Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 70

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 70
Norrœn jól Þetta var nú svo. En nú kynni að mega spyrja, hvort ýmislegt í fari og framferði voru hin síðustu ár bendi ekki til dvínandi áhuga eða jafnvel til stefnu- breytingar. Austan yfir hafið hefur borizt ómur af því, að ísland væri á vest- urleið. Það er ekki nema von, að sú hugsun vakni hjá frændum vorum, sem hljóta að hafa heyrt einhvern ávæning af því, að síðan sambandið við þá slitnaði, hafi hér verið lifað glöðu lífi og jafnvel í sukki og solli undir vernd Ameríku- manna og mikið dálæti væri á þeim og færi jafnvel vaxandi. Vér vorum nú ekki valdir að því, að sambandið austur á bóginn var rofið fyrir nær 4 árum, og aðrar þjóðir heimsóttu oss síðan, fyrst Bretar og síðan Banda- ríkjamenn. En þessar þjóðir hafa farið hér mikilvægra erinda, alveg vafalaust í þökk og þágu allra Norðurlandaþjóða, því að frá þessu landi hefur verið haldið uppi vörn og sókn fyrir frelsi þeirra. Með þessum hætti hefur þetta land komið hinum Norðurlöndunum að ómetanlegu gagni í núverandi styrjöld, þótt ekki sé það að þakka íslenzku þjóðinni, sem á landið og byggir það. Þótt sambúð vor við Vestmennina hafi yfirleitt tekizt vel, þá sannar það ekki, að „Island sé á vesturleið“, eins og það er orðað, heldur ber aðeins vitni um það, að umgengnis- menning beggja aðila sé í sæmilegu lagi og sá málstaður hafi samúð þjóðar- innar, er herafli sá berst fyrir, er hér hefur aðsetur. En vér verðum að líta svo á, að þeir bræður vorir austan hafs hafi of næma tilfinning fyrir athöfnum vorum, er telja oss fjarlægjast Norðurlöndin með því að gera verzlunarsamninga við núverandi viðskiptaþjóðir vorar. Slík skoðun er ekki fyllilega skiljanleg, eins og nú standa sakir. Aftur á móti er það skiljanlegt, að hávaði sá, sem orðið hefur hér öðru hvoru hin síðustu ár í sambandi við áformaða niðurfelling hinna dansk-íslenzku sam- bandslaga og stofnun lýðveldis hér á landi, kunni að hafa snert tilfinningar sumra unnenda norrænnar samvinnu utan Islands. Hávaðinn hefur stafað af ágreiningi um það, með hve miklum hraða, sökum breyttra aðstæðna, ætti að fara að þessu áður setta marki og enn fremur af mismunandi skilningi á því, hvað væri löglegur og hæfilegur hraði. Sá ágreiningur, sem hér hefur verið um þetta og nú er úr sögunni, fyrst og fremst á Aþingi, og væntanlega einnig með þjóðinni, hefur reyndar alveg verið óviðkomandi viðhorfi Islendinga til norrænnar samvinnu. Upphaf hennar og þróun hinn liðna aldarfjórðung hefur ekki byggzt á stjórnar- farslegum tengslum einnar þjóðar við aðra, heldur algerlega á óháðri samvinnu þeirra innbyrðis. Sambandslagasamningurinn er mál fyrir sig, og þótt hann verði nú felldur úr gildi, þá höfum vér og Danir áfram eigin sérmál, sem verða tekin til með- ferðar svo fljótt, sem ástæður leyfa. Það er trú mín, að Norðurlandaþjóðirnar þurfi ekki að bera neinn kvíðboga fyrir úrslitum þeirra mála. Sá skilningur, sem ríkt hefur undanfarin 25 ár í viðskiptum beggja þjóðanna, mun einnig sýna sig þá. 68

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.