Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 34

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Side 34
gefst ei undankoma nein, sœlu mesta og sárast mein á sama stað ég eygi, þar var ekki hœgt að víkja úr vegi. Þarna er mynd af bóndabœ, er blasir við mér sí og œ, eins og barn af hjarta ég hlœ — hugur má ei gleyma, hér átti ég heima — hér átti ég í œsku minni heima. Lít ég yfir liðna tíð, Ijómar endurminning blíð, fönnin hylur fjalla hlíð — frostrósirnar glugga. Þó að úti andi svalt og ýmsum finnist veðrið kalt, húsið inni er hitað allt — hvergi ber á skugga, enginn fyrir angri virðist ugga. Systkin mörg og samrýmd þá syngja í rökkri og kveðast á, gefa skip og gjarnan má gátu þunga leysa — það ef tekst ei þykir vera hneisa. Kvöldvakan er kannske bezt, hver og einn að vinnu sezt, starfið eykur yndi mest, yfirleitt á flestum sézt, en háleitast við hug er fest hvenœr byrjar lestur, — hvenœr byrjar œvintýra lestur? Sagðar eru sögurnar, sungnar gamanvísurnar, með raddbreytingum rímurnar raulaðar til skemmtunar, enginn veit hvað vökurnar verða stundum langar, gleymist tíð, er gleði hugann fangar. Dagur styttist, dvínar sól, dýrðleg bráðum koma jól með fögnuð yfir foldar ból og frið í sérhvert hjarta — við tilbeiðslu á trúarljósið bjarta. Eg er barn í annað sinn, elska jólaboðskapinn, finn að nýju fögnuðinn fylla sálu mína. Glóa sé ég gimsteininn, er gjörði ég fyrrum týna — eins og sólin sýnist mér hann skína.

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.