Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Blaðsíða 8

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Blaðsíða 8
Norrœn jól norræn hreyfing. En allir þeir, er hafa getað fylgzt með þessum málum, munu nú hafa sannfærzt um, að hér hafi ekki verið um neina andnorræna hreyfingu að ræða, heidur aðeins einlæga og ákveðna frelsisþrá, ósk um að fá að lifa frjáls og óháður án yfir- drottnunar, þrá sama eðlis og ríkir meðal allra annarra norrænna þjóða. Enda hefur forseti landsins, Alþingi og ríkisstjórn lýst opinberlcga yfir vilja íslenzku þjóðarinnar til norræns samstarfs og vináttu í garð hinna norrænu þjóðanna. í ræðu sinni að Lög- bergi 17. júní lagði hinn nýkjörni forseti, Sveinn Björnsson, einmitt áherzlu á vilja vorn til norræns samstarfs og vináttu vora í garð hinna Norðurlandaþjóðanna. Það, að vér Islendingar getum nú, þó að við séum fæstir, komið fram sem jafningjar hinna Norður- landaþjóðanna á vettvangi norrænnar samvinnu ætti sízt af öllu að draga úr vilja okkar til norræns samstarfs, heldur öllu heldur að efla þann vilja. Það getum við verið fullviss um, að fullkomið sjálfstæði okkar verður á engan hátt til þess að torvelda samvinnu okkar og sambúð við hin Norðurlöndin. Flestir Islendingar munu líka hafa sannfærzt um. er heillaskeyti konungsins til íslenzku þjóðarinnar var lesið upp á Þingvöllum 17. júní, og þeir kynntust þeim mikla fögnuði, er sú kveðja olli meðal íslenzku þjóðarinnar, að sambandsslitin valda engum friðslitum. Jafnrétti hlýtur líka að vera einn af hyrningar- steinum heiðarlegrar og traustrar samvinnu þjóða á milli. — Með þeirri ósk og von, að ei verði nú langt að bíða, að vér getum tekið upp að nýju náið samstarf við allar bræðra- þjóðirnar á Norðurlöndum, óska ég öllum lesendum ..Norrænna jóla“ gleðilegra jóla! Ritst j órinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.