Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 104

Andvari - 01.01.2016, Page 104
102 VESTEINN OLASON ANDVARI smámynd af samfélagi eða öllu heldur mannfélagi, en gerir enga kröfu til að vera mynd af eða fást við hið stóra félagslega samhengi, þótt nefndir séu í framhjáhlaupi prestur og kaupmaður. En allt samfélag byrjar í hinum nánu samskiptum einstaklinga, því neti sem umlykur og skilgreinir hvern og einn, byrjar hjá meðbræðrum (orðið á vitaskuld við bæði kyn), svo að notað sé aftur lykilorð úr kaflanum sem ég vitnaði til áðan. Fæstir þeirra sem skrifað hafa um Aðventu og ég hef lesið ræða mikið um hið mannlega samfélag sem Benedikt sprettur úr og hrærist í. Olafur Jónsson er sér þó fyllilega með- vitaður um mikilvægi þess í ágætri ritgerð um Aðventu sem upphaflega var erindi flutt í útvarpi árið 1976 en prentuð tíu árum síðar í bókinni Leikdómar og bókmenntagreinar, sem kom út að honum látnum. Olafur segir þar: Þannig felur skilningur sögunnar á Benedikt einnig í sér skilning og skýringu á samfélagi hans og umhverfi, alls þess lífs sem hann er óaðskiljanlegur hluti þess: heimur sögunnar er heill, óskiptur og einangraður, og sagan geymir sjálf svör við öllum spurningum sem þar eru bornar fram (Leikdómar og bókmenntagreinar, 197). Staða Benedikts í samfélaginu er skýrt afmörkuð. Hann er hvorki fjöl- skyldumaður né bóndi, vinnumaður mikinn hluta ársins en að hluta til sjálf- um sér ráðandi, og dálitlar eignir á hann. Slík þjóðfélagsstaða var alls ekki óalgeng á Islandi í upphafi 20. aldar. Þeir karlar sem ekki erfðu jörð eða fé sem nægði til jarðakaupa gátu stundum sem vinnumenn eða húsmenn nurlað saman fé til að stofna bú, eignast konu og eignast eða leigja jarðnæði. Oftast beið þeirra basl og fátækt. Bjartur í Sumarhúsum er dæmi um slíkan mann. Staða Benedikts er engu síður dæmigerð. Þeir sem ekki höfðu tök á að gerast bændur áttu þess sjaldan kost að stofna fjölskyldu, en urðu að vera í þjónustu annarra. Körlum í þeirri stétt tókst stundum með elju og nægju- semi að eignast lítilræði og skapa sér með aldrinum ákveðið svigrúm, eign- ast hest og hund og nokkrar kindur. Miklu sjaldgæfara var að vinnukonur ættu slíka kosti; kjör þeirra voru sýnu lakari en kjör vinnumannanna. Þessi þjóðfélagsmynd er í bakgrunni Aðventu, og henni er svona lýst: Hann var vinnumaður á bóndabæ og hafði verið frá unga aldri, það var allt og sumt. Eða ef nánar var að gætt, vinnumaður mestan hluta ársins, annars hálfgildings húsmaður ... A sumrin vann hann fyrir kaupi hjá bónda, en var ársmaður í aðra röndina, því á veturna hirti hann fé á beitarhúsum gegn fæði og einhverju af fataplöggum. Aðeins stuttan tíma vor og haust, þar á meðal þá daga sem fóru í fjallaferðir hans á jólaföstunni, var hann algerlega sinn eigin húsbóndi. I ofanálag átti hann reyndar útihús: fjárhús, hesthús og hlöðu undir heyið sem hann sló á leiguengjum á sunnudögum eldsnemma og eftir messu (43). Það ber ekki á öðru en Benedikt uni sínum hlut bærilega og æski sér ekki Iengur annars, en þó sést í framhaldi af þessari lýsingu að það hefur ekki alltaf verið svo:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.