Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 142

Andvari - 01.01.2016, Page 142
140 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARl arlegu samhengi þykir það stundum óljóst og jafnvel ekki varpa skýru ljósi á viðfangsefnið. Helsti sérfræðingur um lífhyggju í norskum bókmenntum, Eirik Vassenden, bendir á að það feli í sér ýmis hugrenningatengsl við já- kvæða og neikvæða þætti sem erfitt geti reynst að afmarka en eigi samt sem áður við það á einn eða annan hátt. Nefnir hann í því sambandi ýmsar úti- vistarhreyfingar, heilsubótar- og nektarmenningu millistríðsáranna, fram- farahyggju samhliða ákafri afturhaldsstefnu, andúð á afurðum nútímatækni og fagurfræði fasismans.6 Danski bókmenntafræðingurinn Anders Ehlers Dam er á svipuðu máli og telur orðið lífheimspeki hafa yfir sér full-fræði- legt yfirbragð sem eigi illa við þegar það er notað í sambandi við bókmenntir og listir á 20. öld. I skilningi Vassendens og Dams er lífhyggja sem bók- menntastefna fjölbreytt og í raun lýsandi fyrir almenna umræðu og viðhorf í evrópsku samfélagi um aldamótin 1900. Engin stefnuskrá afmarki viðfangs- efnið, ekki sé um neinn skilgreindan hóp skálda og listamanna að ræða og hugtakið því allt í senn flókið og fjölþætt. Fyrir Dam virðist eðlilegra að tala um lífhyggju (það er vítalisma) en lífheimspeki og þá í víðri merk- ingu, sem geti náð utan um verk jafn ólíkra danskra rithöfunda og til dæmis Johannesar Jorgensens (1866-1956), Martins Andersens Nexo (1869-1954) og Johannesar V. Jensens (1873-1950). Allir hafi þeir hver á sinn hátt átt sameiginlegt að beina athygli sinni að lífínu sjálfu, eðli þess, þróun og fram- tíð.7 Bókmenntastefnu lífhyggjunnar skiptir Dam í tvær megingerðir, hina nei- kvæðu og hina jákvæðu. Þar fyrir utan telur hann vöxt hennar marka tiltekin skil við hnignunarstefnu dekadenstímabilsins í lok 19. aldar en þó megi engu að síður greina þaðan áhrif endrum og sinnum. Hið neikvæða afbrigði kenn- ir hann við heimspeki Arthurs Schopenhauers (1788-1860) og segir það fel- ast í lífsafneitun þar sem hvers kyns trúarbrögðum og sannfæringu um gildi lífsins er hafnað og lausn einstaklingsins undan grimmd heimsins boðuð í gleymsku, veruleikaflótta og almennu áhuga- og kæruleysi. í anda forngríska heimspekingsins Herakleitosar (um 535-470 f. Kr.) líkti Schopenhauer líf- inu við á sem streymdi viðstöðulaust fram og ekkert mannlegt hefði áhrif á. Sagði hann allt vera tilgangslaust og að manninum væri fyrir bestu að viður- kenna þýðingarleysi sitt og leitast við að berast áreynslulaust áfram með lífs- straumnum. Andstæðuna, hina jákvæðu gerð, kennir Dam hins vegar við Nietzsche og segir einkenni hennar vera áherslur á lífskraftinn, virknina, einfaldleikann og hinn mannlega mátt. Schopenhauer sá ekkert nema tómið en Nietzsche stóð fast á því að maðurinn sjálfur gæti með viljann að vopni stuðlað að einhvers konar nýjum tilgangi lífs síns. Lausn hans við deyfð tómhyggjunnar fólst í ást á tilgangsleysinu, hinni díonýsísku lífsafstöðu þar sem athyglin beindist að manninum sjálfum og innbyggð þrá hverrar lífveru eftir frelsi var gerð að höfuðatriði. Eins og Schopenhauer sættist Nietzsche á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.