Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 65

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Síða 65
Norrœn jól ingar og Danir, — eigi getur ólíkara að flestu leyti: Danmörk — allt láglendi, nærri því rennslétt á alla vegu, þvert og endilangt, með hinum fögru skógar- lundum og búsæla akurlendi, stöðuvötnum á stöku stað og lygnstreymandi lækjum. „Dejligst Vang og Vænge.“ Og svo aftur ísland — hið mikla og oft ægilega fjalllendi, gnæfandi jökultopparnir, fossar og straumþungar ár, eldhraun og ægi- sandar, en á milli að vísu grónar grundir, hlíðar og blómlegir dalir. „Bláfjalla geimur með heiðjökla hring.“ Er furða, þótt út af hafi getað borið, misskilningur hafi ríkt og sínum augum hafi hver litið á silfrið í langri og erfiðri stjórnmála- sambúð, með þjóðum, er alast við svo ólíkar aðstæður og mismunandi hagsmuna- sjónarmið og í reginfjarska hvor frá annarri? — Óhjákvæmilega eru þjóðirnar markaðar þeim máttugu áhrifum, sem allt umhverfi veldur og ástæður, og kemur þá hið ólíka einatt fram með afli, er af hreinum náttúru-andstæðum getur leitt, — áhrifum, sem þó tíðum eru eigi rótgróin í innsta eðli fólksins, er á reynir hug og hjarta. Og víst er ávallt eitthvað líkt með skyldum, og með öllum Norðurlanda- þjóðum er eitt og sama aðalsmerkið: Þær unna frelsinu öllu öðru frem- ur, þola eigi höft og kúgun og telja réttdæmi í þjóðfélagi fyrsta skilyrði sið- menningar. Ef frá þessu hefur skeikað, sem því miður eru dæmi til, einkanlega fyrr á öldum, þá er það áreiðanlega gegn þeirri vitund, sem í sannleika gagnsýrir sál og samvizku hvers Norðurlandabúa! Þetta er einnig ljós eigind hinnar dönsku þjóðar, sem nú fær sína ódauðlegu eldraun. Og þar fylgir henni óskiptur hugur allra Islendinga, því að hér kennir sín hið sameiginlega hjarta. Danir eru, eins og kunnugt má vera, sú þjóð, sem vér íslendingar höfum öldum saman haft mest saman við að sælda. Og í þeim samvistum hefur margt misjafnt við gengizt á liðnum tímum, tímum, er reyndar báðar þessar þjóðir lifðu, af utanað komandi og innri ástæðum, bæði blítt og strítt. Allt hefur það nú safnazt í sögunnar sjóð, og þaðan mun því miðlað um ókominn aldur. Það, sem gerzt hefur um örlög íslands á þessu ári, stjórnmálaskilnaður þess við Danmörk og stofnun Iýðveldis, er ekki aðeins að vilja allra íslendinga og fagnað af þeim, heldur framkvæmt í fullri vinsemd við hina dönsku þjóð og hinn ástsæla konung hennar, Kristján tíunda, sem íslenzku þjóðinni reyndist einnig góður drottnari. Er það og óbifanleg trúa vor, að þetta verði báðum til góðrar giftu og þessum úr- slitum verði fagnað einnig þeirra megin, Dana, þar sem það er í fyllsta samræmi 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.