Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Blaðsíða 24

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Blaðsíða 24
Norrœn iól um, er þeir heimsækja okkur, og gefiS þeim kost á að dvelja á einum fegursta stað landsins, Þingvöllum, stað, sem er helgur í augum allra Norðurlandabúa. Gert er ráð fyrir að byggja þetta hús á einum fegursta stað landsins, við Þingvallavatn, og þann 3. marz barst félaginu bréf frá Þingvallanefnd, þar sem félaginu er heitið landi í Kárastaðanesi. Þetta er hugsað að verði allstór og glæsileg bygging í virðulegum norrænum stíl. Jafnframt er gert ráð fyrir að reisa þar skála í fornum stíl með öllum umbúnaði, sem líkast því, er tíökaðist hér á landi á söguöldinni, með öndvegi, palli, langeldum og voðum-klæddum veggjum. Þarna er því hugsað lítið norrænt minjasafn, er minni á sögu vora og fornmenningu. Þær undirtektir, sem þessi hugmynd hefur fengið, sýna, að hér á landi er ríkjandi trú á framtíð og gildi norrænnar samvinnu. Nálægt 30 félagsmenn hafa þegar heitið nálægt 100 000 krónum f byggingarsjóð „norrænu hallarinnar“, og væntanlega verður þess ekki langt að bíÖa, að miklu meira fé bætist við. Hægt mun verða að taka við gjöfum til einstakra herbergja í sérstökum tilgangi, sem samræmist tilgangi félagsins. Vonandi verður ekki langt að bíða, að hægt verði að hefjast handa um byggingu „hallarinnar“, og væntanlega verður einhver undir- búningur hafinn þegar á næsta sumri. En það er frumskilyrði fyrir framtíðar- starfi félagsins, að það hafi hentugan samastað fyrir starfsemi sína og standi þar ekki langt að baki hinum félögunum, sem öll hafa hin glæsilegustu heimkynni. Að stríðinu loknu mun verða hafizt handa á ný um samvinnu frændþjóð- anna á Norðurlöndum, þar sem frá var horfiÖ, og vafalaust verður sú samvinna, sem milli þessara þjóða skapast eftir stríðið, miklu víðtækari og nánari en áður var. Þess vegna eigum vér að gera allt, sem hægt er til þess að geta þá tekið virkan þátt í þeirri samvinnu sem fullgildur aðili, að vísu minnsti bróðirinn í norrænu þjóðafjölskyldunni, en með sömu réttindum og sömu skyldum. I þeirri staðföstu trú og raunar vissu, að oss íslendingum sé ekkert samfélag hollara og ekkert hættuminna en samfélagið við hinar norrænu bræðraþjóðir, skulum vér nú sameinast um að undirbúa þátttöku vora í öflugu og margþættu norrænu menningarsamstarfi að stríðinu loknu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.