Bændablaðið - 08.09.2022, Page 15

Bændablaðið - 08.09.2022, Page 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 DAGSKRÁ ULLARVIKUNNAR 2022 Laugardagur 1.október 13:00-16:00 |Á Hellu: Dagur Sauðkindarinnar Sunnudagur 2.október 14:00-16:00 |Árbæjarhjáleiga: LITASÝNING sauðFár, kaffi og kökur -Fjárræktarfélagið „Litur“. Mánudagur 3.október 11:00-15:00 |Uppspuni: Tröllabandaprjón -hægt að koma og læra að prjóna sessur úr tröllabandi með tröllaprjónum. Efni og áhöld Yl sölu á staðnum. Þriðjudagur 4.október 11:00-15:00 |Uppspuni: Litunardagur -handlitun í po[ Yl sýnis. Miðvikudagur 5.október 10:00-16:00 |Skinnhúfa: Námskeið „Botanical Dyeing“: Grasaþrykk/prentun -á ensku: Liz 15:00-18:00 |Uppspuni: Víkingastemmning -víkingar sýna handverk og bjóða uppá keYlkaffi. Fimmtudagur 6.október 10:00-16:00 |Skinnhúfa: Námskeið „Botanical Dyeing“: Grasaþrykk/prentun -á ensku: Liz 14:00 |Fél. Þingborg: Prjónakaffihús, opnun á sýningunni: „Sýnishornið“ 14:00-18:00 |Fél. Þingborg: „Ullarútsaumur“ -kennt á íslensku: Guðrún Hildur Rosenkjær (Annríki) 19:30-20:30 |Fél. Þingborg: Fyrirlestur um peysuprjón -Guðrún Hildur Rosenkjær (Annríki) 20:30-22:00 |Fél. Þingborg: Prjóna og spunakvöld Föstudagur 7.október 09:00-12:00 |Skinnhúfa: Námskeið „Litun í örbylgjuofni“ -á ensku: Laura „Spinner“ 10:00-17:00 |Fél. Þingborg: Prjónakaffihús 11:00-15:00 |Uppspuni: Opið hús í verksmiðjunni 12:00-18:00 |Vinnustofur opnar hjá níu Spunasystrum (sjá ★ á korY fyrir staðsetningar) -opið Yl 21.00 á ★ Þykkvabæjarklaustri. 13:00-16:00 |Fél. Þingborg: „Sokkaprjón“ -kennt á íslensku og ensku: Elena 16:00-19:00 |Fél. Þingborg: „Spuni á rokk“ (f. byrjendur og uppri_un) -kennt á ísl. og ensku: Margrét og Þórey 19:30-22:00 |Hespa: Prjóna- og spunakvöld -velkomið að mæta með vín. Laugardagur 8.október 9:00-12:00 |Skinnhúfa: „Spuni & kembur“ -kennt á íslensku og ensku: Laura & Maja Siska 10:00-13:00 |Fél. Þingborg: „Weave a Bracelet“ (bandvefnaður) -kennt á ensku og þýsku: Marled. 10:00-17:00 |Fél. Þingborg: Prjónakaffihús 12:00-18:00 |Vinnustofur opnar hjá níu Spunasystrum (sjá ★ á korY) 14:00-17:00 |Fél. Þingborg: Námskeið „Lopapeysuprjón“ -kennt á íslensku: Margrét og Anna Dóra 11:00-15:00 |Uppspuni: Rúningur & opið Fárhús - hægt að velja reyfi Yl þess að láta spinna band 16:00-18:00 |Hespa: Opinn fyrirlestur & kynningu á „Indigó -blái liturinn“. Sunnudagur 9.október 10:00-17:00 |Fél. Þingborg: Markaður, Prjónakaffihús. Matarvagnar. 10:00-13:00 |Fél. Þingborg: Námskeið: „Kríl“ (börn og foreldri) -kennt á íslensku: Marianne Ullarhringurinn með opið alla vikuna: Ullarversluninni Þingborg (10:00-17:00), Hespuhúsinu (9:00-17:00) og Uppspuna (virka daga 9:00-16:00 og helgina 11:00-15:00). Námskeið sem þarf að skrá sig í eru með skáletrun. Skráning hefst í september. Þeir sem skrá sig á póstlista fá glkynningu þegar skráning hefst: www.ullarvikan.is. Aðrir viðburðir eru fríir og opnir öllum. Birt með fyrirvara um breygngar 30.08.2022. Metfjöldi grænna skrefa Meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar fyrir 2021 hafa aldrei verið tekin jafn mörg skref í átt að umhverfis- vænum rekstri hjá ríkisstofnunum og á síðasta ári, eða 444. Verkefnið er ekki lengur valkvætt og hluti af rekstri ríkisstofnana. Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Verkefnið er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er þátttaka stofnunum að kostnaðarlausu. Hluti af rekstri ríkisstofnana Í skýrslunni segir að rekja megi aukninguna til aukinnar vitundarvakningar í umhverfis- og loftslagsmálum og almenns áhuga á að gera betur í þeim efnum. Aldrei fyrr hafa jafn mörg Græn skref verið stigin eins og árið 2021, eða 444. Til samanburðar voru 557 skref stigin á árunum 2014 til 2020. Umhverfisstofnun og stjórnvöld hafa aukið áherslu á verkefnið sem ekki er lengur valkvætt og er núna hluti af rekstri allra ríkisstofnana og skulu allir ríkisaðilar setja sér loftslagsstefnu með mælan- legum markmiðum, og tímasettum aðgerðum. Verkefnið er hluti af aðgerðar- áætlun loftslagsstefnu Stjórnarráðsins sem samþykkt var árið 2019. Markmið Grænna skrefa • Draga úr neikvæðum umhverfis- áhrifum af starfsemi ríkisins • Efla umhverfisvitund starfs- manna • Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra • Draga úr rekstrarkostnaði • Innleiða áherslur í umhverfis- málum sem þegar hafa verið samþykktar • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur fái viðurkenningu fyrir metnað sinn í umhverfis- málum • Stofnanir, ráðuneyti og annar ríkisrekstur geti innleitt að- gerðir á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli starfsseminnar • Aðgerðir stofnana í umhverfis - málum séu sýnilegar Árangur Samkvæmt skýrslunni náist taksverður árangur í að draga saman í innkaupum, samgöngum og orkunotkun. Í að auka meðvitund um umhverfismál innan vinnustaða. Auk þess sem segir að örugg skref hafi verið stigin í átt að markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ríkisaðila. Í dag skila 111 stofnanir grænu bókhaldi en tæplega 18.000 starfsmenn eru á vinnustöðum sem eru virkir þátttakendur í Grænum skrefum. /VH Votlendissjóður tilnefndur til umhverfisverðlauna Votlendissjóður hefur verið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Sex verkefni voru tilnefnd á dögunum sem leggja allar út frá náttúrumiðuðum lausnum sem alhliðasvar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins. Votlendissjóður er sjálfseignar- stofnun sem rekin er á framlögum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hlutverk hans er að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun koltvísýringsígilda, efla líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og bæta vatnsbúskap í veiðiám. Samkvæmt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra voru 59 hektarar votlendis endurheimtir árið 2021 fyrir tilstuðlan Votlendissjóðs og 131 hektari það sem af er árinu 2022. Aðrir tilnefndir til umhverfis- verðlauna Norðurlandaráðs er verkefni um víðtæka gróðursetningu marhálms í Vejle-firði í Danmörku, sjálfboðaliðasamtökin Virho rf sem staðið hafa fyrir endurheimt ótal áa og lækja í Finnlandi, grænlenska tískumerkið Louise Lynge sem vekur athygli á loftslagsbreytingum með hönnun „zero waste“ fatnaði, votlendið Kristiansstads vattenrike, sem er elsta UNESCO-lífhvolf Svíþjóðar og sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum sem skapað hefur votlendisgarð í nágrenni bæjarins sem nýtist sem afþreyinga- og fræðslusvæði. Tilkynnt verður um vinningshafa þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300.000 danskar krónur. /ghp Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021. Mynd/ Votlendissjóður

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.