, þeirra og vort, og andstæðurnar, sem vér búum við hvorir tveggja, íslend-
62