Bændablaðið - 08.09.2022, Page 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022
FRÉTTIR
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
STAPI - 14,98 fm
Tilboðsverð
779.000 kr.
25%
afsláttur
BREKKA 34 - 9 fm
Tilboðsverð
489.000 kr.
25%
afsláttur
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
539.000 kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIG PLÁSS?
Afar einfalt er að reisa
húsin okkar. Uppsetning
tekur aðeins einn dag
TILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
Rúningur:
Íslandsvinur sló heimsmet
Breski bóndinn Marie Prepple sló
heimsmet í rúningi í lok ágúst. Það
er kannski ekki í frásögur færandi
fyrir íslenska lesendur nema fyrir
þá staðreynd að Marie kemur
reglulega hingað til lands til að
rýja fé íslenskra bænda.
Marie gerði atlögu við fyrsta
heimsmet kvenna í átta tíma löngum
rúningi á fullorðnu fé. Hún stóð við
rúning í fjórum tveggja tíma hollum
milli kl. 7 og 17 fimmtudaginn 26.
ágúst. Niðurstaðan var 370 ær á
8 klukkutímum, sem gerir 1,3 kindur
á mínútu.
Marie hefur vanið komur sínar
hingað til lands og ráðið sig í rúning
hjá íslenskum sauðfjárbændum
ásamt vinkonu sinni, Heiðu
Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda
á Ljótarstöðum í Skaftártungu.
Fer af þeim stöllum gott orð um
framúrskarandi vinnubrögð.
Í viðtali við landbúnaðarmiðilinn
The Scottish Farmer segist Marie
vera stolt af því að vinna í starfsstétt
þar sem konur eru metnar til jafns
við karla og fái m.a. sömu laun fyrir
vinnu sína. Marie elur manninn á
bænum Boyington Court Farm
í Kent þar sem hún elur sauðfé á
sjálfbæru beitarlandi og selur afurðir
beint frá býli.
/ghp
Seiglu, einbeitingu og fumlaus vinnubrögð þarf til að rýja 370 ær á átta tímum.
Það gerði Marie Prepple á dögunum og sló þar með heimsmet. Mynd / Emily Fleur
Kristinn Hugason ráðinn
samskiptastjóri Ísteka
Kristinn Hugason hefur hafið störf
sem samskiptastjóri Ísteka.
Kristinn hefur
meistaragráður
í búfjárkynbóta-
fræði (MSc) frá
SLU og í opinberri
stefnumótun og
stjórnsýslu (MA)
frá HÍ, er fram
kemur í frétta-
tilkynningu frá
Ísteka.
„Hann starfaði um árabil sem
landsráðunautur Búnaðarfélags
Íslands í hrossarækt og hjá
Bændasamtökunum ef t i r
stofnun þeirra, síðan innan
stjórnarráðsins; í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, sjávarútvegs-og land-
búnaðarráðuneytinu og atvinnu
vega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Þar sinnti hann m.a. málefnum
sjálfbærrar þróunar, fiskeldis,
matvælamálum, málefnum
dýravelferðar og var formaður
nefndarinnar sem samdi frumvarp
til núgildandi laga um velferð
dýra (lög nr. 55/2013), almennum
landbúnaðarmálum og hrossa-
ræktarinnar sérstaklega. Nú síðustu
árin hefur Kristinn starfað sem
forstöðumaður Söguseturs íslenska
hestsins. Hann hefur stundað
hestamennsku svo gott sem allt sitt líf
og hrossarækt sem viðfangsefni meira
og minna síðustu fjóra áratugina eða
svo,“ segir í tilkynningunni.
Í aðsendri grein á bls. 53
fjallar Kristinn um blóðtöku úr
fylfullum hryssum, þar sem hann
gerir athugasemd við málflutning
talsmanna þýsk-svissnesku dýra-
verndarsamtakanna AWF/TSB í
síðasta tölublaði Bændablaðsins.
/ghp
Kristinn
Hugason.
