Bændablaðið - 08.09.2022, Síða 22

Bændablaðið - 08.09.2022, Síða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 ORKA OG AUÐLINDIR Sala íslenskra aflátsbréfa til kaupenda raforku í Evrópu hefur staðið yfir í meira en áratug: Íslendingar hafa selt syndaaflausnir vegna losunar á 68 milljónum tonna af CO2 – að auki hafa Íslendingar tekið á sig syndir annarra á pappírunum vegna losunar á nær 153 tonnum af geislavirkum úrgangi Íslensk orkufyrir- tæki og ráðamenn þjóðarinnar stæra sig af þessu og vísa gjarnan til þeirra miklu peninga sem fást fyrir hreinleika- eða upprunavottorðin. Þeim virðist slétt sama um þá neikvæðu ímynd sem um leið er sett á íslenska orku- framleiðslu í opinberum plöggum Orkustofnunar. Allt virðist í þeirra augum réttlætanlegt fyrir peninga og sagt að þetta skipti engu máli. Það viti jú allir að Íslendingar framleiði nær 100% sinnar raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum, fallvatnsorku og jarðvarma. Þetta viðhorf er svo m.a. staðfest í ársskýrslu Landsvirkjunar þar sem mjög ítarlega er farið í saumana á losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðvarma, lónum og vegna ýmissa þátta í rekstri eins og aksturs bifreiða. Ferðir starfsfólks til og frá vinnu eru þar meira að segja tíundaðar og sagðar losa 107 tonn af CO2 ígildum árið 2021. Það er hins vegar ekki orð um að taka ábyrgð af sölu upprunavottorðanna og taka erlenda sóðaskapinn sem þar kemur á móti inn í bókhald fyrirtækisins. Aflátsbréf upp á losun á 68 milljónum tonna af CO2 á ellefu árum Þegar litið er á 11 ára sölusögu á hreinleikavottorðum eins og hún er skráð hjá Orkustofnun, þá sést að heildarlosun koltvísýrings (CO2) sem orkusalar úti í Evrópu telja sig hafa hvítþvegið sig af nemur 68.064.786,9 tonn af CO2. Já, rúmum 68 milljónum tonna, eða nærri 6,2 milljónum tonna á ári að meðaltali, reiknað út frá uppgefinni losun á hverja kílówattstund. Þá telja orkusalar úti í Evrópu sem nota íslensku upprunavottorðin að þeir beri heldur ekki ábyrgð á losun 152,6 tonna af geislavirkum úrgangi heldur íslenskir orkuframleiðendur. Það er losun sem nemur að meðaltali nærri 13,9 tonnum af geislavirkum úrgangi á ári. Nær þreföld sú losun sem Ísland ber ábyrgð á samkvæmt samningum Samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar nam heildarlosun Íslands árið 2020 alls rúmum 13,5 milljónum tonna af CO2 -ígildum. Árleg meðaltalslosunin sem við ættum að bera ábyrgð á úti í Evrópu með sölu á aflátsbréfum íslenskra orkufyrirtækja, nemur nærri helmingi heildarlosunar Íslands árið 2020. Samt er sú tala hvergi nefnd í tölum Umhverfisstofnunar. Þrátt fyrir það segir Umhverfisstofnun að samkvæmt skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum þá hafi Ísland borið ábyrgð á rúmum 2,7 milljónum tonna af CO2. Árleg losun sem evrópskir orkusalar eru hvítþvegnir af með kaupum sínum á íslenskum aflátsbréfum nemur því nær þrefaldri þeirri losun sem Umhverfisstofnun segir að Íslendingar beri ábyrgð á samkvæmt fjölþjóðlegum samningum. Syndaaflausn gefin út fyrir losun á 152,6 tonnum af geislavirkum úrgangi á 11 árum Umhverfisstofnun minnist svo ekki einu orði á að Íslendingar losi eitt einasta gramm af geislavirkum úrgangi. Enda hefur Umhverfisstofnun trúlega ekki vitneskju um eitt einasta kjarnorkuver í rekstri á Íslandi. Samkvæmt tölum Orkustofnunar hafa Íslendingar samt undanfarin 11 ár losað um 152,6 tonn af geislavirkum úrgangi með sölu upprunavottorða. Það gerir að meðaltali nærri 13,9 tonn á ári. Í skjóli þessa hafa evrópsk fyrirtæki fullyrt við sína viðskiptavini að þau beri ekki ábyrgð á þessum 152,6 