Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Qupperneq 51

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Qupperneq 51
Norrœn jól málaráðuneytisins finnska, því að skólahald og lýðfræðslu í landinu hafði ég eink- um hugsað mér að kynna mér. Og svo af stað í rjúkandi flaustri. Ég fór með skipi til Helsingfors, og er það hin unaðslegasta sigling á vordag í góðu veðri. Ég man eftir því, að við lögðum að bryggju í Helsingfors snemma dags. Eitt hið fyrsta, sem ég rak augun í, er ég var kominn með minn litla farangur á land, var heljarstór auglýsing um það, að Suomen Laulu muni þá þegar sama kvöldið halda kveðjuhljómleika í hátíðasal Háskólans, enda sé kórinn að fara í söngför til ýmissa Evrópulanda. Ég gerði mér lítið fyrir og kom dóti mínu í snatri í geymslu á aðaljárnbrautarstöðinni, sem þar var í nánd, og ákvað að gefa mér ekki tóm til þess að finna mér dvalarstað fyrr en ég hefði með einhverjum ráðum náð mér í aðgöngumiða á hljómleikana. Ég vissi að Suomen Laulu var frægasti söngkór á Norðurlöndum og sennilega langbeztur þeirra allra, nema ef vera skyldi Palestrinakórinn í Kaupmannahöfn, sem Mogens Wöldike stjórnaði um þær mundir og var afburða fágaður og snjall. Eftir talsverða vafninga tókst mér að ná í aðgöngumiða, — stæði — allt var orðið uppselt. Og það er í skemmstu máli að segja, að þessi kvöldstund í hátíðasal háskólans í Helsingfors verður mér ávallt einhver hin ógleymanlegasta og yndislegasta á allri ævi minni. Mér fannst ég aldrei hafa heyrt „Heyrið vella“ (Suomis sáng) fyrr. Og smálag heyrði ég þarna eftir Sibelius, Sarella pala (það brennur á eynni), svo undra fagurt og töfrandi, að seiður þess ómar mér ennþá í eyrum eftir öll þessi ár. Ég hef hvergi heyrt það síðan — og er í aðra röndina hálf feginn. Deginum varði ég svo að öðru leyti til þess að skoða Helsingfors, — hvítu borgina með granitgöturnar, — og sóla mig á Esplanaden, einni fegurstu skrúðgötu borgarinnar. Daginn eftír gekk ég upp í kirkju- og kennslumálaráðuneytið og gerði grein fyrir mér og mxnum erindum. Hittí ég þar fyrir kynlegan mann, virðulegan og roskinn, Yrjö Lojmaranta, sem tók mér með kostum og kynjum. Hann tók þegar að sér að koma mér á framfæri við nokkra merka skólamenn þar í borginni og bauð mér til miðdegisverðar með sér daginn eftír, en þangað tíl sagðist hann skyldu hugleiða, hvað unnt yrði að gera tíl þess, að mér yrði dvölin í Finnlandi sem lærdómsríkust og skemmtilegust. Hafði Lojmaranta áður verið klerkur og farið með ráðherravöld, en var nú, að því er mér skildist, deildarstjóri (departe- mentschef) í kirkju- og kennslumálaráðuneytinu. Snæddum við á tilteknum tíma og var hann ástúðin sjálf. Þegar leið á máltíð okkar bað hann mig að misvirða ekki við sig eina mjög nærgöngula 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.