Andvari - 01.01.2016, Side 146
144
HJALTI ÞORLEIFSSON
ANDVARI
bandi benda á efasemdir í skáldskap Johannesar Jorgensens um nútímavæð-
inguna. Afturhvarf frá henni er þar yfirleitt álitið ómögulegt og þess í stað
oftast farin leið veruleikaflótta í gleymsku og kæruleysi í stað þeirra þján-
inga sem þykir fylgja þróun nútímans. Ljóðskáldinu Thoger Larsen (1875-
1928) þótti á hinn bóginn lítilmótlegt að hörfa undan þeirri stöðnun sem tví-
mælalaust væri ríkjandi, en sá það engu að síður sem vissan kost. Hnignun
og uppgangur skiptust á en hægt var að vinna á móti afturför með því að
bretta upp ermar og auka virknina. Margir aðrir höfundar voru ekki bundn-
ir tvíræðni af þessu tagi, heldur sáu allt út frá hinni lifandi og yfirgrips-
miklu heild þar sem jafnvel sköpun og eyðing voru eitt og sama óbeislanlega
aflið.20 Mikilvægt er að taka það fram að skilgreiningar Dams eru ekki ein-
hlítar og virðist Eirik Vassenden þykja þær of afmarkandi og sértækar þótt
hann viðurkenni réttmæti þeirra. Vill hann heldur tala um þrjá meginstrauma
lífhyggjunnar í víðum skilningi sem einkennist af framfarabjartsýni, fram-
tíðarsvartsýni og mótspyrnu gagnvart tækninýjungum. Flokkarnir eigi það
síðan ítrekað til að skarast enda séu þessir hugmyndastraumar hvorki ein-
faldir né niðurnjörvaðir.21
Séu skiptingar þeirra beggja hafðar í huga má líta svo á að viðhorf Sigurðar
Nordals falli einkum að framfarabjartsýni Vassendens og jákvæðri tvíhyggju
Dams, ekki síst þar sem hann hafnaði lífssýn aðgerðarleysis og gleymskuóra
í anda Schopenhauers og taldi framtíðina bjarta legði maðurinn sig fram:
„Engin tegund mannlegrar skapgerðar er fyrirlitlegri en hinn tilfinninga-
sjúki og draumhneigði dáðleysingi, sem eyðir æfi sinni í volgri laug tilfinn-
ingamunaðar [...] en aldrei gerir ærlegt verk [...],“22 sagði hann í fyrirlestr-
unum um einlyndi og marglyndi. Líkt og Nietzsche fannst honum að hvetja
þyrfti einstaklinginn til athafna og fordæmdi iðjuleysi sem ekkert ákjósan-
legt hefði í för með sér. Viljinn til að starfa og að vera virkur samfélagsþegn
leiddi hægt og bítandi af sér sérhæfingu á afmörkuðu sviði sem jók stöðug-
leika á milli sálarþáttanna og færði manninn nær því sem Sigurður kallaði
mundangs-þröskuld, eða að einhvers konar meðalhófsmörkum. Einhæf og
tilbreytingarsnauð vinna gat á þann hátt leitt til jafnvægis á milli mótsagn-
anna einlyndis og marglyndis svo framarlega sem hæfilegt marglyndi væri
einnig til staðar og eðlislæg nýjungagirni fengi útrás. Endurtekningin stuðl-
aði að sérhæfingunni, leikninni, sem síðan þróaðist upp í vanann sem aftur
gerði vinnuna auðvelda og þægilega:23
Við vanann hverfa flest óþægindi [...]. Það er vaninn, sem myndar hinn merki-
lega mundangs-þröskuld í lífi manna, sem gerir, að ekki er eins mikill munur á
hamingju fátækra og ríkra, hárra og lágra, og út getur litið.24