tonnum hvað þá 68 milljónum tonna af koltvísýringi. Evrópsku fyrirtækjaeigendurnir geta meira að segja framvísað fallegum vottorðum um að orkan þeirra sé tandurhrein og komin alla leið frá Íslandi. Þeirra sálir séu því tandurhreinar. Auðvitað er þetta samt allt haugalygi, en gerir nokkur veður út af slíkum smámunum þegar veifað er þykkum seðlabúntum? Óhreinindi ekki færð til bókar Landsvirkjun framleiðir um 70% af raforku Íslendinga og að mestu með vatnsafli og um 85-87% orkunnar fer til stóriðju, en um 13-15% til orkusölufyrirtækja sem heita; ON, HS Orka, N1 Rafmagn, Fallorka, Orkusalan, Orka heimilanna, Orkubú Vestfjarða og Straumlind. Stefna Landsvirkjunar í lofts- lagsmálum og bindingu kolefnis virðist metnaðarfull í skýrslunni. Þar er samt ekki minnst einu orði á hvað Landsvirkjun ætti að taka á sig á pappírunum í losun gróðurhúsalofttegunda vegna sölu á hreinleikavottorða íslensku orkunnar úr landi. Allt er það fyrir utan sviga eins og svo margt annað í margumtöluðum alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Sala aflátsbréfa skilaði um milljarði króna á síðasta ári Í skýrslu Landsvirkjunar vegna ársins 2021 segir orðrétt um sölu upprunaábyrgða: „Loftslagsbreytingar eru eitt af stærstu verkefnum samtímans og neytendur eru sífellt að verða meðvitaðri um mikilvægi þess að bregðast við. Lykilþáttur í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru orkuskipti yfir í endurnýjanlega orku. Upprunaábyrgðakerfið byggir á alþjóðlegu samstarfi Evrópulanda og leikur mikilvægt hlutverk í að auka fjárhagslega hvata til framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Eftirspurn eftir grænni orku og þar með upprunaábyrgðum hefur aukist mikið undanfarið með tilheyrandi verðhækkunum á upprunaábyrgðum. Tekjur Landsvirkjunar af sölu upprunaábyrgða á árinu 2021 námu rúmlega einum milljarði króna og útlit er fyrir þó nokkurn tekjuvöxt á næstu árum.“ Orkuframleiðsla á Íslandi sögð verulega óhrein í gögnum Orkustofnunar Frá árinu 2011 þegar sala hófst á aflátsbréfum íslenskra orku- fyrirtækja og til ársloka 2021, þá hefur Orkustofnun vegna þeirra viðskipta einungis geta sagt að hrein raforkuframleiðsla á Íslandi með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi numið að meðaltali 39% á ári. Á þessu ellefu ára tímabili var samkvæmt pappírum Orkustofnunar verið að framleiða um 38% raf- orkunnar á Íslandi með kolum, olíu og gasi. Á sama tímabili framleiddu Íslendingar samkvæmt tölum Orku- stofnunar 23% raforkunnar að meðaltali á ári með kjarnorku. Samt er ekkert kjarnorkuver á Íslandi svo vitað sé. Sala nýju syndaaflausnanna í loftslagsmálum hófst 2011 Sala íslenskra aflátsbréfa fór rólega af stað fyrstu tvö árin. Árið 2011 sagði Orkustofnun að 99% íslensku raforkunnar væri framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Samt segir sama stofnun á heimasíðu sinni að einungis 89% íslensku raforkunnar væri framleidd það ár með endurnýjanlegum orkugjöfum, annað með jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Þá segir Orkustofnun að hrein raforkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi verið komin niður í 63% á árinu 2012, en áfram er samt flaggað nær 100% hreinleika orkunnar. Hreina íslenska orkan fór niður í 9% árið 2019 Nokkuð flökt hefur verið á sölunni eftir stöðu í rekstri fyrirtækja úti í Evrópu. Árið 2016 var gott ár í slíkum viðskiptum og þá var hrein orkuframleiðsla á Íslandi komin niður í 13% samkvæmt OS. Hún fór svo niður í 11% árið 2018 og 9% árið 2019 vegna mikillar sölu aflátsbréfa. Hækkandi orkuverð og samdráttur í fyrirtækjarekstri í Evrópu breytti