Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 130

Andvari - 01.01.2016, Page 130
128 GUÐRUN KVARAN ANDVARI 18. Trúid mér (Sannlega segi eg ydur), fyrr mun himinn og jörd forgánga enn hinn minnsti bókstafur eda titill í lögmálinu tvnist uns allt þetta rætist (enn víkja megi frá hinum minnsta bókstaf eda titli í Lögmálinu og þad svo grandvarlega ad þvi sé ad öllu leiti fullnægt). Mörg dæmi eru um að Sveinbjörn velji að taka upp texta eldri biblíuþýðinga fremur en að halda sig við þýðingu Geirs. Má þar nefna 1. vers sem hefst á Einhverju sinni hjá Geir en allar eldri þýðingarnar létu nægja En. Sveinbjörn heldur þó orðinu mannfjöldi en eldri þýðingar notuðu fólkið. í 3. versi breytti Sveinbjörn snaudir í andlega lítillátir og er þar nær Guðbrandsbiblíu og Þorláksbiblíu andliga eru Volader. Reyndar er Guðbrandsbiblía samhljóða Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar í öllum umræddum versum kaflans. Guds ríki breytir Sveinbjörn í himna- ríki og fylgir þar eldri Biblíunum, sömuleiðis í 10. versi. I 5. versi breyt- ir Sveinbjörn hóglátir í hógvœrir en þannig hafði verið þýtt allt frá Guðbrandsbiblíu. I 6. versi er breyting Sveinbjarnar sem húngrar og þyrstir nánast eins og í Guðbrandsbiblíu sem hungra og þyrsta, en nær Steinsbiblíu hvorja hungrar og þyrstir. Þýðingunni góðgiarnir í 7. versi breytti Sveinbjörn í miskunsamir og gód- girni í miskun og fylgdi þar eldri Biblíum allt frá Guðbrandi. Hreinhjartadir í stað hreinlyndir er einnig fylgni við eldri þýðingar og breytingin þeir munu Gud siá á sömuleiðis fyrirmynd í eldri þýðingum. Þýðingin þeir munu Guds born kalladir verda í 9. versi kemur fyrst fyrir í Þorláksbiblíu. Guðbrandur hafði notað Syner eins og Oddur Gottskálksson áður. I 11. versi hvarf Sveinbjörn enn til eldri þýðinga þegar hann breytti liúga uppá ydur öllum skömmum í tala gégn ydur allskonar illyrdi. I Guðbrandsbiblíu er textinn talar i giegn ydur alla vondsku og í Steinsbiblíu tala allt illt i giegn ydur. í 12. versi virðist Geir nýta sér Guðbrandsbiblíu sem fyrst af Biblíum not- aði orðið verðkaup: þviad ydar verdkaup mun verda miked á himnum en áður hafði Oddur notað orðið í Nýja testamentisþýðingu sinni. Geir þýddi: Fagnið þá og gleðjist, því þér munud mikid verdkaup á himnum hliota og Sveinbjörn breytti: yðar verðkaup er mikið á himnum. 1 Þorláksbiblíu er þýðingin önnur: þat skal vel bítalast ydur á himnum og Biblían 1813 heldur henni. I Steinsbiblíu er þýðingin: þuiad ydar verdkaup mun verda miked a himnum. í 13. versi eru þýðingarnar svipaðar en ekki bein tengsl að sjá og í 14. versi breytti Sveinbjörn engu hjá Geir. Sveinbjörn breytti hins vegar þýðingu Geirs í 15. versi: Ecki heldur plaga menn ad qveikja liós í Menn kveikja ekki liós og verður að telja til málbóta að losna við sögnina plaga. I Guðbrandsbiblíu var þýtt og eige tendra Menn liosed en í Steinsbiblíu Madur kveiker og ecke eitt lioos og er sú þýðing líkust tillögu Steins. Allt frá Guðbrandsbiblíu til 1813 var notast við mœliask en Geir valdi ker en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.