Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 1
30-31 16. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 8. september ▯ Blað nr. 617 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Þorsteinn Sigmundsson, lífskúnstner, eggjabóndi og eplaræktandi að Elliðahvammi, ásamt barnabarnabörnum, Styrmi Snæ, Þráni Frey og Heiðdísi Örnu við eplauppskeru sumarsins. Þorsteinn ræktar 20 ólík yrki af eplum í gróðurskála og segir að eplaræktunin veiti honum mikla ánægju og auki lífsgæðin enda þurfi lítið fyrir henni að hafa. Uppskeran í ár er hátt á annað þúsund rauð og gul safarík og bragðgóð matarepli. – Sjá nánar á bls. 34–35. Mynd / Óskar Andri Víðisson Hærra afurðaverð og minni framleiðsla: Birgðir kindakjöts í sögulegu lágmarki Nokkuð óvenjulegar aðstæður eru nú uppi á ýmsum sviðum varðandi framleiðslu og sölu á kindakjöti. Opinberar tölur um birgðastöðu á kindakjöti gefa til kynna að aldrei hafi jafnlítið magn kindakjöts verið í birgðum við upphaf sláturtíðar og nú. Þá hafa sauðfjárbændur fengið vissa leiðréttingu á bágum kjörum undanfarinna ára, auk þess sem síðustu ásetningstölur gefa til kynna að nokkur fækkun verði á gripum sem koma til slátrunar þetta haustið. Talið er að þessir þættir geti haft áhrif á markaðsaðstæður kindakjöts á næstu misserum; framboð, verð og eftirspurn. Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði landbúnaðarins voru birgðir kindakjöts í lok júlí rúm 767 tonn, en til samanburðar má nefna að mánaðarsala í sama mánuði voru rúm 500 tonn. Allar líkur eru því á að birgðir kindakjöts frá síðasta ári verði uppurnar nú í byrjun sláturtíðar. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu munu endanlegar upplýsingar um birgðir í lok ágústmánaðar ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan september, þegar afurðastöðvar hafa skilað inn upplýsingum um þeirra stöðu. Ásetningur minnkað mjög á undanförnum árum Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Kjarnafæðis Norðlenska og formaður Samtaka sláturleyfishafa, segir að taka verði opinberum tölum með fyrirvara, því þær gefi aðeins til kynna það magn sem afurðastöðvarnar sjálfar eru með – en ekki til dæmis kjötvinnslur og önnur fyrirtæki í úrvinnslu kindakjöts. Munurinn sé þó aldrei afgerandi mikill í þessu tilliti – og tölurnar ættu því að gefa nokkuð góða mynd. „Við erum í raun komin á góðan stað, með einhvers konar jafnvægispunkt á milli framleiðslu og eftirspurnar á innanlandsmarkaði. Framleiðslukostnaður kindakjöts hefur hækkað mjög á undanförnum árum og um árabil hefur afurðaverð verið bændum óviðunandi. Því hafa bændur minnkað mjög ásetning á undanförnum árum, segir Ágúst. Á milli áranna 2020 og 2021 varð 4,1 prósenta fækkun sauðfjár í landinu, þar sem vetrarfóðruðum kindum fækkaði úr 401.826 í 385.509. Ágúst segir að af þessu leiði óhjákvæmilega að eitthvað færri gripir komi til slátrunar þetta haustið. „Það verður mjög líklega minni framleiðsla, þó við sjáum ekki fyrir okkur eitthvert hrun núna. Ef hins vegar þessar verðhækkanir til bænda hefðu ekki komið til, þá hefði verið veruleg hætta á hruni í næstu sláturtíð – þar sem bændur taka ákvörðun um sinn ásetning ár fram í tímann.“ Það var nauðsynlegt að hækka afurðaverðið umtalsvert „Það er alveg ljóst að eftirspurn eftir kindakjöti getur fallið eitthvað með hækkandi vöruverði á kindakjöti, sem mun fylgja hækkunum á afurðaverðinu. En það var nauðsynlegt á þessum tímapunkti að verð til bænda hækkaði umtalsvert til að mæta þeim gríðarlegu kostnaðarhækkunum sem hafa orðið á þeirra aðföngum. Það var alveg tómt mál að tala um lengur, að það gangi lengur að varan sé seld á markaði fyrir verð sem er langt undir framleiðslukostnaði,“ segir Ágúst. Hann bendir á að þetta sé bara leiðrétting á kjörum sauðfjárbænda, því fari fjarri að þessar hækkanir bæti afkomumöguleika þeirra eitthvað verulega. „Kostnaðarhækkanirnar hafa verið með þvílíkum ólíkindum að afurðaverðshækkanirnar gera lítið annað en að halda í horfinu. Kindakjöt hefur verið mjög ódýrt á markaði og kannski miklu ódýrara en það ætti að vera miðað við framleiðslukostnað. Íslendingar eru því góðu vanir hvað varðar verðlag á þessari vöru og því gæti talsverð hækkun leitt til minni eftirspurnar. En neytendur ættu samt að hafa það í huga að það er ekki þeim í hag að sauðfjárbændur fái svo lítið greitt fyrir sínar afurðir að þeim sé nauðugur einn kostur að hætta búskap, sem getur svo leitt af sér vöruskort á lambakjöti.“ /smh - Framhald á bls. 2 Fæðuöryggi Íslendinga byggist á því að ungt fólk vilji leggja fyrir sig búskap og bújarðir haldist í byggð. Meðalaldur starfandi bænda er rétt undir 60 árum og erfitt fyrir ungt fólk að taka við keflinu. Lág afkoma og hár stofnkostnaður verður til þess að fólk leitar í önnur störf. Þrúgandi skattbyrði við sölu á bújörðum verður til þess að framleiðsluréttur og búpeningur er seldur í burtu. Á jörðum þar sem búskapur hefur verið felldur niður er ólíklegt að nýir aðilar endurreisi matvælaframleiðslu vegna kostnaðar. „Það hefur alltaf verið þannig og mun verða þannig um ókomin ár að fólk þarf að borða. Hverri þjóð er mikilvægt að framleiða sín matvæli því það er ekki forgangur neinnar þjóðar að flytja út matvæli þegar kreppir að,“ segir Steinþór Logi Arnarson, formaður Samtaka ungra bænda. Það er undir stjórnvöldum komið hvort hlúa eigi að ungu fólki sem vill stunda búskap. Ekki dugar að lækka þröskuldinn við að kaupa bújarðir, heldur þurfa tekjumöguleikar og félagslegt umhverfi að vera eftirsóknarvert. Íslendingar þurfa að hafa aðgang að hollum og góðum matvælum sem framleidd eru í nálægð við neytendur. Innlenda landbúnaðarframleiðslu er ekki hægt að reisa við á einni nóttu ef kreppir að. Því er nauðsynlegt að greinin standi alltaf á traustum grunni. / ÁL – Sjá nánar á bls. 20–21. Tryggja þarf nýliðun Uppfærður réttalisti 32 –3328-29 Ferskir lífrænir ávextir frá Andalúsíu í áskrift Íslenskir karlmenn munda nálina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.