Nýlega bárust fréttir af því að
Kjarnafæði Norðlenska hefði
gert samninga við Fjallalamb
og Sláturfélag Vopnfirðinga um
kaup á umtalsverðu magni af
kindakjöti af þeim í yfirstandandi
sláturtíð.
Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri
Kjarnafæðis Norðlenska, segir
að fyrirtækið hafi reyndar um
árabil keypt kjöt af Sláturfélagi
Vopnfirðinga. Hann samsinnir því
að hugmyndin sé að tryggja nægt
magn hráefnis til að hægt sé að halda
öllum framleiðslukerfum gangandi
sem rekin eru undir móðurfélaginu
Kjarnafæði Norðlenska hf.
Ekki sé þó hægt að nefna magn-
tölur í þessu samhengi því það
sé alltaf ákveðin óvissa um
heildarmagn af innlögðu kjöti inn í
þessi sláturhús. Bændur séu frjálsir
í þessum viðskiptum og dæmi séu
um að þeir færi innlegg sitt á milli
sláturleyfishafa í stórum stíl.
Svipaður starfsmannafjöldi
sláturhúsa
Vegna þess að nú horfir til þess að
talsvert færri gripir muni koma til
slátrunar í yfirstandandi sláturtíð,
er Ágúst spurður um hvort ein-
hverjar breytingar séu fyrirséðar á
umfanginu hjá sláturhúsunum – til
dæmis starfsmannafjölda. „Ekki
núna, þetta verður ekki svo mikil
breyting á milli ára. En til framtíðar,
ef áframhaldandi
fækkun slátur-
gripa verður,
mun þetta þróast
þannig hjá
flestum, held ég,
að það verði horft
til þess að nýta
mannskapinn og
húsin sem best.
Það er því
nauðsynlegt að horfa til aukinnar
hagræðingar í sauðfjárslátrun
og reyndar slátrun almennt með
auknum heimildum til samstarfs
og verkaskiptingar þannig að unnt
verði að lækka sláturkostnað og nýta
fjárfestingu betur en nú er mögulegt.
Varðandi þróun framleiðslu
næstu ár vitum við hins vegar
lítið hvað mun gerast fyrr en það
birtast ásetningstölur, hversu margar
vetrarfóðraðar ær verða í landinu,“
segir Ágúst.
Hann segir að fyrir utan þessa
fækkun sláturgripa nú í haust,
megi gera ráð fyrir beinum
veðurfarslegum áhrifum síðasta
sumars á kindakjötsframleiðsluna.
„Í það minnsta á okkar svæði hér á
Norður- og Norðausturlandi. Ólíkt
sumrinu 2021, þá var sumarið núna
kalt og blautt, sem mun líklega
hafa áhrif á meðalþunga dilka – og
þannig heildarmagn lambakjöts.
Í raun og veru er best að spyrja
að leikslokum og þau eru í endaðan
október.“ /smh
Kjarnafæði Norðlenska kaupir
af Fjallalambi og Vopnfirðingum
Ágúst Torfi
Hauksson.
Ný verðlagsnefnd búvöru hefur
tekið ákvörðun um hækkun
lágmarksverðs mjólkur til bænda
og heildsöluverðs mjólkur og
mjólkurafurða sem nefndin
verðleggur.
Lágmarksverð 1. fl. mjólkur til
bænda mun þannig hækka um
4,56% úr 111,89 kr./ltr. í 116,99 kr./
ltr. frá og með 1. september sl. og
hækkar heildsöluverð mjólkur og
mjólkurvara sem nefndin verðleggur
um 3,72% en sú breyting tekur gildi
þann 8. september.
Verðhækkanirnar eru komnar
til vegna kostnaðarhækkana við
framleiðslu og úrvinnslu mjólkur
frá síðustu verðákvörðun sem var 1.
apríl 2022. Frá síðustu verðákvörðun
til septembermánaðar hafa gjaldaliðir
í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað
um 4,56% að meðaltali en þar vegur
þyngst hækkun á rekstrarvörum
(rúlluplasti og garni), olíukostnaður
og vaxtahækkanir.