þessari tölu í 13% árið 2020. Enn meiri hækkun orkuverðs og samdráttur í fyrirtækjarekstri vegna Covid-19 dró svo talsvert úr sölu íslenskra aflátsbréfa árið 2021. Þá var hrein raforkuframleiðsla á Íslandi sögð nema 63% af heildaraforkuframleiðslu landsins, eða sama hlutfall og 2012. Vísvitandi logið að trúgjörnum almúganum? Ef verið er að selja hluta af hreinleika íslensku orkunnar úr landi, þá hlýtur það að þýða að verið sé að selja þessa sömu orku úr landi og í staðinn verði menn að taka óhreinindin að sér og færa til bókar. Ef það er ekki gert, þýðir það á mannamáli að verið sé ljúga vísvitandi að einhverjum. Siðlaust háttalag af þessum toga er svo sem ekkert nýtt. Kirkjan stundaði sams konar iðju á öldum áður. Það kölluðust aflátsbréf og gat fólk keypt slík bréf til að hvítþvo sig af drýgðum syndum. Aflátsbréf voru vottorð sem sölumenn páfa seldu um alla Evrópu til að fjármagna framkvæmdir við Péturskirkjuna í Róm. Aflátsbréf áttu að tryggja þeim sem keyptu bréfin, afslátt frá hreinsunareldi eftir dauða. Fyrsta prentaða skjalið úr prentsmiðju Gutenbergs var aflátsbréf. Sala slíkra aflátsbréfa stóð um aldir, en hún hófst í Þýskalandi árið 1516 og það var munkurinn Jóhannes Tetzel sem sá um sölu þeirra. Marteinn Lúther mótmælti þessu kröftuglega og er það talið marka upphaf svonefndrar siðbótar í trúmálum. Prestar og prelátar vissu svo sem vel að þeir höfðu ekkert umboð til að veita slíkar syndaaflausnir og drýgðar syndir hurfu ekkert þó fólk veifaði kirkjulegum syndaaflausnum á dánarbeðinum. Prestarnir þurftu heldur ekki að bera neina ábyrgð á sinni lygi. Kirkjan græddi hins vegar vel og þá var tilganginum náð. Nákvæmlega sama gildir um sölu syndaaflausna, – fyrirgefið – upprunavottorða, íslensku orku- fyrirtækjanna. Þau bréf eru einfaldlega hluti af þeirri alþjóðlegu peningafléttu sem sett var í gang í skjóli stýrðrar umræðu um „hamfarahlýnun“ af mannavöldum. Syndir Evrópubúa seldar til Íslands Sala aflátsbréfa íslenskra orku- fyrirtækja hefur skilað milljörðum Í rúman áratug, eða frá árinu 2011, hafa íslensk orkufyrirtæki selt hreinleika- eða upprunavottorð á raforku til fyrirtækja Evrópu. Í skjóli þessara vottorða hafa erlend fyrirtæki skreytt sig og segjast nota hreina orku sem samt er framleitt að meirihluta með kolum, olíu, gasi og kjarnorku. Á mannamáli þýðir þessi sala upprunavottorða að Íslendingar eru beinlínis að hjálpa erlendum fyrirtækjum að blekkja neytendur. Uppruni raforku á Íslandi samkvæmt tölum Orkustofnunar. Þetta skífurit sýnir meðaltal uppruna íslensku raforkunnar eftir frumorkugjöfum á árunum 2011 2021, þegar búið er að reikna inn í áhrif af sölu upprunavottorða. Á sama tíma og á sama stað og Orkustofnun setur fram upplýsingar um uppruna orku í samræmi við sölu upprunavottorða, birtir hún þessa mynd á heimasíðu sinni. Þar segir að raforka sem framleidd er á Íslandi sé 100% hrein. Jafnvel þó engin upprunavottorð væru seld, þá væri þetta ekki rétt. Nægir þar að nefna olíunotkun varaaflsstöðva og útlistanir í síðustu ársskýrslu Landsvirkjunar. Uppruni raforku á Íslandi 2021 samkvæmt gögnum Orkustofnunar. Hafa ber í huga að á þessu ári er hlutfall hreinu endurnýjanlegu orkunnar óvenju hátt, en það stafar líklega af samdrætti í sölu íslenskra upprunavottorða vegna erfiðleika í fyrirtækjarekstri í Evrópu í kjölfar Covid-19. Með gríðarlegiaaukinni kolabrennslu til raforkuframleiðslu í Evrópu á yfirstandandi ári má ætla að eftirspurn eftir bréfunum aukist í viðleitni manna til að hvítþvo sig af aukinni losun á CO2. Hörður Kristjánsson.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.