Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 58
Norrœn jól
furðu hve mjög er margt, sem bendir til þess, að Finnar skoða sig sem eina þjóð,
hvað sem uppruna og máli líður. Þessi staðreynd stendur alveg óhögguð, þrátt
fyrir það þó að stundum hafi mjög hitnað í kolunum, einkum meðal ungra
menntamanna á meðan finnskan var að vinna sig fram til jafnréttis við sænskuna.
Sameiginlegt föðurland, sameiginleg saga, sameiginlegar raunir og barátta, sam-
eiginleg mótun af náttúru landsins og lífsskilyrðum, hefur þarna á furðulegan og
aðdáunarverðan hátt brætt þjóðabrotin saman. Þessi þróun hefst sennilega fyrst
fyrir alvöru í landinu eftir að yfirráðum Svía yfir því lauk og stjórnmálaleg að-
staða Svía dl þess að skoða sig sem yfirþjóð í landinu var raunverulega úr sög-
unni. Hitt hefur og engu minna valdið um, að á nítjándu öld verður stórkostleg
þjóðernisleg og menningarleg vakning meðal Finna sjálfra. Menningarbarátta
þeirra minnkar þá óðfluga þann mun, sem áður var á þeim og Svíunum. Og þar
sem þeir voru langsamlega fleiri, hlaut svo að fara, að þeir yrðu jafnokar Svíanna
um öll áhrif og atkvæði, þegar hvorirtveggju stóðu jafnt að vígi stjórnarfarslega.
Af þessu leiðir, að manni finnst einatt minni munur á hugsunarhætti og skaplyndi
sænskra Finna og Tavasta, en tíl dæmis sænskra Finna og Svía. Áhrifin, sem
saman drógu, virðast hafa orðið þyngri á metunum en upprunalegur mismunur
ætternis. Sænskir Finnar eru þyngri í vöfunum en Svíar, skortír glæsibrag þeirra
og fornræktaða stórmennsku þeirra, sem eitt sinn hafa verið heimsveldi. Sænsku
Finnarnir eru þunglyndari, skapið dulúðugra, og það er oft yfir persónu þeirra,
eins og Tavastanna, hálfþunglyndislegur blær, jafnvel þó að þeir hafi gamanyrði á
vörum og séu hlýjan og ástúðin ein. Þetta einkenni kemur mjög greinilega fram í
bókmenntum Finna og tónlist. Alvaran, dulúðin, einhver nálega harmsöguleg
undiralda er ábærilegra einkenni en léttleiki, glaðværð og glæsibragur. Hins vegar
eru Finnar miklir tilfinningamenn, öldur allra geðbrigða brýtur djúpt í skapinu
og þau fyrnast seint. í sambandi við þetta einkenni stendur og það, að Finnar
þykja trygglyndir og drottinhollir, hverju því, er þeir hafa bundizt tryggðum
við. Ég get sagt það fyrir mitt leyti, þó að kynni mín af Finnum yrðu ekki löng
né ýtarleg, að ég hef vart verið með geðfelldari mönnum né hugþekkari
þjóð.
Annars voru Finnar á þessum árum fullir af framtaki og áræði. Iðnaður
landsins, pappírs- og trjáiðnaðurinn, stóð með miklum blóma. Finnar stóðu á
gömlum merg með alþýðumenntun, en höfðu á þessum örfáu árum frá 1918
endurbætt skólakerfi sitt og heilsuverndarstarfsemi, íþróttamál sín og æskulýðs-
56