Bændablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 23

Bændablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 8. september 2022 ORKA OG AUÐLINDIR króna á undanförnum áratug. Í staðinn hefur Orkustofnun þurft að tilgreina „svo lítið beri á“ í sínu bókhaldi að Íslendingar séu alls ekki eins hreinir orkuframleiðendur og haldið er fram í opinberri umræðu og í gögnum orkufyrirtækjanna. Í stað sölu á upprunavottorðum þarf Ísland nefnilega að tilgreina hvað það tekur á sig í staðinn af losun gróðurhúsalofttegunda og geislavirks úrgangs. Ekkert er samt gert með þessar tölur á Íslandi og eru þær hvergi notaðar í umræðum um losun á gróðurhúsalofttegundum. Töfralausnin sem varð að martröð Mikil vandræði hafa verið í orku­ framleiðslu í Evrópu undanfarin ár. Sameiginlegur innri orkumarkaður var töfralausn sem Evrópusambandið hefur reynt að selja öllum þjóðum Evrópu, þar á meðal Íslendingum. Utan um þetta var búið til mikið regluverk sem komið var á með tilskipunum ESB í formi sérstakra orkupakka. Á árinu 2009 samþykkti ESB þriðja orkupakkann sem fól í sér tilskipanir um orku frá endurnýjanlegum orkulindum. Þar sem flest Evrópulönd voru orðin uppiskroppa með vatnsorku var lögð mikil áhersla á að Noregur og Ísland samþykktu orkupakkann undir beinum og óbeinum hótunum um mögulega riftun EES viðskiptasamstarfsins ef þetta færi ekki í gegn. Meirihluti íslenskra alþingismanna, eða 46 þingmenn, bitu á agnið og samþykktu innleiðingu á þriðja orkupakkanum þann 2. september 2019. Fullyrt var að þetta væri gert með einskærri umhyggju fyrir neytendum. Eftirlitsstofnunin ACER fylgist svo með að tilskipuninni sé framfylgt og hér er það hlutverk á hendi Orkustofnunar. Afhjúpun Dana á skortstöðukerfinu Nú hefur komið í ljós að neytendaumhyggjan var engin og innri orkumarkaðurinn og orkupakki 3 með öllum sínum millilandatengingum hefur valdið evrópskum neytendum stórkostlegu fjárhagstjóni. Þá kom berlega í ljós megin tilgangur sameiginlega orku­ markaðarins þegar vindmyllu­ rekendur í Danmörku upplýstu að Þjóðverjar greiddu þeim fyrir að slökkva á raforkuframleiðslu frá sínum vindmyllum. Um það má m.a. lesa í Bændablaðinu sem kom út 2. maí 2022. Var það allt gert samkvæmt því sem framkvæmdastjórn Evrópu­ sambandsins kallar „Electricity market design“, eða hönnun raforkumarkaðar. Reynt að endurskrifa söguna Í dag er svo verið að reyna að skrifa söguna upp á nýtt með því að skella allri skuldinni af háu orkuverði í Evrópu á stríðsrekstur í Úkraínu. Samt hafði orkuverðið í Evrópu verið á hraðri uppleið síðan 2019. Þá höfðu Þjóðverjar að kröfu Græningja slökkt á þrem kjarnorkuverum í ársbyrjun 2022, eða tveim mánuðum áður en átökin hófust. Þeir létu einnig undan kröfum Bandaríkjamanna, en að vísu með semingi, um að draga úr gas­ og olíukaupum frá Rússlandi sem hefur verið vaxandi burðarstoð í orkuframleiðslu í Evrópu á undan­ förnum árum. Til að mæta þessu hafa Þjóðverjar þurft að grípa til örþrifaráða sem gera loftslagssamþykktir í raun að engu. Þannig voru sett ný lög í Þýskalandi í júní sem heimila stóraukinn námugröft og brennslu á brúnkolum til raforkuframleiðslu. 56% af raforku 27 ESB ríkja er framleidd með jarðefnaeldsneyti og kjarnorku Á árunum 2019 til 2021 var 56% raforku í 27 Evrópusambandslöndum framleidd með gasi, kolum, kjarnorku og olíu, en 44% með endurnýjanlegum orkugjöfum samkvæmt tölum hinnar sjálfstæðu upplýsingaveitu EMBER. Þetta hlutfall hefur sáralítið breyst frá 2011. Þrátt fyrir yfirlýsingar um stóraukningu á framleiðslu hreinnar orku, þá er nú verið að auka verulega kolanotkun að nýju í þessum ríkjum. Samdráttur í kaupum á gasi og olíu frá Rússlandi spilar þar stóra rullu sem kemur til viðbótar þeim orkuskorti sem þegar var orðinn ljós. Það er því viðbúið að verulega aukin eftirspurn verði eftir aflátsbréfum frá Íslandi til að reyna að hvítþvo eitthvað af stórauknum kolefnisútblæstri frá ESB löndunum. Svo er hrópað eftir því að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum! Siðferðilegt álitamál sem þjóðin hefur aldrei verið spurð um Það er svo spurning hvort Íslendingum finnist siðferðilega réttlætanlegt að taka þátt í að haldið sé áfram að ljúga að viðskiptavinum erlendu orkufyrirtækjanna. Reyndar hefur íslenska þjóðin aldrei verið spurð um samþykki fyrir sölu aflátsbréfa úr landi fyrir orku sem hefur samt aldrei verið seld út fyrir landsteinana. Samt er það þjóðin sem á orkulindirnar og orkuframleiðslu­ fyrirtækin sem verið er að nota með þessum hætti. Hörður Kristjánsson hk.reinalds@gmail.com Afsalsbréf páfa frá um 1430 voru sögð tryggja þeim sem keyptu bréfin afslátt frá hreinsunareldi eftir dauða. Sala slíkra bréfa hófst í Þýskalandi og þótti það siðlaus að hún olli klofningi kirkjunnar. Aflátsbréfin sem seld eru af raforkuframleiðendum á Íslandi hafa verið notuð til að sanna fyrir viðskiptavinum fyrirtækja í Evrópu að þau noti hreina raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum, þó þau geri það alls ekki. Allavega kemur sú orka ekki frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Agora Energiewende frá því í ágúst síðastliðnum, þá er nú búist við að losun CO2 aukist um 20 til 30 milljónir tonna á yfirstandandi ári vegna aukinnar kolanotkunar í raforkuframleiðslu. Þetta er einkum frá brennslu brúnkola sem menga mun meira en steinkol. Brúnkol eru í raun mór sem hefur þjappast saman og steingerst undir þrýstingi. Losunarheimildir orkuframleiðslu í Þýskalandi nema í heild 257 milljónum tonna af CO2 ígildum á þessu ári. Á árinu 2021 var losunin frá orkuverum 221 milljón tonn. Áætlanir Þjóðverja gera ráð fyrir rekstri kolaorkuvera allt til ársins 2038. Mynd / Wikipedia
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.