Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 102

Andvari - 01.01.2016, Page 102
100 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI ins fær merkingu af samveru manna. Hvað skorðar annað. Hvor þátturinn er mikilvægastur fer eftir því hvernig á er litið, en lesandinn fer á mis við eitthvað mikilvægt ef ekki er gefinn fullur gaumur að mannfélaginu, sem Benedikt er — þrátt fyrir allt — hluti af. Ég ímynda mér að flestir sem lesa Aðventu til enda og leyfa henni að taka völdin í sálinni — ganga inn í heim hennar — verði fyrir djúpum áhrifum af endalokum sögunnar, þegar Benedikt kemur aftur að Botni. Það er eins og þá hellist yfir mann djúp geðshræring sem erfitt er að skýra. Ég hef komist við þegar ég les eða heyri sögulokin, og ég veit að svo er um fleiri. Hver les- andi á slíkar tilfinningar við sjálfan sig og á að leyfa þeim að fá útrás án þess að vera með fyrirvara og spurningar. En það er hlutverk bókmenntarýninnar að spyrja spurninga um slík áhrif, hvernig standi á þeim, hvort sem þau verða í sögulok eða annars staðar í texta, spyrja hvaða galdur sögumannsins hafi orkað svo djúpt á lesandann. í sögulok koma saman allir meginþræðir í Aðventu, tilfinningar fá útrás sem eiga sér langan aðdraganda og eru þó aldrei orðaðar heldur smám saman laumað inn í brjóst lesandans. Hvað er þarna á seyði? Þegar maður les Aðventu eftir langt hlé furðar mann á því sem ég nefndi áður, hve lengi sögunni vindur fram áður en Benedikt er sannarlega orð- inn einn eftir á öræfunum, utan við mannlegt samfélag. Maður var búinn að gleyma því, svo sterk er myndin ef hinum einmana einstaklingi ofur- seldum ofsafengnum öflum náttúrunnar og þó með styrk til að takast á við þau og þrautseigju til að komast af. En fyrri hluta sögunnar er sannarlega ekki ofaukið. Það er ekki svo að skilja að Benedikt sjálfur líti á sig sem utan- garðsmann sem ekki sé hluti af mannlegu samfélagi. Þvert á móti. Hann er hluti af sveitinni: „Hér á hann heima. A heima sem snar þáttur af hverju því er hann fær náð til og skynjað með hendi, sýn og hugboði. Þessi veröld er hans (46).“ Skömmu síðar segir: ... maðurinn er heimakær og tengdur eignum og umhverfi, sjálfskan eltir hann á röndum út yfir gröf og dauða, kvíðir því að missa lífið — þetta hið raunverulegasta af öllu raunverulegu, þetta hið fallvaltasta af öllu fallvöltu, þetta hið óendanlegasta af öllu óendanlegu — kvíðir því að það gangi sér úr greipum, kvíðir einverunni sem er skilyrði fyrir sjálfsveru hans, sem er sjálfsvera hans, kvíðir því að standa uppi án meðbræðra i kringum sig og ef til vill gleymdur af guði (47). Það eru þessir meðbrœður sem mynda samfélag. Við skulum líta sem snöggvast á samfélagið sem birtist í sögunni. Það er samfélag fjárbænda á jaðri óbyggðanna; um Botn er beinlínis talað sem bæinn „þar sem byggð- ina þrýtur og fjöllin taka við.“ Á leið sinni að Botni fer Benedikt fram hjá mörgum bæjum eða stendur þar stutt við. Sveit Benedikts verður eins konar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.