Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 18

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 18
Norrænu félÖgin tuttugu og fimm óra Guðl. Rósinkranz r OGNIR hinnar fyrri heimsstyrjaldar, sameiginlegir örðugleikar og utanaðkom- andi hættur þjöppuðu hinum friðsömu og frelsisunnandi Norðurlandaþjóðum þéttar saman um sameiginleg hagsmunamál og hugsjónir en áður hafði átt sér stað. Aðalviðfangsefni þessara ára var að halda þjóðunum utan við styrjöldina, og það tókst. En upp úr því samstarfi, sem þá átti sér stað, óx síðan skilningurinn á gildi traustrar samhyggðar og samvinnu þessara bræðraþjóða um utanríkis-, við- skipta- og menningarmál. Enda jókst samstarf þessara þjóða með hverju ári á fleiri og fleiri sviðum fram að yfirstandandi ófriði. Um hernaðarlega samvinnu var þó ekki að ræða, enda fjarri þessum þjóðum að hugsa um hernað. Það var eins og engum manni dytti í fullri alvöru í hug, að Norðurlandaþjóðirnar lentu í stríði. Þær áttu ekki í neinum deilum við aðrar þjóðir, ásældust ekkert frá öðrum, en undu glaðar við sitt. Þær gerðu sér það því ekki ljóst, að sá tími væri í nánd, að hnefarétturinn yrði hinn ríkjandi réttur í heiminum. En upp úr þessu samstarfi Norðurlandaþjóðanna, er hófst á fyrri stríðsár- unum með hinni sameiginlegu hlutleysisyfirlýsingu þeirra í byrjun ófriðarins og þriggja konunga fundinum í Málmey 1914, hófst hreyfing fyrir því víðs vegar á Norðurlöndum að stofna félagsskap, sem starfaði í öllum Norðurlöndunum og hefði það markmið, að auka gagnkvæma kynningu þessara þóða, efla vináttu 16

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.