Andvari - 01.01.2016, Side 142
140
HJALTI ÞORLEIFSSON
ANDVARl
arlegu samhengi þykir það stundum óljóst og jafnvel ekki varpa skýru ljósi
á viðfangsefnið. Helsti sérfræðingur um lífhyggju í norskum bókmenntum,
Eirik Vassenden, bendir á að það feli í sér ýmis hugrenningatengsl við já-
kvæða og neikvæða þætti sem erfitt geti reynst að afmarka en eigi samt sem
áður við það á einn eða annan hátt. Nefnir hann í því sambandi ýmsar úti-
vistarhreyfingar, heilsubótar- og nektarmenningu millistríðsáranna, fram-
farahyggju samhliða ákafri afturhaldsstefnu, andúð á afurðum nútímatækni
og fagurfræði fasismans.6 Danski bókmenntafræðingurinn Anders Ehlers
Dam er á svipuðu máli og telur orðið lífheimspeki hafa yfir sér full-fræði-
legt yfirbragð sem eigi illa við þegar það er notað í sambandi við bókmenntir
og listir á 20. öld. I skilningi Vassendens og Dams er lífhyggja sem bók-
menntastefna fjölbreytt og í raun lýsandi fyrir almenna umræðu og viðhorf í
evrópsku samfélagi um aldamótin 1900. Engin stefnuskrá afmarki viðfangs-
efnið, ekki sé um neinn skilgreindan hóp skálda og listamanna að ræða og
hugtakið því allt í senn flókið og fjölþætt. Fyrir Dam virðist eðlilegra að
tala um lífhyggju (það er vítalisma) en lífheimspeki og þá í víðri merk-
ingu, sem geti náð utan um verk jafn ólíkra danskra rithöfunda og til dæmis
Johannesar Jorgensens (1866-1956), Martins Andersens Nexo (1869-1954)
og Johannesar V. Jensens (1873-1950). Allir hafi þeir hver á sinn hátt átt
sameiginlegt að beina athygli sinni að lífínu sjálfu, eðli þess, þróun og fram-
tíð.7
Bókmenntastefnu lífhyggjunnar skiptir Dam í tvær megingerðir, hina nei-
kvæðu og hina jákvæðu. Þar fyrir utan telur hann vöxt hennar marka tiltekin
skil við hnignunarstefnu dekadenstímabilsins í lok 19. aldar en þó megi engu
að síður greina þaðan áhrif endrum og sinnum. Hið neikvæða afbrigði kenn-
ir hann við heimspeki Arthurs Schopenhauers (1788-1860) og segir það fel-
ast í lífsafneitun þar sem hvers kyns trúarbrögðum og sannfæringu um gildi
lífsins er hafnað og lausn einstaklingsins undan grimmd heimsins boðuð í
gleymsku, veruleikaflótta og almennu áhuga- og kæruleysi. í anda forngríska
heimspekingsins Herakleitosar (um 535-470 f. Kr.) líkti Schopenhauer líf-
inu við á sem streymdi viðstöðulaust fram og ekkert mannlegt hefði áhrif á.
Sagði hann allt vera tilgangslaust og að manninum væri fyrir bestu að viður-
kenna þýðingarleysi sitt og leitast við að berast áreynslulaust áfram með lífs-
straumnum. Andstæðuna, hina jákvæðu gerð, kennir Dam hins vegar við
Nietzsche og segir einkenni hennar vera áherslur á lífskraftinn, virknina,
einfaldleikann og hinn mannlega mátt. Schopenhauer sá ekkert nema tómið
en Nietzsche stóð fast á því að maðurinn sjálfur gæti með viljann að vopni
stuðlað að einhvers konar nýjum tilgangi lífs síns. Lausn hans við deyfð
tómhyggjunnar fólst í ást á tilgangsleysinu, hinni díonýsísku lífsafstöðu þar
sem athyglin beindist að manninum sjálfum og innbyggð þrá hverrar lífveru
eftir frelsi var gerð að höfuðatriði. Eins og Schopenhauer sættist Nietzsche á