Bændablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 21

Bændablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 Jónas Davíð Jónasson, formaður Félags ungra bænda á Norðurlandi (FUBN) og gjaldkeri SUB, hefur bent á að til þess að eðlileg nýliðun geti átt sér stað þurfi eldri kynslóðir að geta stigið til hliðar með reisn. Bændur sem hafa alist upp á sínum jörðum og eytt öllum sínum starfsaldri í að byggja upp þurfa að geta vikið fyrir næstu kynslóð án þess að koma illa út fjárhagslega. Það sé þó ekki raunin og því allt of algengt að fólk velji frekar að selja frá jörðinni bústofn og kvóta til þess að nýta sem ellilífeyri. Í landbúnaðarstefnu ríkis- stjórnarinnar sem er tekin saman í bæklingnum Ræktum Ísland kemur fram að árið 2020 hafi skattalögum verið breytt til þess að auðvelda kynslóðaskipti í landbúnaði. Með þeim breytingum sé hægt að dreifa skattgreiðslum af söluhagnaði bújarða á 20 ár í stað sjö. Eyðijarðir fari ekki í búskap „Það eru ótrúlega margir sem hafa áhuga á að fara í landbúnað og mér finnst það alltaf hafa verið,“ segir Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni. Hins vegar sé alls ekki mikil hreyfing á þessum markaði. Rúmlega hundrað jarðir skipti um eigendur á ári hverju og eru eyðijarðir og landskikar inni í þeirri tölu. Þær eyðijarðir sem seljast séu almennt ekki keyptar til þess að fara í búskap því það þurfi svo mikið til að koma honum í gang. Í ljósi þessa er mikilvægt að jarðir seljist í heilu lagi ef það á áfram að vera búrekstur á þeim. Hlutdeildarlán og séreignarsparnaður Innan raða BÍ og SUB hefur verið rætt um möguleika þess að bjóða ungum bændum hlutdeildarlán fyrir bújörðum með svipuðum formerkjum og við kaup á fyrstu íbúð, en nú er ekkert slíkt í boði. Einnig hafa þær hugmyndir vaknað hvort ungum bændum ætti að standa til boða að nýta séreignarsparnaðinn til þess að standa straum af útborgun. Ljóst er þó að vinnan við þetta krefst bæði mikillar vinnu og lagabreytinga. Byggðastofnun lánar 90% til ungra bænda Arnar Már Elíasson, settur forstjóri Byggðastofnunar, segir að hefðbundin fjármögnun frá bönkunum hafi í gegnum tíðina numið 70-75% af kaupverði bújarða. Byggðastofnun byrjaði hins vegar árið 2020 að bjóða upp á 90% fjármögnun á bújörðum fyrir unga bændur. Þegar þetta er skrifað hafa 27 lán til kynslóðaskipta verið veitt. „Þetta var algjör bylting og breytti markaðnum verulega. Þetta varð til þess að það varð mikið um kynslóðaskipti í landbúnaði þar sem eldri bændur gátu selt og losað sig út, og nýir og ungir bændur gátu tekið við,“ segir Arnar Már. Einungis vextir fyrstu árin Vaxtakjörin hjá Byggðastofnun hafa verið sambærileg og hjá bönkunum. Hins vegar eru þessi lán ólík öðrum lánum á almennum markaði að því leyti að heimilt er að greiða eingöngu vextina fyrstu þrjú árin. „Það er til þess að lækka greiðslubyrðina á meðan ungir bændur eru að koma sér af stað,“ segir Arnar Már. Að þremur árum liðnum byrja bændurnir að greiða vexti og afborganir eins og þeir hefðu gert það frá upphafi, án þess að það hafi safnast í einhvern stóran ógreiddan reikning. Lánshlutfall Landsbankans þegar verið er að fjármagna bújörð í rekstri er að hámarki 70%. „Það sem við skoðum fyrst er: Hvað getur þessi starfsemi gefið af sér og staðið undir miklum skuldum án þess að þær sligi reksturinn? Það þarf bæði að hugsa um hagsmuni bankans og lántakandans, enda fara þeir saman,“ segir Haukur Ómarsson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans. Þetta þýðir að eftir standa 30% sem kaupandi þarf að fjármagna með öðrum leiðum. Samkvæmt Hauki er í sumum tilfellum samið um seljandalán og getur seljandinn þá verið með annan veðrétt í jörðinni á eftir bankanum. Í þessu samhengi nefnir Haukur að nýliðunarstyrkirnir komi að góðum notum við að niðurgreiða seljandalánið. Útfærsla kvóta hamlar kynslóðaskiptum Haukur segist sjá ákveðna samsvörun milli kynslóðaskipta í sjávarútvegi og í mjólkurframleiðslu. Í báðum tilfellum þarf að kaupa framleiðslurétt eða aflaheimildir sem eru það dýrar að erfitt er að fjármagna þær. Verðmæti jarða er ekki lengur ákvarðað af undirliggjandi rekstri heldur út frá verðmæti kvótans og öðrum gæðum jarðarinnar sem erfitt er að standa undir. Þetta verður til þess að þeir sem kaupa bújarðir, rétt eins og sjávarútvegsfyrirtæki, eru oft utanaðkomandi fjársterkir aðilar, frekar en afkomendur sem taka við keflinu. Steinþór Logi hjá SUB segir hins vegar að kvótinn sé nauðsynlegur til þess að tryggja fyrirsjáanleika í framleiðslunni. Eftir