Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2016, Page 146

Andvari - 01.01.2016, Page 146
144 HJALTI ÞORLEIFSSON ANDVARI bandi benda á efasemdir í skáldskap Johannesar Jorgensens um nútímavæð- inguna. Afturhvarf frá henni er þar yfirleitt álitið ómögulegt og þess í stað oftast farin leið veruleikaflótta í gleymsku og kæruleysi í stað þeirra þján- inga sem þykir fylgja þróun nútímans. Ljóðskáldinu Thoger Larsen (1875- 1928) þótti á hinn bóginn lítilmótlegt að hörfa undan þeirri stöðnun sem tví- mælalaust væri ríkjandi, en sá það engu að síður sem vissan kost. Hnignun og uppgangur skiptust á en hægt var að vinna á móti afturför með því að bretta upp ermar og auka virknina. Margir aðrir höfundar voru ekki bundn- ir tvíræðni af þessu tagi, heldur sáu allt út frá hinni lifandi og yfirgrips- miklu heild þar sem jafnvel sköpun og eyðing voru eitt og sama óbeislanlega aflið.20 Mikilvægt er að taka það fram að skilgreiningar Dams eru ekki ein- hlítar og virðist Eirik Vassenden þykja þær of afmarkandi og sértækar þótt hann viðurkenni réttmæti þeirra. Vill hann heldur tala um þrjá meginstrauma lífhyggjunnar í víðum skilningi sem einkennist af framfarabjartsýni, fram- tíðarsvartsýni og mótspyrnu gagnvart tækninýjungum. Flokkarnir eigi það síðan ítrekað til að skarast enda séu þessir hugmyndastraumar hvorki ein- faldir né niðurnjörvaðir.21 Séu skiptingar þeirra beggja hafðar í huga má líta svo á að viðhorf Sigurðar Nordals falli einkum að framfarabjartsýni Vassendens og jákvæðri tvíhyggju Dams, ekki síst þar sem hann hafnaði lífssýn aðgerðarleysis og gleymskuóra í anda Schopenhauers og taldi framtíðina bjarta legði maðurinn sig fram: „Engin tegund mannlegrar skapgerðar er fyrirlitlegri en hinn tilfinninga- sjúki og draumhneigði dáðleysingi, sem eyðir æfi sinni í volgri laug tilfinn- ingamunaðar [...] en aldrei gerir ærlegt verk [...],“22 sagði hann í fyrirlestr- unum um einlyndi og marglyndi. Líkt og Nietzsche fannst honum að hvetja þyrfti einstaklinginn til athafna og fordæmdi iðjuleysi sem ekkert ákjósan- legt hefði í för með sér. Viljinn til að starfa og að vera virkur samfélagsþegn leiddi hægt og bítandi af sér sérhæfingu á afmörkuðu sviði sem jók stöðug- leika á milli sálarþáttanna og færði manninn nær því sem Sigurður kallaði mundangs-þröskuld, eða að einhvers konar meðalhófsmörkum. Einhæf og tilbreytingarsnauð vinna gat á þann hátt leitt til jafnvægis á milli mótsagn- anna einlyndis og marglyndis svo framarlega sem hæfilegt marglyndi væri einnig til staðar og eðlislæg nýjungagirni fengi útrás. Endurtekningin stuðl- aði að sérhæfingunni, leikninni, sem síðan þróaðist upp í vanann sem aftur gerði vinnuna auðvelda og þægilega:23 Við vanann hverfa flest óþægindi [...]. Það er vaninn, sem myndar hinn merki- lega mundangs-þröskuld í lífi manna, sem gerir, að ekki er eins mikill munur á hamingju fátækra og ríkra, hárra og lágra, og út getur litið.24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.