Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1944, Page 32
rleyrði ég í kyrrðinni
hjarta mitt slá7
barmurinn lyftist af brennandi þrá. —
Fegin vildi ég gefa allt, sem ég á
ef ég mœtti gimstein gleðinnar fá.
Eitt sinn var hann eign mín
og alltaf mér hjá7
þá var himinn heiður
og hauður frítt að sjá.
Vinir mínir brugðust ekki
vonum mínum þá, —
en ekki rœtist alltaf óskanna spá.
Ég var létt í lundu#
lék mér til og frá,
gimsteininn missti ég
í gruggugan sjá.
Síðan er mín œvi
ömurleg og gráx
aldrei sé ég hvítan blett
á nýföllnum snjá, —
heldur ekki að himinloftin
heið eru og blá.
Draumalandið dylst á bak við
dalafjöllin há.
Sit ég út við saltan mar,
seiði í hugann minningar —
skeyti ekki um skýjafar,
skrugguhljóð né eldingar,
þó að hamist hríðarnar
og hugur fyllist kvíða —
enginn styður einstœðing,
alein má ég bíða —
alein má ég óvissunnar bíða.
Aldan skolar öllu á land,
örugg vil ég trúa,
geðtrufluð ég gref í sand.