Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 32

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 32
rleyrði ég í kyrrðinni hjarta mitt slá7 barmurinn lyftist af brennandi þrá. — Fegin vildi ég gefa allt, sem ég á ef ég mœtti gimstein gleðinnar fá. Eitt sinn var hann eign mín og alltaf mér hjá7 þá var himinn heiður og hauður frítt að sjá. Vinir mínir brugðust ekki vonum mínum þá, — en ekki rœtist alltaf óskanna spá. Ég var létt í lundu# lék mér til og frá, gimsteininn missti ég í gruggugan sjá. Síðan er mín œvi ömurleg og gráx aldrei sé ég hvítan blett á nýföllnum snjá, — heldur ekki að himinloftin heið eru og blá. Draumalandið dylst á bak við dalafjöllin há. Sit ég út við saltan mar, seiði í hugann minningar — skeyti ekki um skýjafar, skrugguhljóð né eldingar, þó að hamist hríðarnar og hugur fyllist kvíða — enginn styður einstœðing, alein má ég bíða — alein má ég óvissunnar bíða. Aldan skolar öllu á land, örugg vil ég trúa, geðtrufluð ég gref í sand.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.