Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 29
Norrœn jól
Skíðaskálar í fiöllunum í vetrarríki
ræður fram eftir kvöldi, en jafnaðarlega farið snemma að hátta, eftir að gengið
hefur verið kringum jólatréð og gjöfum útbýtt. Mest er það kaupstaðaglingur, sem
skipzt er á, en þó haldast enn að nokkru gamlar venjur, að gefa heimaunnar
gjafir, svo sem rósamálaðar tínur og kistla, sokka, trefla og rósavettlinga, tví-
prjónaða og ísaumaða.
A jóladaginn er farið eldsnemma í kirkju. Og nú hefjast heimsóknirnar og
jólasamkvæmin, sem standa allt fram á þrettánda. Fer þetta allt fram með líkum
hætti og gerist í kauptúnum og þéttbýlum byggðarlögum á landi hér, og þarf
ekki að lýsa því frekar. Einhvern tíma milli jóla og nýjárs heldur ungmenna-
félagið á staðnum skemmtun, með upplestri eða fyrirlestri, söng og dansi. Ég fór
vitanlega þangað, einkum í þeim tilgangi að sjá hinn fræga Halling, en varð fyrir
vonbrigðum. Að vísu var mikið dansað þarna, og eingöngu þjóðdansar, en það
voru aðallega vikivakastælingar eða hringdansar. Var að vísu góð skemmtun að
horfa á þá og heyra dansfólkið syngja undir. En ekki voru dansar þessir nærri
eins rammauknir og dansar Færeyinga, enda eru þeir aðeins uppsuða af þeim.
27