Bændablaðið - 08.09.2022, Síða 17

Bændablaðið - 08.09.2022, Síða 17
17Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Samkvæmt reglugerð númer 1100/2019 er bannað að veiða sel við landið nema með sérstöku leyfi frá Fiskistofu. Bannið á við veiði á öllum selategundum. Í reglugerðinni kemur fram að selveiðar séu óheimilar á íslensku forráðasvæði í sjó, ám og vötnum nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu og getur stofnunin veitt leyfi til takmarkaðra veiða á sel til eigin nytja innan netlaga þar sem veiðar hafa verið eða verða stundaðar sem búsílag. Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um leyfi til selveiða til eigin nytja á árinu 2023. Umsóknarfrestur er til 1. október 2022 og skal umsóknum skilað á eyðublaði sem senda skal með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa. is eða með bréfpósti á heimilisfangið Fiskistofa, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri. /VH Fiskistofa getur veitt leyfi til tak- markaðra selveiða. Mynd / HKr. Selveiðar bannaðar nema með undanþágu Rannsóknaskipið Árni Frið­ riksson kortlagði í ágúst alls um 8.964 ferkílómetra hafsvæði vestan við Látragrunn, á Dohrnbanka og á Selvogsbanka. Leiðangurinn er hluti af átaksverkefni Hafrannsókna­ stofnunar um kortlagningu hafsbotns í efnahagslögsögu Íslands. Markmið verkefnisins er að afla þekkingar sem nýtast mun á ýmsan hátt og er forsenda frekari vísindarannsókna við nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu, á hafsbotni og undir hafsbotni. Að þessu sinni var markmið sett að kortleggja veiðislóðir á Vestfjarðamiðum í tengslum við veiðiálag síðastliðinna ára og togstöðva í verkefninu Stofnmælingu botnfiska. Í lok leiðangursins hefur 44,3% efnahagslögsögunnar verið kortlögð, eða liðlega 333.700 ferkílómetrar af alls 754.000 ferkílómetra efnahagslögsögu landsins. Brjálaði hryggurinn Í fyrsta hluta leiðangursins var fyllt upp í þekju vestan við Látragrunn þar sem jökulgarðurinn sem nefndur er „Brjálaði hryggurinn“ var mældur árið 2011, í tengslum við hrygningarstöðvar steinbíts á Látragrunni og mögulegum búsvæðum kórala. Í kantinum við hrygginn sjást plógför ísjaka á allt að 600 metra dýpi. Undan kantinum er um fjórtán kílómetra langur hryggur sem liggur í NV­SA og rís um 60 metra af hafsbotninum. Hugsanlegar aurkeilur sjást í kantinum á austanverðu mælingasvæðinu. Á dýpsta svæðinu er botnharkan mjög lág sem gefur til kynna að þar hefur töluvert magn af mjúku seti sest til í lægðum. Á Dohrnbanka Í öðrum hluta leiðangursins var stefnan tekin á Dohrnbanka. Þar voru mörkin dregin við miðlínu efnahagslögsögunnar og fjölgeislamælingar frá mælinga­ árinu 2002. Yfirlit fjölgeislamælingar Hafró 2000 til 2022. Mynd Hafrannsóknastofnun Hafrannsóknastofnun: 44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð Miklar sviptingar í ástandi sjávar gerðu yfirferð fjölgeislamælinga mjög erfiða. Vegna veðurs tókst ekki að ljúka mælingum á Dohrnbanka, en til stóð að tengja þær saman við eldri mælingar í Grænlandssundi. Botnlag á Dohrnbanka er mjög fjölbreytt. Meðal þess sem sést í fjölgeislagögnunum eru stórir hryggir og farvegir sem kvíslast niður á víðáttumikla sléttu sem ber mikil ummerki um plógför ísjaka. Sæfjöll og hraun við Surtsey Í þriðja og síðasta hluta leiðangursins var hafsvæðið á Selvogsbanka mælt frá eldri mælingum Hafrannsóknastofnunar að 100 metra jafndýpislínu. Vestan við Surtsey var mælt yfir mikið af smáum sæfjöllum sem áður hafa verið mæld með eingeislamæli. Sæfjöllin fylgja tveimur sprungu­ stefnum, annars vegar í NV­SA og hins vegar í NA­SV. Við 100 metra jafndýpislínuna er mikið hraun eða klöpp sem sést einnig á sjókortum. Með fjölgeislagögnunum er hægt að kortleggja útbreiðslu þess með mun meiri nákvæmni. Botnharka sýndi að umhverfis hraunið og víða á mælingasvæðinu norðanverðu er mikið af mjúku seti. /VH

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.