að hámarks- verð mjólkurkvótans var sett í þrefalt afurðastöðvaverð varð fjármögnunarkostnaðurinn hamlandi fyrir greinina sem kemur í veg fyrir kynslóðaskipti. Það fjármagn sem hver kynslóð þarf að greiða í vexti við kaup á mjólkurkvóta sé fjármagn sem myndi gagnast betur ef hægt væri að nýta það til uppbyggingar og nýsköpunar á jörðunum sjálfum. Nýliðunarstuðningur hjálpar aðeins Ungir bændur eiga þess kost að sækja um nýliðunarstuðning frá stjórnvöldum. Sá stuðningur getur verið allt að 20% af þeirri fjárfestingu sem lagt er út í, þó aldrei meira en níu milljónir króna. Á hverju ári er ákveðinn pottur til úthlutunar og skerðist framlögin til einstakra nýliða ef margir sækja um. Þó er hægt að sækja um styrkinn í þrjú ár þangað til að hámarkinu er náð. Á árunum 2017-2021 voru veittar 684 milljónir króna í nýliðunarstyrki á 131 búi. Í ár verða rúmlega 144 milljónir króna til ráðstöfunar Stjórnvöld hafa sett ákveðin skilyrði sem umsækjendur þurfa að fullnægja til þess að eiga rétt á hámarksgreiðslu. Þar er m.a. horft til menntunar umsækjenda, jafnréttissjónarmiða, starfsreynslu ásamt framkvæmdar-, og rekstraráætlunar. Einnig þurfa umsækjendur að vera á aldrinum 18-40 ára og sýna fram á að þeir séu nýliðar í landbúnaði. Munar um hverja krónu Haukur Marteinsson fór nýlega inn í búskapinn með foreldrum sínum á Kvíabóli í Köldukinn. Hann fór þá leið að kaupa sér 51% hlut í fyrirtækinu sem foreldrarnir voru búnir að stofna utan um búreksturinn og gat nýtt sér nýliðunarstyrkinn. Hann segir að með því að sækja sér þá þjónustu sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) veitir við styrkumsóknir hafi þetta verið lítið mál. „Ég held að allt of margir kvarti yfir því að þetta sé of flókið en svo hringir enginn í RML. Þó maður viti kannski hvað eigi að gera þá er gott að láta RML taka óvissuna út í staðinn fyrir að naga puttana í þrjá daga,“ segir hann. Þegar Haukur var búinn að skila inn umsókninni í september árið 2019 skilaði styrkurinn sér síðar um veturinn. Haukur segir að styrkurinn hafi skipt miklu máli, þrátt fyrir að vera hlutfallslega lítill miðað við heildarfjárfestinguna, sem er á annað hundrað milljónir króna. Þetta hjálpi til að mynda mikið til við að standa straum af ýmsum aukakostnaði sem fylgi því að taka við búi s.s. þinglýsingargjöld, lántökugjöld o.fl. Vitundarvakning Þuríður Lillý segist hafa orðið vör við vitundarvakningu hjá stjórnvöldum, Bændasamtökum íslands og öðrum hlutaðeigandi aðilum. Þeir skilji alvarleika vandans. Ef viðhalda eigi innlendri matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þarf að tryggja að ungt fólk geti komist í búskap og jafnframt að eldri kynslóðir geti stigið til hliðar með fullri reisn. „Ég held að þessu verði breytt til hins betra á næstu misserum. Vonandi verður hægt að koma að einhverjum breytingum við næstu endurskoðun á búvörusamningunum.“ Til þess að stuðla að aukinni nýliðun í landbúnaði segir Þuríður Lillý það nauðsynlegt að tryggja betri lánakjör og breyta skattaumhverfinu til þess að eldri bændur hafi efni á því að víkja frá sínum jörðum. Það væri þá hægt að hafa einhvern hvata fyrir þá sem eru að selja jarðir til þess að selja jarðirnar á lægri upphæð ef það verður til þess að jörðin haldist í búrekstri. Besti lífsstíllinn að vera bóndi Steinþór Logi segir að þrátt fyrir allt felist mikil tækifæri í því að verða bóndi. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, kórónuveirufaraldurinn eða stríðið í Úkraínu hafi verið ófyrirsjáanlegt. Ómögulegt sé að vita hvað gerist eftir ár eða áratug, en eitt sé þó víst: fólk þarf að borða. Því sé mikilvægt að íslenskur landbúnaður leggist ekki af. Ef það á ekki að gerast þarf ungt fólk að sjá sér fært að velja starfsvettvanginn og þar ræður raunverulegur vilji stjórnvalda miklu hvernig þróunin verður. „Fyrir utan það þá er lífsstíllinn að vera bóndi besti lífsstíll sem nokkur getur valið sér. Það er stór partur af lífi manns hvað maður velur sér að starfa við og ef einhver hefur minnstan grun um að það geti veitt honum lífsfyllingu að stunda landbúnað, þá er það sennilega rétt hjá honum.“ HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Steinþór Logi Arnarson, formaður SUB, segir engan vita hvað framtíðin beri í skauti sér, en eitt sé þó víst: fólk þarf að borða. Mynd / H.Kr Þuríður Lillý segir sauðfjárbændur þurfa að sækja vinnu utan heimilis. Bújarðir fjarri atvinnumöguleikum fari því í eyði. Mynd /Aðsend
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.