Á sama tímabili hefur vinnslu-
og dreifingarkostnaður afurða-
stöðvanna hækkað um 2,67%
og er það grundvöllur hækkunar
heildsöluverðs auk hækkunar
á afurðaverði. Á fyrsta fundi nýrrar
verðlags nefndar var einnig tekið
fyrir erindi til nefndarinnar er varðar
tillögur starfshóps um verðlagsmál
í nautgriparækt. Sammæltist
nefndin um að ráðast í uppfærslu
á verðlagsgrundvelli mjólkur og
ákveðið var að formaður í samstarfi
við matvælaráðuneytið myndi
gera tillögu um framkvæmd og
verkáætlun verkefnisins, sem tekið
yrði fyrir á næsta fundi sem ákveðinn
hefur verið þann 6. október.
Formaður nautgripabænda,
NautBÍ, Herdís Magna Gunnars-
dóttir, segir ánægjulegt að loksins
stefni í að uppfærður verð-
lagsgrundvöllur líti dagsins ljós.
„Verðlagsgrunnur kúabús
er orðinn yfir 20 ára gamall,
grunnbúið er með 188.000 lítra
framleiðslu auk uppeldis geldneyta
en á síðustu áratugum hefur orðið
gríðarleg framþróun í íslenskri
mjólkurframleiðslu,“ segir hún
m.a. í aðsendri grein sem finna
má á bls. 49 í þessu tölublaði. Hún
bendir á þær breytingar sem orðið
hafa á þessum 20 árum og að árið
2021 hafi meðalinnleggið verið um
288.000 lítrar.
„Það gefur því auga leið að
núverandi grundvöllur lýsir ekki
hagkvæmu nútímabúi.“
Verðlagsnefnd búvara
2022–2024
Ný verðlagsnefnd búvara var skipuðu
í sumar og kemur til með að starfa
árin 2022-2024. Matvælaráðherra
skipaði nefndina á grundvelli 7.
gr. búvörulaga nr. 99/1993. Tveir
fulltrúar eru tilnefndir af samtökum
launþega, tveir af Bændasamtökum
Íslands og tveir af Samtökum
afurðastöðva í mjólkurframleiðslu.
Ráðherra tilnefnir einn fulltrúa og
er hann formaður nefndarinnar.
Varamenn eru tilnefndir með
sama hætti.
Í nefndinni eiga sæti: Kolbeinn
Hólmar Stefánsson, skipaður
formaður án tilnefningar, Herdís
Magna Gunnarsdóttir og Reynir Þór
Jónsson, tilnefnd af Bændasamtökum
Íslands, Elín Margrét Stefánsdóttir
og Pálmi Vilhjálmsson, tilnefnd
af Samtökum afurðastöðva í
mjólkuriðnaði, Helga Ingólfsdóttir,
tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
og Hrannar Már Gunnarsson,
tilnefndur af Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja.
Varamenn nefndarinnar eru:
Elísabet Anna Jónsdóttir, Rafn
Bergsson, Hermann Ingi Gunnarsson,
Ásvaldur Þormóðsson, Þórunn
Andrésdóttir, Björn Snæbjörnsson
og Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Einnig hefur ráðherra tilnefnt
Hálfdán Óskarsson sem fulltrúa
minni vinnslufyrirtækja mjólkur
sem áheyrnarfulltrúa í nefndina
og hefur hann tillögurétt. Með
nefndinni starfar jafnframt Arnar
Freyr Einarsson, hagfræðingur í
matvælaráðuneytinu. /ghp
Lágmarksverð mjólkur hækkar
– Ný verðlagsnefnd búvara tekin til starfa
Hækkun mjólkurverðs til bænda nemur 4,56% sem samsvarar hækkun gjaldaliða í rekstri kúabús. Mynd / ghp