Andvari - 01.01.2016, Síða 105
ANDVARI
EINSTAKLINGUR, NÁTTÚRA OG SAMFÉLAG í AÐVENTU
103
einskis annars væntir hann né kærir sig um að verða, ekki einu sinni í himnaríki
— ekki núorðið. Þeir tímar eru um garð gengnir. Þeir dagar og nætur er hann átti
sér drauma um hamingju og hóglífi þessa heims og annars. Um garð gengnir og
guði sé lof (43-44).
Af þessum orðum er ljóst að draumar hins unga Benedikts hafa ekki ræst. Það
hefur valdið honum hugarangri meðan þeir lifðu með honum, og væntanlega
mestu þegar ljóst varð að þeir mundu aldrei rætast. En á þeim krossgötum í
lífinu, þegar margur hefði talið að ekkert væri framundan, hefur hann hafið
eyðimerkurgöngur sínar í þágu lífsins — og í þágu þess samfélags sem hann
er hluti af. Hér skiptir máli að þessi eyðimerkurganga er val Benedikts sjálfs.
Hann er ekki sendur af neinum húsbónda. Samfélagið hefur ekki beðið hann
um að leggja þetta á sig og fínnst raunar fremur óþægilegt að þiggja framlag
hans. Það kemur þegar fram í lýsingu á göngu Benedikts gegnum sveitina
í átt að Botni á fyrsta degi ferðarinnar. Góðum viðtökum á bæjum en duld-
um viðvörunum fólks og hrakspám um veðrið fylgja þessi ummæli: „Menn
sögðu þetta í gamni og lyftu vart sjónum frá jörðu ....“ Það er eins og menn
eigi erfitt með að horfa framan í Benedikt, skammist sín gagnvart honum.
Nákvæmust lýsing á þessu er í samskiptum Benedikts við bóndann sem
hann hittir síðast á undan fólkinu í Botni, þann sem kallaður er „hinn for-
sjáli bóndi“ með biblíulegu orðalagi. Viðskilnaði þeirra er þannig lýst:
... þarna arkaði þrenningin leiðar sinnar, eftir varð efablandinn maður harðóánægður
með þá og sjálfan sig og alla hluti á himni og jörðu, tuggði tölu sína og sá þá
fjarlægjast, fólk af þessu tagi var honum ráðgáta — að leggja jafnvel líftóruna
í sölurnar til þess eins að bjarga fáeinum flökkurollum, sinni úr hverri áttinni!
Sjálfur á Benedikt aðeins fáar kindur og vantar enga (39).
Aðrir eru ekki jafn kvalráðir og þykir gott að hafa gagn af þessari þráhyggju
Benedikts. Þar er vitaskuld fremstur í flokki Hákon í Grímsdal sem slæst í
för með Benedikt, þiggur hjálp hans og tefur hann um leið í ætlunarverki
sínu, stofnar með því lífi hans í hættu. Allir sjá í gegnum þetta, fólkið í Botni
sem hefur skömm á háttalagi Hákonar og Benedikt sjálfur sem engum neitar
þó um hjálp. Hákon veit vel hverjum augum háttalag hans er litið í Botni en
kærir sig kollóttan, „afturgöngur okkar kynnu að verða ykkur ennþá óvel-
komnari“ er það síðasta sem hann segir við hjónin í Botni eftir næturgisting-
una. Hákon birtist þó miklu fremur sem kærulaus og ófyrirleitinn maður en
vondur eða siðspilltur. Kveðskaparsmekkur hans er skemmtileg andstæða við
stökurnar sem Benedikt er sjálfur að setja saman um lífsviðhorf sín (sbr. bls.
68 og 69). Allt annars konar persónuleiki er Nonni á Fjalli sem einnig níðist
á góðsemi Benedikts en fremur af barnaskap en tillitsleysi. Tillitsleysið er
þó að finna hjá húsbóndanum sem sendi strákinn af stað í ófæruna, væntan-