Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Blaðsíða 25
Jól í Haddingjadal
Skúli Skúlason
AÐ var einmitt um þetta leyti fyrir réttum tuttugu árum, sem ég fyrst leit
Ml augum Noreg, land forfeðranna. Mig hafði borið að landi syðst í Noregi, í
Kristjánssandi — sem forðum hét Stórisandur —, en þangað kom ég með Gull-
fossi; hann hafði meðferðis þangað mörg þúsund tunnur af saltketi, og ég fékk
að fljóta með.
En ferðinni var alls ekki heitið til Kristjánssands, heldur lengra. Ég ætlaði
upp í Haddingjadal, sem nú nefnist Hallingdalur, og dvelja þar um jólin. Um
þann dal vissi ég þá ekki neitt, nema að Bergensbrautin lá eftir honum endi-
löngum, og einnig hafði mér verið sagt, að þar væri enn í tízku hálfgerður villi-
mannadans, sem nefndist Halling. Og hlustað hafði ég einu sinni á lélega grammó-
fónplötu, er geymdi lag, sem hét „Bal i Hallingdal“.
------Sjávarbyggðirnar í Suður-Noregi eru eigi aðlaðandi á jólaföstunni. Þá
eru aldingarðarnir í kauptúnunum þar naktir og visnir, og þokusúld að jafnaði
dag eftir dag. En þegar sækir inn í landið, á hæðina, kemur hreinviðri, blár him-
inn, hvítur snjór og stillilogn, viku eftir viku, svo að snjóinn feykir ekki einu
sinni af trjágreinunum. Þannig er jólaveðrið að jafnaði í dölunm austanfjalls, þó
að blindbylur geti verið til fjalla og mikil veðurhæð. En Hallingdalur er þrengstur
allra meiriháttar dala austanfjalls og gætir því vinda síður þar en í hinum.
Ferð minni var heitið til Nesbyen, sem er mesta byggðin í dalnum og eins
konar höfuðstaður hans, því að þar býr yfirvaldið, „sorenskrifarinn“, en embætti
23