Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 10

Leikhúsmál - 01.11.1963, Page 10
Rússíá og kínverskar tréskurðarmyndir, furðulistilega gerð- ar, ,,! þrívídd" og gulli slegnar. Og þannig mœtti lengi telja, ef gera œtti skil öllum þeim fágœtu munum, sem þennan stað prýða, veggteppi, helgimyndir, útskurð, sveðjur, — gamlar flöskur og „raritet". Jafnvel í eldhús- króknum eru á veggdúki konungarnir Kaspar, Melchíor og Balthasar á sífelldri göngu þvert yfir eldavélina að finna Guðsmóður með barnið sitt. Þessir vitringar eru þó ekki klœddir plussi og fínum djásnum, heldur að alþýðu- sið, frekar luralegir, og maddaman er blómleg sveita- kona, bústin og rjóð í kinnum, bljúg, feimin og yndisleg. En i einu horni inni í stofu er dálítið altari; reykelsi og stór kerti. í þessu umhverfi rœddum við liðna tima og var þá skotizt víða, úr eilífðarmálum í revíusöng, úr gotneskum dómkirkjustil i abstrakt leiksviðsmyndir. Slikar eru og sveiflurnar og hafa verið í lifi húsbóndans. I klaustri Lárus Ingólfsson („Lassi") er fœddur í Reykjavík 22. júní 1905. Hann er því Reykvikingur i húð og hár, ólst upp og dafnaði á því plássi. Þetta var á þeim tima, er ungt fólk hafði hvorki bílageim, sveitaböll, bingó, Birgittu Bardó, tvist, Evu eða aðra svipaða blessun hins blómgandi mat- Lárus listin og lífiö Lárus Ingólfsson, fyrsti leiktjaldameistari Þjóðleikhússins, hefur víðar skapað ,,hið rétta andrúmsloft" en á sviði þess. A heimili hans við Bergstaðastrœti ríkir andrúms- loft, sem vafalaust fá heimili önnur í höfuðstaðnum, eða yfirleitt á byggðu bóli útskersins okkar, geta státað af. Höfug stemning hvílir yfir þessum stofum. Þar er friðsœlt sem í musteri; og gestum er vel sinnt (,,lítið innl skonsuna, ungarnir mínir, og tyllið ykkur"). Reykelsisilm ber að vit- um, og það er gott að setjast hérna með glcancli vín í skál og rœða djúp vandamá! eða gott slúður. Á stalli stendur voðalegur stríðsmaður austan úr Síam úr bronsi í fullum bardagaskrúða. Sá var keyptur í virðulegri búð- arskonsu í Lundúnum. Heilög María, sem endur fyrir löngu var skorin úr tré í einhverju sveitaþorpinu suður í Kárnten í Austurríki, horfir rólyndum bóndakonuaugum á gestina úr glerskríni á kommóðu. Skrautskermur, sem gceti hafa prýtt eitthvert kvennabúr ! Persíu, hreykir sér (öfugur) uppi á skápi og varpar daufum bjarma á um- hverfið, því að einhvers staðar í honum er vendilega fal- in 25 kerta Ijósapera úr Kiddabúð. Sjálfur var skermur- inn keyptur í Lundúnaborg. Stór persneskur bjúghnífur hangir á vegg. Sá var falaður í sölutjaldi á Signubökkum. Uppi á vegg tróna einnig páfinn og heilagur Nikulás frá 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Leikhúsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikhúsmál
https://timarit.is/publication/1743

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.