Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 22

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 22
Norrœn jól ingar þátt. Mótin, sem flest stóðu frá viku til hálfs mánaðar og oftast voru haldin á fögrum og sögufrægum stöðum, voru fyrir skólafólk, stúdenta, blaðamenn, kenn- ara, verzlunarmenn, lækna, verkfræðinga, verkalýðsleiðtoga, búfræðinga o. fl. 60 þús. þátttakendur höfðu tekið þátt í þeim fyrir stríð. Fyrirlestrar og önnur kynn- ingarstarfsemi var miðuð við nám, áhugamál eða störf hvers þátttakendahóps, þannig að hver starfshópur fékk að kynnast því, er hann helzt varðaði eða hafði áhuga á. Tvö slík námskeið voru haldin hér, fyrir norrænustúdenta 1935 og sögukennara 1938. Félagið gekkst fyrir ódýrum skólaferðum um Norðurlönd, og ferðuðust nemendur svo þúsundum skipti á vegum félagsins á hverju sumri. Meðal annars voru tvær slíkar ferðir farnar héðan til Noregs og Svíþjóðar, en þær urðu að leggjast niður á kreppuárunum sökum gjaldeyrishamla. Norræna félagið í Svíþjóð hefur gengizt fyrir mörgum svokölluðum „vikum“, meðal annars „íslenzkri viku“ í Stokkhólmi 1932. „Vikur“ þessar eru til þess að kynna menn- ingu landanna á sviði bókmennta, vísinda og lista með fyrirlestrum, leiksýning- um, upplestri bókmennta, hljómleikum og listsýningum. Félagið hefur kostað sendikennara við háskólana til þess að kenna mál og bókmenntir. Einnig hefur Norræna félagið hér gengizt, ásamt Sænsk-íslenzka félaginu, fyrir einni slíkri viku, „Sænsku vikunni“ 1936. Norrænu félögin hafa gengizt fyrir vísindalegri endurskoðun sögukennslubóka Norðurlanda og gefið út um það merkilegt rit. Þá gengust þau fyrir því, að nefnd rannsakaði auðæfi, atvinnulíf og viðskipta- möguleika Norðurlanda og hefur verið gefið út mikið og merkt rit um niður- stöður þessarar nefndar. Aðra bókaútgáfu hefur félagið haft með höndum, þar sem er hið myndarlega ársrit félagsins, Nordens Kalender, norrænar söngbækur o .fl. Fyrir stríðið gengust félögin fyrir norrænum listsýningum, bókasýningum og hljómleikum. Og félagið hér var á góðum vegi að koma sér upp lestrarsafni með því að fá 10 nýútkomnar úrvalsbækur frá hverju landi árlega. Bækur þessar voru síðan lánaðar félagsmönnum endurgjaldslaust. Rétt fyrir stríðið beitti Norræna félagið sér fyrir því, að Norðurlandabúar fengju gagnkvæm réttindi til náms og vísindastarfa í öllum Norðurlöndunum. Slík réttindi myndu, eins og gefur að skilja, hafa ómetanlegt gildi fyrir íslend- inga, sem í því efni munu jafnan þurfa að sækja mikið til annarra þjóða. Þegar stríðið hófst, féll hin sameiginlega starfsemi niður, en sænska félagið og það íslenzka hafa haldið uppi allmiklu starfi. Norræna félagið í Svíþjóð hefur mest unnið að ýmiss konar hjálparstarfsemi, með því að koma finnskum 20

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.